Opið bréf til borgarstjóra og menntamálaráðherra Sigríður Hallsteinsdóttir skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Ég á tvö börn í grunnskóla og eitt í leikskóla og er ég sjálf umsjónarkennari átján barna í 1. bekk. Nemendur mínir eru frábærir og oftast finnst mér gaman í vinnunni. Ég tel mig gera mitt besta til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, en þegar ég horfi til baka þessi tíu ár sem ég hef verið við kennslu þá veit ég að ég hef ekki sinnt nemendum mínum eins og „skóli án aðgreiningar“ gerir ráð fyrir. Það er ekki af því ég hef ekki viljað það heldur af því að mér hafa ekki verið skapaðar þær aðstæður til að vinna í svo ég geti það. Í grunnskólana þarf fleiri sérhæfða aðila sem hafa þekkingu og ekki síður reynslu til að vinna með þann fjölbreytileika sem er í grunnskólum borgarinnar. Umsjónarkennari eyðir sífellt stærri hluta af hverri kennslustund í að sinna sértækum hegðunar- og námserfiðleikum fárra nemenda sem gerir það að verkum að hinn hluti nemenda fær sífellt minni tíma – en þeir eiga samt sama rétt sem þýðir að við göngum smátt og smátt á þeirra rétt. Í dag finnst mér „skóli án aðgreiningar“ hvorki vera að virka fyrir þá nemendur sem hafa hegðunarerfiðleika eða þroskaskerðingar á einhvern hátt né þessa „normal“ nemendur. Margir þrífast ekki í stórum bekkjum og ef þeir eru inni í bekk skerða þeir vinnuskilyrði annarra nemenda með áreiti og hegðun. En munum að allir eiga rétt á að líða vel í skóla og að þeim sé skapað öruggt vinnuumhverfi – líka þessum „normal“ nemendum.Komið til móts við þarfir Ég veit nokkur dæmi þess að nemendur hafa farið úr grunnskóla án aðgreiningar yfir í Klettaskóla (áður Öskjuhlíðarskóli) og liðið miklu betur. Það er ekki vegna þess að kennarar eða starfsfólk var vont við þá eða fannst þeir ekki hluti af nemendum sínum, heldur af því í Klettaskóla er hægt að koma til móts við þarfir hvers og eins – þar eru sérfræðingar og bekkjarstærðir í takt við þarfir nemenda. Sérfræðingar fyrir almennu grunnskólana í Reykjavík eru staðsettir á þjónustumiðstöðvum hverfanna. Þeirra helsta hlutverk er að funda með kennurum og þeim aðilum sem koma að nemendum og gefa þeim ráð – vissulega koma oft góð ráð, en spurningin sem kemur svo í framhaldinu er oft sú hvort þetta sé framkvæmanlegt inni í bekk með yfir 20 aðra nemendur sem þurfa líka sína þjónustu. Það er eins og það sé einhver skekkja í þessu – við höfum ekki mannskap og úrræði í grunnskólum Reykjavíkur til að vinna eftir þessum ráðum án þess að ganga á hlut hins „normal“ nemanda. Ég er ekki ein um að hafa áhyggjur af því hvert við erum að stefna með grunnskólana í Reykjavík. Því spyr ég, háttvirtur borgarstjóri Jón Gnarr, hvernig standi á að þetta sé svona? Ertu á leiðinni að setja meira fjármagn í skólana til að „skóli án aðgreiningar“ verði framkvæmanlegri stefna en hún er í dag? Hvað segir háttvirtur menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir? Er þetta af því að einhverjir „sérfræðingar“ úti í bæ segja að þetta sé gott? Eru þessir „sérfræðingar“ meðvitaðir um það sem er að gerast innan veggja grunnskólanna? Hvað er til ráða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég á tvö börn í grunnskóla og eitt í leikskóla og er ég sjálf umsjónarkennari átján barna í 1. bekk. Nemendur mínir eru frábærir og oftast finnst mér gaman í vinnunni. Ég tel mig gera mitt besta til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, en þegar ég horfi til baka þessi tíu ár sem ég hef verið við kennslu þá veit ég að ég hef ekki sinnt nemendum mínum eins og „skóli án aðgreiningar“ gerir ráð fyrir. Það er ekki af því ég hef ekki viljað það heldur af því að mér hafa ekki verið skapaðar þær aðstæður til að vinna í svo ég geti það. Í grunnskólana þarf fleiri sérhæfða aðila sem hafa þekkingu og ekki síður reynslu til að vinna með þann fjölbreytileika sem er í grunnskólum borgarinnar. Umsjónarkennari eyðir sífellt stærri hluta af hverri kennslustund í að sinna sértækum hegðunar- og námserfiðleikum fárra nemenda sem gerir það að verkum að hinn hluti nemenda fær sífellt minni tíma – en þeir eiga samt sama rétt sem þýðir að við göngum smátt og smátt á þeirra rétt. Í dag finnst mér „skóli án aðgreiningar“ hvorki vera að virka fyrir þá nemendur sem hafa hegðunarerfiðleika eða þroskaskerðingar á einhvern hátt né þessa „normal“ nemendur. Margir þrífast ekki í stórum bekkjum og ef þeir eru inni í bekk skerða þeir vinnuskilyrði annarra nemenda með áreiti og hegðun. En munum að allir eiga rétt á að líða vel í skóla og að þeim sé skapað öruggt vinnuumhverfi – líka þessum „normal“ nemendum.Komið til móts við þarfir Ég veit nokkur dæmi þess að nemendur hafa farið úr grunnskóla án aðgreiningar yfir í Klettaskóla (áður Öskjuhlíðarskóli) og liðið miklu betur. Það er ekki vegna þess að kennarar eða starfsfólk var vont við þá eða fannst þeir ekki hluti af nemendum sínum, heldur af því í Klettaskóla er hægt að koma til móts við þarfir hvers og eins – þar eru sérfræðingar og bekkjarstærðir í takt við þarfir nemenda. Sérfræðingar fyrir almennu grunnskólana í Reykjavík eru staðsettir á þjónustumiðstöðvum hverfanna. Þeirra helsta hlutverk er að funda með kennurum og þeim aðilum sem koma að nemendum og gefa þeim ráð – vissulega koma oft góð ráð, en spurningin sem kemur svo í framhaldinu er oft sú hvort þetta sé framkvæmanlegt inni í bekk með yfir 20 aðra nemendur sem þurfa líka sína þjónustu. Það er eins og það sé einhver skekkja í þessu – við höfum ekki mannskap og úrræði í grunnskólum Reykjavíkur til að vinna eftir þessum ráðum án þess að ganga á hlut hins „normal“ nemanda. Ég er ekki ein um að hafa áhyggjur af því hvert við erum að stefna með grunnskólana í Reykjavík. Því spyr ég, háttvirtur borgarstjóri Jón Gnarr, hvernig standi á að þetta sé svona? Ertu á leiðinni að setja meira fjármagn í skólana til að „skóli án aðgreiningar“ verði framkvæmanlegri stefna en hún er í dag? Hvað segir háttvirtur menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir? Er þetta af því að einhverjir „sérfræðingar“ úti í bæ segja að þetta sé gott? Eru þessir „sérfræðingar“ meðvitaðir um það sem er að gerast innan veggja grunnskólanna? Hvað er til ráða?
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar