
Trú, skoðun og kærleikur
„Ekki er kristið fólk á Gay Pride að mótmæla samkynhneigð“
Þessi setning kom fram í umræðu um mannréttindahátíðina Glæstar vonir sem var haldin í Laugardal. Þar kom fólk saman til að minnast þess hvað það er mikilvægt að mannréttindi séu til staðar í samfélagi manna, jafnt á Íslandi sem í öllum heiminum.
En á sama tíma var önnur samkoma, Hátíð vonar, haldin í Laugardalnum. Það hefur verið mikið gagnrýnt að predikaranum Franklin Graham hafi verið boðið að halda ræðu þar. Hann hefur hlotið gagnrýni meðal annars fyrir það að predika gegn hjónabandi samkynhneigðra og að samkynhneigð sé synd að hans mati.
Hann vil eiga þann rétt að vera þeirrar skoðunar.
Þegar ég les þetta orð, skoðun, er eins og heilinn á mér snarhemli og ég finn mig stara á orðið. Ég á erfitt með að skilja setninguna í heild sinni. Það að líkja saman trú og skoðun og kynhneigð þykir mér furðulegt.
Skoðun eru jú eitthvað sem ég mynda mér. Trú er eitthvað sem ég uppgötva, ekki af völdum skoðana. Kynhneigð er hvorki trú né skoðun. Það er ekki hægt að velja trú, hana finnur maður. Ef ég trúi á einhvern guð, eða ekki, þá er það ekki vegna þess að ég ákvað það, heldur vegna þess að ég einfaldlega trúi eða trúi ekki. Ég ákveð heldur ekki kynhneigð mína og því er ekki hægt að hafa skoðun á henni.
Ég ákvað ekki að fæðast sem manneskja, móðir mín og faðir eru manneskjur og þess vegna getur enginn verið þeirra skoðunar að ég sé hvalur eða fiðrildi. Ég er það sem ég fæðist og finn og hugsa. Ég trúi því sem ég trúi, ekki því sem mér er kennt. Skoðun er allt annað mál. Ég hef til dæmis þá skoðun að mér finnst nýju gleraugun mín rosalega flott. Því má alveg mótmæla og rökræða fram og til baka.
Kynhneigð ætti ekki að skipta máli. Ætti ekki að þurfa að vera til umræðu. Það kemur foreldrum mínum ekkert við hvort ég sé samkynhneigður eða ekki. Það sama á við um systkin mín, ömmur og afa, vini, bekkjarfélaga, viðskiptavini og aðra einstaklinga.
Eina undantekningin er einstaklingar sem verða hrifnir af mér. Ef einhver verður hrifinn af mér er mikilvægt fyrir þá manneskju að vita hvort ég geti endurgoldið tilfinninguna, en annars ekki.
Í fullkomnu samfélagi væri engin þörf á því að „koma út úr skápnum“. Skápurinn væri einfaldlega ekki til. Allir myndu vera inni í sama rými og njóta sjálfsagðra mannréttinda.
Skoðun

Von í Vonarskarði
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Þjóð gegn þjóðarmorði
Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar

Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu??
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar
Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar

Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun?
Íris E. Gísladóttir skrifar

Þegar öllu er á botninn hvolft
Ingólfur Sverrisson skrifar

Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi
Gunnar Pétur Haraldsson skrifar

Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Á hvaða ári er Inga Sæland stödd?
Snorri Másson skrifar

Eru börn innviðir?
Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar

Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist
Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar

Körfubolti á tímum þjóðarmorðs
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Draugagangur í Alaska
Hannes Pétursson skrifar

Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða
Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar

Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum
Ægir Lúðvíksson skrifar

76 dagar
Erlingur Sigvaldason skrifar

Í minningu körfuboltahetja
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði?
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Húsnæðisbæturnar sem hurfu
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Hjartans mál í kennslu
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Sporin þín Valtýr
Soffía Sigurðardóttir skrifar

Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs
Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar
Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Sjallar og lyklaborðið
Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar

Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt
Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar

„Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Verndun vatns og stjórn vatnamála
Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar