Greining fæðu- ofnæmis og fæðuóþols Björn Rúnar Lúðvíksson skrifar 9. desember 2013 07:00 Undanfarna mánuði hafa ýmsir aðilar verið áberandi í markaðssetningu á vörum sem eiga að greina á auðveldan máta fæðuofnæmi og fæðuóþol. Ljóst er að um 20–35% einstaklinga telja sig vera með fæðuofnæmi eða fæðuóþol. Hins vegar þegar ítarlegum læknisfræðilegum aðferðum hefur verið beitt á þá einstaklinga þá reynist eingöngu 1-4% þeirra vera með staðfest fæðuofnæmi. Einhver hluti þeirra sem eftir standa er með fæðuóþol sem er ekki einungis bundið við svar ónæmiskerfisins að glútenóþoli undanskildu.Greiningarleiðir skortir Sjúkdómseinkenni fæðuofnæmis eða fæðuóþols eru mismunandi og ekki eingöngu bundin við meltingarveg. Geta þau einnig birst í einkennum frá öndunarfærum, liðum, mígreni, húð og jafnvel taugakerfi svo eitthvað sé nefnt. Algengustu einkenni fæðuóþols frá meltingarvegi eru uppþemba, vindverkir, niðurgangur, ógleði, brjóstsviði, maga- og kviðverkir. Því miður hefur enn ekki tekist að koma á fót skilvirkum leiðum til að greina fæðuóþol. En þó má með sameiginlegu átaki lækna og næringarfræðinga oft finna út hvað veldur. Stöðugt eru í gangi rannsóknir til að finna nýjar og auðveldari greiningarleiðir fyrir þessa sjúkdóma.Röng greining getur haft alvarlegar afleiðingar Hins vegar er staðan enn þannig í dag að lítill hluti þeirra prófa sem hvað mest hafa verið auglýst undanfarna mánuði hafa sannanlega greiningarhæfni og því alls ekki æskileg til að meta hvort um óþol geti verið að ræða eða ekki. Ber því að vara fólk eindregið við notkun slíkra prófa þar sem reynslan hefur sannað að röng sjúkdómsgreining á fæðuóþoli getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Dæmi um rannsóknaraðferðir sem ekki hafa verið vísindalega sannreyndar til greiningar á fæðuofnæmi og fæðuóþoli eru t.d. blóðpróf sem grundvallast eingöngu á mælingu IgG, frumudrápspróf, svæðanudd, lithimnugreining og rannsóknir á hári svo eitthvað sé nefnt. Fyrir áhugasama er hægt að benda á ítarlegri greinar fyrir almenning um fæðuofnæmi og fæðuóþol á heimasíðu astma- og ofnæmisfélagsins sem hafa birst í tímariti félagsins (ao.is). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa ýmsir aðilar verið áberandi í markaðssetningu á vörum sem eiga að greina á auðveldan máta fæðuofnæmi og fæðuóþol. Ljóst er að um 20–35% einstaklinga telja sig vera með fæðuofnæmi eða fæðuóþol. Hins vegar þegar ítarlegum læknisfræðilegum aðferðum hefur verið beitt á þá einstaklinga þá reynist eingöngu 1-4% þeirra vera með staðfest fæðuofnæmi. Einhver hluti þeirra sem eftir standa er með fæðuóþol sem er ekki einungis bundið við svar ónæmiskerfisins að glútenóþoli undanskildu.Greiningarleiðir skortir Sjúkdómseinkenni fæðuofnæmis eða fæðuóþols eru mismunandi og ekki eingöngu bundin við meltingarveg. Geta þau einnig birst í einkennum frá öndunarfærum, liðum, mígreni, húð og jafnvel taugakerfi svo eitthvað sé nefnt. Algengustu einkenni fæðuóþols frá meltingarvegi eru uppþemba, vindverkir, niðurgangur, ógleði, brjóstsviði, maga- og kviðverkir. Því miður hefur enn ekki tekist að koma á fót skilvirkum leiðum til að greina fæðuóþol. En þó má með sameiginlegu átaki lækna og næringarfræðinga oft finna út hvað veldur. Stöðugt eru í gangi rannsóknir til að finna nýjar og auðveldari greiningarleiðir fyrir þessa sjúkdóma.Röng greining getur haft alvarlegar afleiðingar Hins vegar er staðan enn þannig í dag að lítill hluti þeirra prófa sem hvað mest hafa verið auglýst undanfarna mánuði hafa sannanlega greiningarhæfni og því alls ekki æskileg til að meta hvort um óþol geti verið að ræða eða ekki. Ber því að vara fólk eindregið við notkun slíkra prófa þar sem reynslan hefur sannað að röng sjúkdómsgreining á fæðuóþoli getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Dæmi um rannsóknaraðferðir sem ekki hafa verið vísindalega sannreyndar til greiningar á fæðuofnæmi og fæðuóþoli eru t.d. blóðpróf sem grundvallast eingöngu á mælingu IgG, frumudrápspróf, svæðanudd, lithimnugreining og rannsóknir á hári svo eitthvað sé nefnt. Fyrir áhugasama er hægt að benda á ítarlegri greinar fyrir almenning um fæðuofnæmi og fæðuóþol á heimasíðu astma- og ofnæmisfélagsins sem hafa birst í tímariti félagsins (ao.is).
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun