Írinn borgar þrjár íbúðir en Íslendingurinn tvær Haraldur Ólafsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Fáar þjóðsögur eru lífseigari en sú að lánsfé sé óhemju dýrt á Íslandi, nema ef vera skyldi sú saga að með innlimun landsins í Evrópusambandið opnist flóðgáttir ódýrra peninga sem rigna muni yfir Íslendinga. Viðskiptablaðið hefur eftir ummæli Björgvins G. Sigurðssonar á Alþingi 13. mars sl. um að Íslendingar greiði sem nemur aukaíbúð umfram aðra í formi hárra vaxta. Í Fréttablaðinu 10. apríl segir Magnús Orri Schram að Íslendingar borgi miklu meira fyrir íbúðir en aðrir. Ekki ósvipað stef kveður Mörður Árnason í Fréttablaðinu 18. apríl og margir aðrir hafa haft svipuð orð, oft í sama mund og vistin í Evrópusambandinu er lofuð og prísuð. Raunvextir mæla verð á lánsfé, en það eru vextir að frádreginni verðbólgu. 7% vextir í 5% verðbólgu samsvara nærri 2% raunvöxtum. Fáir mundu telja slíkt leiguverð á peningum tilefni til sárra kvartana, þótt einhverjum gæti þótt 7% hátt hlutfall við fyrstu sýn. Miðað við verðbólgu 2012 og lán með föstum vöxtum til 5 ára í Arion banka eru raunvextir húsnæðisláns á Íslandi 2,3%. Í því evrulandi sem næst okkur er, Írlandi, eru raunvextir húsnæðislána í Írlandsbanka reiknaðir með sama hætti 3,6%. Að gefnum þessum forsendum óbreyttum og eins að tekið sé kúlulán fyrir öllu kaupverðinu má segja til samræmis við það orðfæri sem nú er vinsælt að eftir 30 ár borgi Íslendingurinn tæpar tvær íbúðir en Írinn tæpar þrjár íbúðir. Ekkert segir þó að þessi munur geti ekki breyst í hvora áttina sem er. Eins má vafalaust finna staði í Evrópu þar sem kjörin eru ýmist lakari eða betri fyrir lántaka en í Írlandsbanka. Íslendingar sem tekið hafa óverðtryggð lán hafa undanfarin ár borgað ívið minna fyrir húsnæðislán en ýmsir aðrir íbúar Evrópu, en það hefur ekki alltaf verið þannig. Raunvextir á Íslandi hafa oft verið1-2 prósentustigum hærri en í nágrannalöndunum. Það ætti ekki að koma á óvart. Vextir ráðast m.a. af aldri einstaklinga í samfélaginu og vilja til sparnaðar, en hvorugt vinnur með lágum vöxtum á Íslandi. Ekki er á hinn bóginn augljóst samhengi milli stærðar myntsvæða og raunvaxta, enda eru raunvextir ekki bara breytilegir í tíma heldur líka milli landa á sama myntsvæði og jafnvel milli hreppa í sama landi. Eins er peningur misdýr eftir því hver lánar. Það þekkja þeir sem flutt hafa viðskipti sín milli banka eða sjóða á Íslandi. Einhvern tímann gæti sú staða komið upp að verð á lánsfé verði hátt á Íslandi, svo hátt að menn vilji grípa í taumana. Þá eru hæg heimatökin, því til er kerfi vaxtabóta og fjármagnstekjuskatts sem stilla má með einu pennastriki. Nú þegar er það kerfi reyndar keyrt á fullu þrátt fyrir að raunvextir séu lágir. Nú er það svo að fyrrnefndir frambjóðendur sem tóku til máls um verð á lánsfé eru sómamenn, enda hafa þeir allir gefið kost á sér til að sinna fremur vanþakklátum þjónustustörfum fyrir þjóðina. Skiljanlega hafa þeir ekki haft tækifæri til að fara yfir skrýtnar vaxtatölur sem sveima um í umræðunni eins og draugar að nóttu. Þeim gefst vonandi góður tími til þess eftir kosningar. Aðrir ákafamenn um innlimun Íslands í Evrópusambandið ættu svo að leita að öðrum og betri rökum en að með aðild Íslands komi miklir og ódýrir leigupeningar. Sú leit gæti reynst erfið og þá er hægast að hætta henni og snúa sér að þarfari málum. Það yrði auðvitað best fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Haraldur Ólafsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Fáar þjóðsögur eru lífseigari en sú að lánsfé sé óhemju dýrt á Íslandi, nema ef vera skyldi sú saga að með innlimun landsins í Evrópusambandið opnist flóðgáttir ódýrra peninga sem rigna muni yfir Íslendinga. Viðskiptablaðið hefur eftir ummæli Björgvins G. Sigurðssonar á Alþingi 13. mars sl. um að Íslendingar greiði sem nemur aukaíbúð umfram aðra í formi hárra vaxta. Í Fréttablaðinu 10. apríl segir Magnús Orri Schram að Íslendingar borgi miklu meira fyrir íbúðir en aðrir. Ekki ósvipað stef kveður Mörður Árnason í Fréttablaðinu 18. apríl og margir aðrir hafa haft svipuð orð, oft í sama mund og vistin í Evrópusambandinu er lofuð og prísuð. Raunvextir mæla verð á lánsfé, en það eru vextir að frádreginni verðbólgu. 7% vextir í 5% verðbólgu samsvara nærri 2% raunvöxtum. Fáir mundu telja slíkt leiguverð á peningum tilefni til sárra kvartana, þótt einhverjum gæti þótt 7% hátt hlutfall við fyrstu sýn. Miðað við verðbólgu 2012 og lán með föstum vöxtum til 5 ára í Arion banka eru raunvextir húsnæðisláns á Íslandi 2,3%. Í því evrulandi sem næst okkur er, Írlandi, eru raunvextir húsnæðislána í Írlandsbanka reiknaðir með sama hætti 3,6%. Að gefnum þessum forsendum óbreyttum og eins að tekið sé kúlulán fyrir öllu kaupverðinu má segja til samræmis við það orðfæri sem nú er vinsælt að eftir 30 ár borgi Íslendingurinn tæpar tvær íbúðir en Írinn tæpar þrjár íbúðir. Ekkert segir þó að þessi munur geti ekki breyst í hvora áttina sem er. Eins má vafalaust finna staði í Evrópu þar sem kjörin eru ýmist lakari eða betri fyrir lántaka en í Írlandsbanka. Íslendingar sem tekið hafa óverðtryggð lán hafa undanfarin ár borgað ívið minna fyrir húsnæðislán en ýmsir aðrir íbúar Evrópu, en það hefur ekki alltaf verið þannig. Raunvextir á Íslandi hafa oft verið1-2 prósentustigum hærri en í nágrannalöndunum. Það ætti ekki að koma á óvart. Vextir ráðast m.a. af aldri einstaklinga í samfélaginu og vilja til sparnaðar, en hvorugt vinnur með lágum vöxtum á Íslandi. Ekki er á hinn bóginn augljóst samhengi milli stærðar myntsvæða og raunvaxta, enda eru raunvextir ekki bara breytilegir í tíma heldur líka milli landa á sama myntsvæði og jafnvel milli hreppa í sama landi. Eins er peningur misdýr eftir því hver lánar. Það þekkja þeir sem flutt hafa viðskipti sín milli banka eða sjóða á Íslandi. Einhvern tímann gæti sú staða komið upp að verð á lánsfé verði hátt á Íslandi, svo hátt að menn vilji grípa í taumana. Þá eru hæg heimatökin, því til er kerfi vaxtabóta og fjármagnstekjuskatts sem stilla má með einu pennastriki. Nú þegar er það kerfi reyndar keyrt á fullu þrátt fyrir að raunvextir séu lágir. Nú er það svo að fyrrnefndir frambjóðendur sem tóku til máls um verð á lánsfé eru sómamenn, enda hafa þeir allir gefið kost á sér til að sinna fremur vanþakklátum þjónustustörfum fyrir þjóðina. Skiljanlega hafa þeir ekki haft tækifæri til að fara yfir skrýtnar vaxtatölur sem sveima um í umræðunni eins og draugar að nóttu. Þeim gefst vonandi góður tími til þess eftir kosningar. Aðrir ákafamenn um innlimun Íslands í Evrópusambandið ættu svo að leita að öðrum og betri rökum en að með aðild Íslands komi miklir og ódýrir leigupeningar. Sú leit gæti reynst erfið og þá er hægast að hætta henni og snúa sér að þarfari málum. Það yrði auðvitað best fyrir alla.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar