Vatnsmýrin er votlendi og óhentugt byggingarland Jón Hjaltalín Magnússon skrifar 4. október 2013 06:00 Vatnsmýrin er mýri eða votlendi og því óhentugt byggingarland því víða eru um 10-20 metrar niður á fast, sem þýðir annaðhvort langar og dýrar súlur eða djúpa grunna niður á fast undir hugsanlegar byggingar, sem er mjög kostnaðarsamt og ekki heppilegt vegna jarðskjálfta. Því er það einfalt reikningsdæmi að verð íbúða í fjölbýlishúsum á slíku byggingarsvæði verður mjög dýrt vegna aukabyggingakostnaðar fyrir utan kostnað við lóðir á þessum umdeilda stað. Hugsanlegar íbúðir í Vatnsmýrinni verða því varla fyrir kennara og hvað þá nema við háskólana í nágrenninu eða lækna og sjúkraliða. Já, fyrir hverja? Mýri er landsvæði þar sem grunnvatnsstaða er há og jafnvel í yfirborði jarðvegsins. Forfeður okkar gáfu landsvæðum nöfn við hæfi og ljóst er að Vatnsmýrin var mjög mikið votlendi fyrst orðinu vatn var skeytt framan við mýrina! Sjálf mýrin er núna að miklu leyti horfin undir Reykjavíkurflugvöllinn og aðra byggð, en þó er enn töluvert eftir af henni. Fjöldi fugla verpir þar, og er varplandið friðað á þeim tímum ársins sem varp stendur yfir eins og við Norræna húsið. Vatnið í Tjörninni er að miklu leyti úr Vatnsmýrinni. Dr. Sturla Friðriksson benti á í ágætri grein í Morgunblaðinu nýlega að hætta væri á að frekari byggð í Vatnsmýrinni mundi þurrka upp Tjörnina okkar.Besti valkosturinn Framsýnir borgarfulltrúar Reykjavíkur voru þegar árið 1937 farnir að skipuleggja að byggja flugvöll í Vatnsmýrinni sem var heppilegt sléttlendi og mýrin talin ónothæf sem byggingarland. Í september 1937 var opinberlega birtur uppdráttur Gústafs E. Pálssonar verkfræðings, og síðar borgarverkfræðings Reykjavíkur, af „Flughöfn í Vatnsmýrinni í Reykjavík“. Í janúar 1939 samdi Gústaf svo ítarlega skýrslu fyrir bæjaryfirvöld þar sem gerður var samanburður á sjö valkostum í staðsetningu flugvallar fyrir Reykjavík. Niðurstaða þeirrar úttektar Gústafs var sú að mælt var með flugvelli í Vatnsmýrinni, sem talin var vera „eins ákjósanleg undir innanlandsflugvöll og frekast má vera“. Í mars 1940 mælti skipulagsnefnd Reykjavíkur með gerð flugvallar í Vatnsmýrinni sem bæjarráð samþykkti. Það var því auðsótt fyrir breska herinn að fá leyfi 1940 til að byggja flugvöll á þessu sléttlendi í Vatnsmýrinni með tilheyrandi kostnaði, sem meðal annars fólst í að keyra þúsundir vörubílshlassa af rauðamöl sem uppfyllingu fyrir flugbrautirnar fyrir orustuflugvélar, sprengi- og flutningavélar þess tíma sem ekki eru svo þungar miðað við byggingar, hvað þá háhýsi.Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Hugmyndir margra aðila, jafnvel kjörinna borgarfulltrúa, um Vatnsmýrina sem hentugt byggingarland eru algjörlega gegn almennri skynsemi! Framsýnir forfeður okkar í Reykjavík svo og kjörnir þingmenn þess tíma töldu svæðið í Vatnsmýrinni hins vegar heppilegt fyrir flugvöll eins og áður er getið. Ég er sammála öllum þeim Íslendingum sem vilja að flugvöllurinn verði áfram og í friði í Vatnsmýrinni í Reykjavík, höfuðborg allra Íslendinga. Þar gegnir hann mikilvægu hlutverki sem varanlegur innanlands- og varaflugflugvöllur millilandaflugs. Auk þess á landi sem að miklu leyti er í eigu ríkissjóðs, og því eign allra Íslendinga! Ég styð því heils hugar undirskrift www.lending.is um að flugvöllurinn verði áfram á sínum stað!Aðalskipulag höfuðborgarsvæðisins Varðandi svo kölluð aðalskipulög sveitarfélaga þá væri ánægjulegt ef öll sex sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mundu sameinast um eitt aðalskipulag fyrir framtíðina með heppilegum byggingarsvæðum alls höfuðborgarsvæðisins fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi svo og samgönguleiðir. Á sameiginlegu svæði þeirra allra eru án efa mörg hentugri byggingarsvæði en Vatnsmýrin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Vatnsmýrin er mýri eða votlendi og því óhentugt byggingarland því víða eru um 10-20 metrar niður á fast, sem þýðir annaðhvort langar og dýrar súlur eða djúpa grunna niður á fast undir hugsanlegar byggingar, sem er mjög kostnaðarsamt og ekki heppilegt vegna jarðskjálfta. Því er það einfalt reikningsdæmi að verð íbúða í fjölbýlishúsum á slíku byggingarsvæði verður mjög dýrt vegna aukabyggingakostnaðar fyrir utan kostnað við lóðir á þessum umdeilda stað. Hugsanlegar íbúðir í Vatnsmýrinni verða því varla fyrir kennara og hvað þá nema við háskólana í nágrenninu eða lækna og sjúkraliða. Já, fyrir hverja? Mýri er landsvæði þar sem grunnvatnsstaða er há og jafnvel í yfirborði jarðvegsins. Forfeður okkar gáfu landsvæðum nöfn við hæfi og ljóst er að Vatnsmýrin var mjög mikið votlendi fyrst orðinu vatn var skeytt framan við mýrina! Sjálf mýrin er núna að miklu leyti horfin undir Reykjavíkurflugvöllinn og aðra byggð, en þó er enn töluvert eftir af henni. Fjöldi fugla verpir þar, og er varplandið friðað á þeim tímum ársins sem varp stendur yfir eins og við Norræna húsið. Vatnið í Tjörninni er að miklu leyti úr Vatnsmýrinni. Dr. Sturla Friðriksson benti á í ágætri grein í Morgunblaðinu nýlega að hætta væri á að frekari byggð í Vatnsmýrinni mundi þurrka upp Tjörnina okkar.Besti valkosturinn Framsýnir borgarfulltrúar Reykjavíkur voru þegar árið 1937 farnir að skipuleggja að byggja flugvöll í Vatnsmýrinni sem var heppilegt sléttlendi og mýrin talin ónothæf sem byggingarland. Í september 1937 var opinberlega birtur uppdráttur Gústafs E. Pálssonar verkfræðings, og síðar borgarverkfræðings Reykjavíkur, af „Flughöfn í Vatnsmýrinni í Reykjavík“. Í janúar 1939 samdi Gústaf svo ítarlega skýrslu fyrir bæjaryfirvöld þar sem gerður var samanburður á sjö valkostum í staðsetningu flugvallar fyrir Reykjavík. Niðurstaða þeirrar úttektar Gústafs var sú að mælt var með flugvelli í Vatnsmýrinni, sem talin var vera „eins ákjósanleg undir innanlandsflugvöll og frekast má vera“. Í mars 1940 mælti skipulagsnefnd Reykjavíkur með gerð flugvallar í Vatnsmýrinni sem bæjarráð samþykkti. Það var því auðsótt fyrir breska herinn að fá leyfi 1940 til að byggja flugvöll á þessu sléttlendi í Vatnsmýrinni með tilheyrandi kostnaði, sem meðal annars fólst í að keyra þúsundir vörubílshlassa af rauðamöl sem uppfyllingu fyrir flugbrautirnar fyrir orustuflugvélar, sprengi- og flutningavélar þess tíma sem ekki eru svo þungar miðað við byggingar, hvað þá háhýsi.Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Hugmyndir margra aðila, jafnvel kjörinna borgarfulltrúa, um Vatnsmýrina sem hentugt byggingarland eru algjörlega gegn almennri skynsemi! Framsýnir forfeður okkar í Reykjavík svo og kjörnir þingmenn þess tíma töldu svæðið í Vatnsmýrinni hins vegar heppilegt fyrir flugvöll eins og áður er getið. Ég er sammála öllum þeim Íslendingum sem vilja að flugvöllurinn verði áfram og í friði í Vatnsmýrinni í Reykjavík, höfuðborg allra Íslendinga. Þar gegnir hann mikilvægu hlutverki sem varanlegur innanlands- og varaflugflugvöllur millilandaflugs. Auk þess á landi sem að miklu leyti er í eigu ríkissjóðs, og því eign allra Íslendinga! Ég styð því heils hugar undirskrift www.lending.is um að flugvöllurinn verði áfram á sínum stað!Aðalskipulag höfuðborgarsvæðisins Varðandi svo kölluð aðalskipulög sveitarfélaga þá væri ánægjulegt ef öll sex sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mundu sameinast um eitt aðalskipulag fyrir framtíðina með heppilegum byggingarsvæðum alls höfuðborgarsvæðisins fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi svo og samgönguleiðir. Á sameiginlegu svæði þeirra allra eru án efa mörg hentugri byggingarsvæði en Vatnsmýrin!
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun