Hálfvitarnir á Íslandi Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar 4. október 2013 06:00 Haustið 2008 varð vitundarsprenging á Íslandi. Langvarandi þöggun og misvísandi skilaboð frá stjórnvöldum gerðu það að verkum að margir tóku vondar ákvarðanir í aðdraganda hrunsins og sýndu af sér hegðun sem byggði á því að fólk hélt að það byggði öðruvísi heim, heim sem var málaður upp af hrokafullum stjórnmálamönnum og hagsmunaaðilum sem höfðu ítök í fjölmiðlum. Erlendir fræðimenn skrifuðu harðorðar greinar um klíkusamfélagið Ísland þar sem forréttindastéttin fitnaði á kostnað þeirra sem af trúgirni halda að heimurinn sé öðruvísi vegna þess að þeir hlusta á rétttrúnaðarboðskap þeirra sem vilja alltaf meira. Nú þegar fimm ár eru frá hruni ganga stjórnmálamenn og forréttindahópar fram með ofbeldi gagnvart almenningi sem ekki fær að móta skoðanir út frá heilbrigðri fjölmiðlun. Forheimskandi áróður um að menntun sé í raun menntahroki og að reynsla sem í raun reynir ekki á vegna klíkutengsla jafngildi góðri menntun hefur verið í umræðunni. Hver hefur heyrt að innmúraður Framsóknarmaður hafi verið rekinn vegna afglapa í starfi eða vegna þess að hann getur ekki nýtt sér reynslu á eðlilegan hátt og hver er þá prófsteinninn? Hversu margir Framsóknarmenn eru nú um mundir að lenda í hreinsunareldi Eyglóar Harðardóttur? Í þessu landi forheimskunarinnar fagna femínistar ráðningu Gísla Marteins sem stjórnanda pólitísks umræðuþáttar á sunnudagsmorgnum. Ekki var verkefnið auglýst. Ekki fór fram umræða um það hvað skyldi haft að leiðarljósi við mótun þessarar þáttagerðar sem hefur mikil áhrif í pólitískri umræðu. Í tíð Egils Helgasonar var hlutfall kvenkyns gesta jafnan um 25%. Karlarnir fengu gjarnan að kyrja og grípa fram í fyrir kvenkyns gestum án teljandi athugasemda. Alls konar karlar fengu aðgang að almenningi með visku sína en konur þurftu helst að vera annaðhvort þingkonur eða blaðakonur til að vera gjaldgengar. Gísli Marteinn var þáttastjórnandi á RÚV í boði skattgreiðenda og reið á þeim hesti inn í pólitíkina eins og fjölmörg dæmi eru um að starfsmenn sjónvarpsstöðva hafi gert. Honum, eins og Þóru Arnórsdóttur, er skilað aftur inn á RÚV þegar draumar sem tengjast pólitísku lífi ganga ekki eftir. Vandaðir erlendir fjölmiðlar, s.s. sem BBC, tiltaka í siðareglum að þáttastjórnendur og fréttafólk megi ekki taka þátt í pólitík. Það þykir ekki samræmast lýðræðishugmyndum að fólk sem hefur verið kynnt inn í stofu til almennings með kröfu um hlutleysi fljóti á þeirri bylgju inn í pólitík og hagsmunapot. Ráðning þáttastjórnanda fyrir pólitískan umræðuþátt í opinberu sjónvarpi virðist hafa farið fram í bakherbergjum. Innmúraður Sjálfstæðismaður valinn í verkið. Og já, vitaskuld karl. Þrátt fyrir karllæga slagsíðu sem sögulega hefur fylgt þessum þætti er ekki rætt að hafa fyrirkomulagið eins og tíðkast t.d. annars staðar á Norðurlöndunum, að setja konu og karl yfir þáttinn. Heimsmynd konunnar virðist ekki eiga mikið erindi í þessum opinbera fjölmiðli þótt ekki sé hikað við að rukka konur um nefskattinn. Blygðunarlaus misbeiting á valdi. Misbeiting af þessum toga í karlasamfélaginu kallar á kynjakvóta. Það gengur gegn grundvallarhugmyndum um lýðræði að einstaklingar sem hafa komið sér á framfæri inni í stofu hjá fólki, á kostnað skattgreiðenda í gegnum fjölmiðil, ríði á þeirri öldu inn í pólitík. Það gengur gegn grundvallarhugmyndum um frjálsa skoðanamyndum að virkir þátttakendur í pólitísku flokkastarfi skuli hafa ítök í opinberum fjölmiðli og stýra pólitískri umræðu. Í lögum um Ríkisútvarp segir m.a.: Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Þéttofin klíkumenning RÚV og stjórnmála hlýtur að vekja spurningar um það til hvers verið er að setja svona lög. Sjálfstæðisflokkurinn hefur, frá kosningum í vor, verið óþreytandi við að senda RÚV og starfsmönnum RÚV skilaboð að þeim sé eins gott að fara mjúkum höndum um ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðismanna en þessi skilaboð hafa verið í anda drottningarinnar Davíðs Oddssonar. Hótana- og kúgunarkúltúrinn er enn við lýði hjá þessum stjórnmálaflokkum sem svo eftirminnilega skuldsettu ríkissjóð um þúsund milljarða í skjóli forheimskandi umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Haustið 2008 varð vitundarsprenging á Íslandi. Langvarandi þöggun og misvísandi skilaboð frá stjórnvöldum gerðu það að verkum að margir tóku vondar ákvarðanir í aðdraganda hrunsins og sýndu af sér hegðun sem byggði á því að fólk hélt að það byggði öðruvísi heim, heim sem var málaður upp af hrokafullum stjórnmálamönnum og hagsmunaaðilum sem höfðu ítök í fjölmiðlum. Erlendir fræðimenn skrifuðu harðorðar greinar um klíkusamfélagið Ísland þar sem forréttindastéttin fitnaði á kostnað þeirra sem af trúgirni halda að heimurinn sé öðruvísi vegna þess að þeir hlusta á rétttrúnaðarboðskap þeirra sem vilja alltaf meira. Nú þegar fimm ár eru frá hruni ganga stjórnmálamenn og forréttindahópar fram með ofbeldi gagnvart almenningi sem ekki fær að móta skoðanir út frá heilbrigðri fjölmiðlun. Forheimskandi áróður um að menntun sé í raun menntahroki og að reynsla sem í raun reynir ekki á vegna klíkutengsla jafngildi góðri menntun hefur verið í umræðunni. Hver hefur heyrt að innmúraður Framsóknarmaður hafi verið rekinn vegna afglapa í starfi eða vegna þess að hann getur ekki nýtt sér reynslu á eðlilegan hátt og hver er þá prófsteinninn? Hversu margir Framsóknarmenn eru nú um mundir að lenda í hreinsunareldi Eyglóar Harðardóttur? Í þessu landi forheimskunarinnar fagna femínistar ráðningu Gísla Marteins sem stjórnanda pólitísks umræðuþáttar á sunnudagsmorgnum. Ekki var verkefnið auglýst. Ekki fór fram umræða um það hvað skyldi haft að leiðarljósi við mótun þessarar þáttagerðar sem hefur mikil áhrif í pólitískri umræðu. Í tíð Egils Helgasonar var hlutfall kvenkyns gesta jafnan um 25%. Karlarnir fengu gjarnan að kyrja og grípa fram í fyrir kvenkyns gestum án teljandi athugasemda. Alls konar karlar fengu aðgang að almenningi með visku sína en konur þurftu helst að vera annaðhvort þingkonur eða blaðakonur til að vera gjaldgengar. Gísli Marteinn var þáttastjórnandi á RÚV í boði skattgreiðenda og reið á þeim hesti inn í pólitíkina eins og fjölmörg dæmi eru um að starfsmenn sjónvarpsstöðva hafi gert. Honum, eins og Þóru Arnórsdóttur, er skilað aftur inn á RÚV þegar draumar sem tengjast pólitísku lífi ganga ekki eftir. Vandaðir erlendir fjölmiðlar, s.s. sem BBC, tiltaka í siðareglum að þáttastjórnendur og fréttafólk megi ekki taka þátt í pólitík. Það þykir ekki samræmast lýðræðishugmyndum að fólk sem hefur verið kynnt inn í stofu til almennings með kröfu um hlutleysi fljóti á þeirri bylgju inn í pólitík og hagsmunapot. Ráðning þáttastjórnanda fyrir pólitískan umræðuþátt í opinberu sjónvarpi virðist hafa farið fram í bakherbergjum. Innmúraður Sjálfstæðismaður valinn í verkið. Og já, vitaskuld karl. Þrátt fyrir karllæga slagsíðu sem sögulega hefur fylgt þessum þætti er ekki rætt að hafa fyrirkomulagið eins og tíðkast t.d. annars staðar á Norðurlöndunum, að setja konu og karl yfir þáttinn. Heimsmynd konunnar virðist ekki eiga mikið erindi í þessum opinbera fjölmiðli þótt ekki sé hikað við að rukka konur um nefskattinn. Blygðunarlaus misbeiting á valdi. Misbeiting af þessum toga í karlasamfélaginu kallar á kynjakvóta. Það gengur gegn grundvallarhugmyndum um lýðræði að einstaklingar sem hafa komið sér á framfæri inni í stofu hjá fólki, á kostnað skattgreiðenda í gegnum fjölmiðil, ríði á þeirri öldu inn í pólitík. Það gengur gegn grundvallarhugmyndum um frjálsa skoðanamyndum að virkir þátttakendur í pólitísku flokkastarfi skuli hafa ítök í opinberum fjölmiðli og stýra pólitískri umræðu. Í lögum um Ríkisútvarp segir m.a.: Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Þéttofin klíkumenning RÚV og stjórnmála hlýtur að vekja spurningar um það til hvers verið er að setja svona lög. Sjálfstæðisflokkurinn hefur, frá kosningum í vor, verið óþreytandi við að senda RÚV og starfsmönnum RÚV skilaboð að þeim sé eins gott að fara mjúkum höndum um ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðismanna en þessi skilaboð hafa verið í anda drottningarinnar Davíðs Oddssonar. Hótana- og kúgunarkúltúrinn er enn við lýði hjá þessum stjórnmálaflokkum sem svo eftirminnilega skuldsettu ríkissjóð um þúsund milljarða í skjóli forheimskandi umræðu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar