Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 23-25 Kristinn Páll Teitsson í Vodafonehöllinni skrifar 21. nóvember 2013 12:35 FH-ingar unnu sterkan 25-23 sigur á Valsmönnum í Vodafone höllinni í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. Góður kafli í fyrri hálfleik gaf FH-ingum forystu sem þeir misstu aldrei það sem eftir lifði leiks. Báðum liðunum var spáð góðu gengi á tímabilinu og má búast við að þau verði bæði að berjast um titilinn í lok tímabils. Valsmenn gátu með sigri jafnað FH-inga að stigum í öðru sæti en með sigri gátu FH-ingar tyllt sér á toppinn. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og voru með 5-3 forystu þegar Einar Andri Einarsson, þjálfari FH tók leikhlé á áttundu mínútu. Það virtist vera vakningin sem FH liðið þurfti, þeir skoruðu ellefu mörk gegn þremur á næstu tuttugu mínútum hálfleiksins og náðu mest sex marka forskoti. Tvö hraðaupphlaupsmörk undir lok hálfleiksins minnkuðu muninn niður í fjögur mörk fyrir Valsmenn í í stöðunni 10-14 áður en flautað var til hálfleiks. Valsmenn náðu nokkrum sinnum að minnka muninn niður í tvö mörk í seinni hálfleik en lengra komust þeir ekki. FH-ingar unnu að lokum mikilvægan sigur sem kemur þeim upp í toppsæti Olís-deildarinnar. Hlynur Morthens átti flottan leik í markinu hjá heimamönnum með 18 varin skot, þar af tvö víti. Hinumegin á vellinum átti Daníel Freyr Andrésson að vanda góðan leik með 20 varin skot. Einar Andri: Danni gefur strákunum sjálfstraust„Þetta var mjög góður dagur fyrir okkur FH-inga, við spiluðum vel á flestum sviðum í leiknum í dag. Sóknin var í lagi á meðan vörnin og markvarslan var flott í dag," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir leikinn. Gestirnir voru lengi af stað í Vodafone höllinni, Valsliðið náði 5-3 forskoti eftir átta mínútur. Við tók hinsvegar góður kafli þar sem Valsmenn náðu aðeins að skora þrjú mörk á tuttugu mínútum og FH-ingar náðu góðu forskoti. „Við vorum of ákafir í byrjun leiks, við vorum bæði að skjóta of snemma og að rjúka of mikið út í mennina í varnarleiknum. Við stilltum okkur af, færðum okkur aftar og náðum tökum á leiknum." „Við náðum að loka vörninni og Danni fór að verja. Við náðum tveimur hraðaupphlaupum og sóknarleikurinn gekk betur. Það var virkilega góður kafli og við náðum forskoti sem þeir náðu aldrei að jafna," Varnarleikur liðsins hefur verið flottur á tímabilinu og varði hávörn FH-inga mörg skot heimamanna í leiknum. „Danni gefur þeim sjálfstraust því hann hirðir boltana fljótt upp. Strákarnir eru að spila frábærlega þarna í miðri vörninni og vörnin er að virka mjög vel. Andri er auðvitað grjótharður og Ísak hefur verið að spila mjög vel," sagði Einar að lokum. Ólafur: Eigum að geta stjórnað þessu betur„Ég hefði átt von á okkur sterkari en við erum ekki sterkari en andstæðingurinn leyfir," sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals eftir leikinn. „Þeir leyfðu okkur ekki meira en þetta í þetta skiptið. Það skiptir hinsvegar ekki öllu máli, á heimavelli eigum við að geta stjórnað þessu betur," Valsliðið var á ágætis skriði fyrir tapið í kvöld, þrír sigurleikir og eitt jafntefli í síðustu fjórum leikjum. „Við erum búnir að vera á ágætis rönni síðustu leiki en við misstum dampinn í dag. Sókninn var hikstandi allan tímann og við erum eiginlega á byrjunarreit þar. Sóknarleikurinn var mjög slakur í kvöld," Miklar breytingar voru á Valsliðinu fyrir tímabilið á meðan FH-ingar hafa flestir spilað saman lengi. „FH liðið er mjög vel samstillt lið, skemmtilegir strákar og klókir. Þeir áttu skilið að sigra þetta, þeir voru ákveðnari í leiknum þótt við höfum fengið ágætis færi að stela einhverju í lokin," Daníel: Erum að ná vel saman„Þetta var planið, leikskipulagið gekk upp í dag," sagði Daníel Freyr Andrésson, markmaður FH eftir leikinn. „Við lögðum upp með að spila sterka vörn og sóknin var góð í dag, sóknarleikurinn er að verða betri og betri með hverjum leik," FH-ingar voru lengi af stað í leiknum og vöknuðu ekki til lífs fyrr en eftir tæplega tíu mínútna leik. „Ég veit ekki afhverju við byrjuðum alveg á hælunum, við fengum á okkur fimm mörk snemma leiks. Eftir að við byrjuðum að spila almennilega vörn náðum við forskoti sem við héldum út leikinn," „Við náðum alveg að loka markinu og sóknarleikurinn okkar er svo stabíll, við fáum alltaf mörk. Í þau skipti sem þeir ógnuðu forskotinu gáfum við einfaldlega aftur í," Daníel var þakklátur fyrir varnarleik sinna manna, hávörn FH-inga var til fyrirmyndar og tók mörg skot í leiknum. „Það er gríðarlega mikilvægt, þeir eru allir búnir að vera gríðarlega góðir í vetur. Ísak og Andri hafa verið sérstaklega góðir í miðjunni sem auðveldar mér lífið. Við höfum verið að ná vel saman í vetur," sagði Daníel. Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Sjá meira
FH-ingar unnu sterkan 25-23 sigur á Valsmönnum í Vodafone höllinni í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. Góður kafli í fyrri hálfleik gaf FH-ingum forystu sem þeir misstu aldrei það sem eftir lifði leiks. Báðum liðunum var spáð góðu gengi á tímabilinu og má búast við að þau verði bæði að berjast um titilinn í lok tímabils. Valsmenn gátu með sigri jafnað FH-inga að stigum í öðru sæti en með sigri gátu FH-ingar tyllt sér á toppinn. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og voru með 5-3 forystu þegar Einar Andri Einarsson, þjálfari FH tók leikhlé á áttundu mínútu. Það virtist vera vakningin sem FH liðið þurfti, þeir skoruðu ellefu mörk gegn þremur á næstu tuttugu mínútum hálfleiksins og náðu mest sex marka forskoti. Tvö hraðaupphlaupsmörk undir lok hálfleiksins minnkuðu muninn niður í fjögur mörk fyrir Valsmenn í í stöðunni 10-14 áður en flautað var til hálfleiks. Valsmenn náðu nokkrum sinnum að minnka muninn niður í tvö mörk í seinni hálfleik en lengra komust þeir ekki. FH-ingar unnu að lokum mikilvægan sigur sem kemur þeim upp í toppsæti Olís-deildarinnar. Hlynur Morthens átti flottan leik í markinu hjá heimamönnum með 18 varin skot, þar af tvö víti. Hinumegin á vellinum átti Daníel Freyr Andrésson að vanda góðan leik með 20 varin skot. Einar Andri: Danni gefur strákunum sjálfstraust„Þetta var mjög góður dagur fyrir okkur FH-inga, við spiluðum vel á flestum sviðum í leiknum í dag. Sóknin var í lagi á meðan vörnin og markvarslan var flott í dag," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir leikinn. Gestirnir voru lengi af stað í Vodafone höllinni, Valsliðið náði 5-3 forskoti eftir átta mínútur. Við tók hinsvegar góður kafli þar sem Valsmenn náðu aðeins að skora þrjú mörk á tuttugu mínútum og FH-ingar náðu góðu forskoti. „Við vorum of ákafir í byrjun leiks, við vorum bæði að skjóta of snemma og að rjúka of mikið út í mennina í varnarleiknum. Við stilltum okkur af, færðum okkur aftar og náðum tökum á leiknum." „Við náðum að loka vörninni og Danni fór að verja. Við náðum tveimur hraðaupphlaupum og sóknarleikurinn gekk betur. Það var virkilega góður kafli og við náðum forskoti sem þeir náðu aldrei að jafna," Varnarleikur liðsins hefur verið flottur á tímabilinu og varði hávörn FH-inga mörg skot heimamanna í leiknum. „Danni gefur þeim sjálfstraust því hann hirðir boltana fljótt upp. Strákarnir eru að spila frábærlega þarna í miðri vörninni og vörnin er að virka mjög vel. Andri er auðvitað grjótharður og Ísak hefur verið að spila mjög vel," sagði Einar að lokum. Ólafur: Eigum að geta stjórnað þessu betur„Ég hefði átt von á okkur sterkari en við erum ekki sterkari en andstæðingurinn leyfir," sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals eftir leikinn. „Þeir leyfðu okkur ekki meira en þetta í þetta skiptið. Það skiptir hinsvegar ekki öllu máli, á heimavelli eigum við að geta stjórnað þessu betur," Valsliðið var á ágætis skriði fyrir tapið í kvöld, þrír sigurleikir og eitt jafntefli í síðustu fjórum leikjum. „Við erum búnir að vera á ágætis rönni síðustu leiki en við misstum dampinn í dag. Sókninn var hikstandi allan tímann og við erum eiginlega á byrjunarreit þar. Sóknarleikurinn var mjög slakur í kvöld," Miklar breytingar voru á Valsliðinu fyrir tímabilið á meðan FH-ingar hafa flestir spilað saman lengi. „FH liðið er mjög vel samstillt lið, skemmtilegir strákar og klókir. Þeir áttu skilið að sigra þetta, þeir voru ákveðnari í leiknum þótt við höfum fengið ágætis færi að stela einhverju í lokin," Daníel: Erum að ná vel saman„Þetta var planið, leikskipulagið gekk upp í dag," sagði Daníel Freyr Andrésson, markmaður FH eftir leikinn. „Við lögðum upp með að spila sterka vörn og sóknin var góð í dag, sóknarleikurinn er að verða betri og betri með hverjum leik," FH-ingar voru lengi af stað í leiknum og vöknuðu ekki til lífs fyrr en eftir tæplega tíu mínútna leik. „Ég veit ekki afhverju við byrjuðum alveg á hælunum, við fengum á okkur fimm mörk snemma leiks. Eftir að við byrjuðum að spila almennilega vörn náðum við forskoti sem við héldum út leikinn," „Við náðum alveg að loka markinu og sóknarleikurinn okkar er svo stabíll, við fáum alltaf mörk. Í þau skipti sem þeir ógnuðu forskotinu gáfum við einfaldlega aftur í," Daníel var þakklátur fyrir varnarleik sinna manna, hávörn FH-inga var til fyrirmyndar og tók mörg skot í leiknum. „Það er gríðarlega mikilvægt, þeir eru allir búnir að vera gríðarlega góðir í vetur. Ísak og Andri hafa verið sérstaklega góðir í miðjunni sem auðveldar mér lífið. Við höfum verið að ná vel saman í vetur," sagði Daníel.
Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Sjá meira