Fegurðin í ljótleikanum Arndís Þórarinsdóttir skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Hilmir Snær Guðnason í hlutverki sínu í Fyrirheitna landinu. Leiklist. Fyrirheitna landið. Höfundur: Jez Butterworth. Mikael Torfason þýddi. Aðalhlutverk: Hilmir Snær Guðnason. Leikstjóri: Guðjón Pedersen. Þjóðleikhúsið Þegar tjöldin sviptast frá stóra sviðinu blasir við mikið laufskrúð og niðurníddur langferðabíll. Út úr bílnum skjögrar drykkjulúinn maður, leikinn af Hilmi Snæ Guðnasyni. Söguþráður Fyrirheitna landsins – Jerúsalem þjónar fyrst og fremst því hlutverki að draga upp þessa persónu, nútímaútlagans Johnny Rooster Byron. Smám saman kynnast áhorfendur honum betur, sjá á honum fleiri hliðar og skilningur þeirra á honum dýpkar. Í verkinu verður bræðingur hins forna enska dulmagns, í formi risa, orkulína og Stonehenge og kúltúrs, bæði unglingadrykkju og atvinnuleysis, sem er svo áberandi í bresku samfélagi í dag. Úr þessu verður óvenjustór heild, heimur verksins verður allt um lykjandi. Þýðing Mikaels Torfasonar var oftast nær mjög fín, óheflað orðbragð án þess að verða tilgerðarlegt. En þó við sjáum stöðugt fleiri hliðar á Johnny Byron má velta því upp hvort rúm hefði mátt finna í sýningunni til þess að spila betur á tilfinningar áhorfenda í hans garð? Maðurinn er auðvitað gjörsamlega óþolandi, hann selur ólögráða börnum fíkniefni, kynslóðum saman, hann hýsir krakka sem strjúka að heiman, hann hleypur undan öllum skyldum, hann lendir í slagsmálum, gerir eignaspjöll og er óþolandi í samfélaginu, en þó er erfitt að fá á honum almennilega óbeit nokkurs staðar í verkinu. Hann er heillandi en breyskur, sjálfum sér verstur, en umhyggjusamur í garð annarra. Eins þverstæðukennt og það hljómar eftir þessa upptalningu er Johnny Byron of heilsteypt persóna frá upphafi, það hefði verið skemmtilegra að kynnast honum ögn hægar. Verkið er tækifæri fyrir góðan leikara til þess að brillera. Og það má alveg slá því föstu að Hilmir Snær geri það. Göngulagið og raddbeitingin draga fram þennan rúmlega miðaldra dópsala strax í fyrstu senunni og áhorfendur kokgleypa þennan hæfileikaríka gallagrip strax frá upphafi. Önnur hlutverk eru ómótaðri. Baldur Trausti Hreinsson lék gamlan drykkjubróður, kráareigandann Wesley, sem gaf ágæta hugmynd um það hvernig menn á borð við Johnny geta spjarað sig þegar best lætur: Ekki mjög vel. Baldur Trausti fór vel með þennan látlausa hliðarharmleik. Af krakkastóðinu sem sækir í Johnny er Ævar Þór eftirminnilegastur í hlutverki slátrara sem var vart af barnsaldri, dró upp áleitna og eftirminnilega mynd af ungum manni í blindgötu. Því þar er allt þetta fólk – í blindgötu. Allir binda vonir sínar við að einn úr hópnum sleppi úr landi, en jafnvel það virðist feigðarflan. Sýningin er hálfur fjórði klukkutími með tveimur hléum. Þetta er ansi vel í lagt af hálfu höfundar, þó það sé heillandi að dvelja heilan sólarhring í félagsskap Johnnys og drykkjusystkina hans. Drykkjurausið verður stundum langdregið og eitthvað fækkaði nú í salnum eftir seinna hlé. En þeir sem eftir sátu fengu laun erfiðisins, Johnny Rooster Byron grefur um sig í hugskotinu og situr þar dögum saman. Sviðsetning Guðjóns Pedersens er mjög flott og leikmynd Finns Arnars Arnarsonar algjört listaverk. Strætisvagn Johnny er þar mættur í fullri stærð, upp úr honum vex myndarlegt eikartré og úr verður heillandi blanda hins náttúrulega og niðurníðslu af mannavöldum. Dálítið eins og Johnny sjálfur.Niðurstaða: Hilmir Snær sýnir stjörnuleik í heillandi mannlýsingu þó verkið sé eflaust ekki allra. Gagnrýni Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Leiklist. Fyrirheitna landið. Höfundur: Jez Butterworth. Mikael Torfason þýddi. Aðalhlutverk: Hilmir Snær Guðnason. Leikstjóri: Guðjón Pedersen. Þjóðleikhúsið Þegar tjöldin sviptast frá stóra sviðinu blasir við mikið laufskrúð og niðurníddur langferðabíll. Út úr bílnum skjögrar drykkjulúinn maður, leikinn af Hilmi Snæ Guðnasyni. Söguþráður Fyrirheitna landsins – Jerúsalem þjónar fyrst og fremst því hlutverki að draga upp þessa persónu, nútímaútlagans Johnny Rooster Byron. Smám saman kynnast áhorfendur honum betur, sjá á honum fleiri hliðar og skilningur þeirra á honum dýpkar. Í verkinu verður bræðingur hins forna enska dulmagns, í formi risa, orkulína og Stonehenge og kúltúrs, bæði unglingadrykkju og atvinnuleysis, sem er svo áberandi í bresku samfélagi í dag. Úr þessu verður óvenjustór heild, heimur verksins verður allt um lykjandi. Þýðing Mikaels Torfasonar var oftast nær mjög fín, óheflað orðbragð án þess að verða tilgerðarlegt. En þó við sjáum stöðugt fleiri hliðar á Johnny Byron má velta því upp hvort rúm hefði mátt finna í sýningunni til þess að spila betur á tilfinningar áhorfenda í hans garð? Maðurinn er auðvitað gjörsamlega óþolandi, hann selur ólögráða börnum fíkniefni, kynslóðum saman, hann hýsir krakka sem strjúka að heiman, hann hleypur undan öllum skyldum, hann lendir í slagsmálum, gerir eignaspjöll og er óþolandi í samfélaginu, en þó er erfitt að fá á honum almennilega óbeit nokkurs staðar í verkinu. Hann er heillandi en breyskur, sjálfum sér verstur, en umhyggjusamur í garð annarra. Eins þverstæðukennt og það hljómar eftir þessa upptalningu er Johnny Byron of heilsteypt persóna frá upphafi, það hefði verið skemmtilegra að kynnast honum ögn hægar. Verkið er tækifæri fyrir góðan leikara til þess að brillera. Og það má alveg slá því föstu að Hilmir Snær geri það. Göngulagið og raddbeitingin draga fram þennan rúmlega miðaldra dópsala strax í fyrstu senunni og áhorfendur kokgleypa þennan hæfileikaríka gallagrip strax frá upphafi. Önnur hlutverk eru ómótaðri. Baldur Trausti Hreinsson lék gamlan drykkjubróður, kráareigandann Wesley, sem gaf ágæta hugmynd um það hvernig menn á borð við Johnny geta spjarað sig þegar best lætur: Ekki mjög vel. Baldur Trausti fór vel með þennan látlausa hliðarharmleik. Af krakkastóðinu sem sækir í Johnny er Ævar Þór eftirminnilegastur í hlutverki slátrara sem var vart af barnsaldri, dró upp áleitna og eftirminnilega mynd af ungum manni í blindgötu. Því þar er allt þetta fólk – í blindgötu. Allir binda vonir sínar við að einn úr hópnum sleppi úr landi, en jafnvel það virðist feigðarflan. Sýningin er hálfur fjórði klukkutími með tveimur hléum. Þetta er ansi vel í lagt af hálfu höfundar, þó það sé heillandi að dvelja heilan sólarhring í félagsskap Johnnys og drykkjusystkina hans. Drykkjurausið verður stundum langdregið og eitthvað fækkaði nú í salnum eftir seinna hlé. En þeir sem eftir sátu fengu laun erfiðisins, Johnny Rooster Byron grefur um sig í hugskotinu og situr þar dögum saman. Sviðsetning Guðjóns Pedersens er mjög flott og leikmynd Finns Arnars Arnarsonar algjört listaverk. Strætisvagn Johnny er þar mættur í fullri stærð, upp úr honum vex myndarlegt eikartré og úr verður heillandi blanda hins náttúrulega og niðurníðslu af mannavöldum. Dálítið eins og Johnny sjálfur.Niðurstaða: Hilmir Snær sýnir stjörnuleik í heillandi mannlýsingu þó verkið sé eflaust ekki allra.
Gagnrýni Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira