Hvað viltu verða? Preben Jón Pétursson skrifar 26. apríl 2013 17:00 Eitt af þeim vandamálum sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir er hversu hátt hlutfall nemenda hættir námi á framhalds- og jafnvel háskólastigi. Þessi vandi er ekki nýr af nálinni og nær brottfall nemenda á framhaldsskólastigi allt aftur til níunda áratugarins. Brottfall nemenda er ekki aðeins kostnaðarsamt fyrir samfélagið heldur dregur það einnig úr lífsgæðum viðkomandi og hefur áhrif á sjálfsmyndina. Í rannsóknum sem gerðar hafa verið hér á landi kemur fram að 40% ungmenna hafa ekki lokið framhaldsskóla við 24 ára aldur. Það er mun hærra hlutfall en annars staðar á Norðurlöndunum. Talið er að brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi sé allt að 20%. Þeir nemendur sem hætta í námi fara á mis við mörg tækifæri og búa við lakari framtíðarhorfur á vinnumarkaði en jafnaldrar þeirra sem ljúka framhaldsskóla. Á undanförnum árum hefur þeim námsbrautum sem eru í boði á framhaldsskólastigi fjölgað gríðarlega. Hér er ekki aðeins verið að tala um bóknám heldur líka verknámsbrautir. Eitt af því sem Björt framtíð leggur áherslu á er að komið verði á fót upplýsingagátt um þau störf sem eru í boði á vinnumarkaðnum og hvaða námsbrautir sé best að velja í viðkomandi starf. Á upplýsingagáttinni væri einnig hægt að fá upplýsingar um stöðuna innan ákveðinna atvinnugreina, hvort um er að ræða vöxt eða samdrátt og hlutfall atvinnulausra í viðkomandi starfsstétt. Til að treysta grunn þess konar gagnagrunns er mikilvægt að sem flestir skólar, starfsgreinasamtök og fagfélög komi að verkefninu. Með slíkum gagnagrunni yrði hægt að tengja atvinnulífið og menntakerfið mun betur en nú er gert. Gagnagrunnurinn myndi auðvelda unglingum og foreldrum þeirra að fá upplýsingar um námsbrautir og þau störf sem bjóðast að loknu námi. Þá mætti bæta við upplýsingum um launakjör, vinnutíma o.þ.h. Rannsóknir hafa sýnt að vel upplýstur unglingur er líklegri til að ljúka námi og þannig minnka líkur á brottfalli. Gagnagrunnur sem þessi myndi einnig auðvelda starf námsráðgjafa á grunnskólastigi sem hafa til þessa þurft að reiða sig á heimasíður. Mikið af tíma þeirra fer í að skoða heimasíður framhaldsskóla, en þar má fá upplýsingar um námsbrautir án nokkurrar tengingar við atvinnulífið. Það er umhugsunarvert að sífellt fleiri nemendur sækja á bóknámsbrautir framhaldsskóla og nám á háskólastigi og allmargir þeirra hafa kannski ekki skýra framtíðarsýn hvað nám varðar eða hvaða tækifæri bjóðast að námu loknu. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um aukið vægi verknáms á Íslandi er ásóknin eftir sem áður mest í bóknám. Verknámsskólar þurfa að gera sig mun sýnilegri til að kynna nám sitt fyrir grunnskólanemum. Gagnagrunnur gæti, ef vel er að staðið, gert nám sem lítil ásókn hefur verið í til þessa mun sýnilegra, svo sem nám sem leiðir til starfsréttinda þar sem jafnvel hefur verið skortur á starfsfólki. Fyrir utan allt annað er brottfall léleg nýting á fjármunum, sem eru allt of naumt skammtaðir í menntakerfinu í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Eitt af þeim vandamálum sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir er hversu hátt hlutfall nemenda hættir námi á framhalds- og jafnvel háskólastigi. Þessi vandi er ekki nýr af nálinni og nær brottfall nemenda á framhaldsskólastigi allt aftur til níunda áratugarins. Brottfall nemenda er ekki aðeins kostnaðarsamt fyrir samfélagið heldur dregur það einnig úr lífsgæðum viðkomandi og hefur áhrif á sjálfsmyndina. Í rannsóknum sem gerðar hafa verið hér á landi kemur fram að 40% ungmenna hafa ekki lokið framhaldsskóla við 24 ára aldur. Það er mun hærra hlutfall en annars staðar á Norðurlöndunum. Talið er að brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi sé allt að 20%. Þeir nemendur sem hætta í námi fara á mis við mörg tækifæri og búa við lakari framtíðarhorfur á vinnumarkaði en jafnaldrar þeirra sem ljúka framhaldsskóla. Á undanförnum árum hefur þeim námsbrautum sem eru í boði á framhaldsskólastigi fjölgað gríðarlega. Hér er ekki aðeins verið að tala um bóknám heldur líka verknámsbrautir. Eitt af því sem Björt framtíð leggur áherslu á er að komið verði á fót upplýsingagátt um þau störf sem eru í boði á vinnumarkaðnum og hvaða námsbrautir sé best að velja í viðkomandi starf. Á upplýsingagáttinni væri einnig hægt að fá upplýsingar um stöðuna innan ákveðinna atvinnugreina, hvort um er að ræða vöxt eða samdrátt og hlutfall atvinnulausra í viðkomandi starfsstétt. Til að treysta grunn þess konar gagnagrunns er mikilvægt að sem flestir skólar, starfsgreinasamtök og fagfélög komi að verkefninu. Með slíkum gagnagrunni yrði hægt að tengja atvinnulífið og menntakerfið mun betur en nú er gert. Gagnagrunnurinn myndi auðvelda unglingum og foreldrum þeirra að fá upplýsingar um námsbrautir og þau störf sem bjóðast að loknu námi. Þá mætti bæta við upplýsingum um launakjör, vinnutíma o.þ.h. Rannsóknir hafa sýnt að vel upplýstur unglingur er líklegri til að ljúka námi og þannig minnka líkur á brottfalli. Gagnagrunnur sem þessi myndi einnig auðvelda starf námsráðgjafa á grunnskólastigi sem hafa til þessa þurft að reiða sig á heimasíður. Mikið af tíma þeirra fer í að skoða heimasíður framhaldsskóla, en þar má fá upplýsingar um námsbrautir án nokkurrar tengingar við atvinnulífið. Það er umhugsunarvert að sífellt fleiri nemendur sækja á bóknámsbrautir framhaldsskóla og nám á háskólastigi og allmargir þeirra hafa kannski ekki skýra framtíðarsýn hvað nám varðar eða hvaða tækifæri bjóðast að námu loknu. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um aukið vægi verknáms á Íslandi er ásóknin eftir sem áður mest í bóknám. Verknámsskólar þurfa að gera sig mun sýnilegri til að kynna nám sitt fyrir grunnskólanemum. Gagnagrunnur gæti, ef vel er að staðið, gert nám sem lítil ásókn hefur verið í til þessa mun sýnilegra, svo sem nám sem leiðir til starfsréttinda þar sem jafnvel hefur verið skortur á starfsfólki. Fyrir utan allt annað er brottfall léleg nýting á fjármunum, sem eru allt of naumt skammtaðir í menntakerfinu í dag.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun