Á vængjum óttans Þröstur Ólafsson skrifar 19. febrúar 2013 06:00 Það mun hafa verið Matthías Johannessen sem svaraði spurningu um afstöðu sína til ESB á þann veg að hjartað segði nei en heilinn já. Þetta svar er kjarninn í viðhorfi margra Íslendinga í þessu máli. Hugsunin sér kostina og greinir gallana en hjartað hýsir óvissuna og óttann. Þessi tvíhyggja milli mannsandans og hjartans er það andskot sem mannskepnan verður að rogast með og velja á milli. Þessi átök leiða af sér viðvarandi óttatilfinningu. Við rekjum mörg stórátök mannkynssögunnar til þess að annar hvor helftin fór hamförum. Skynsemishyggjan ofbauð tilfinningaforða hjartans, sem óttaðist að tapa áttum, eða tilfinningakraftur óttans gat kæft öll skynsemisrök. Trúarbrögð skírskota nær eingöngu til hjartans, til tilfinninga sem breytt er í trúarlega afstöðu. Þau trúarbrögð sem lengst ganga útiloka veraldlega skynsemi úr mannheimum og stýra lýðnum með trúarsetningum. Þær eru afar handhægar, því þær verða hvorki sannaðar né afsannaðar. Stór hluti fólks hugsar með hjartanu. Það lætur tilfinningarnar og tilfinningasemina ráða för sinni. Í heimi stjórnmálanna býður þetta upp á ákjósanleg tækifæri fyrir lýðskrumara. Pólitísk hugmyndafræði gerir beinlínis út á að fá fólk til að trúa, ekki hugsa. Skynsemisstjórnmál eru oftast munaðarlítil þegar kynt er undir tilfinningahita.Mannsandinn eða hjartað Þessi tvíhyggja kemur í annarri myndbirtingu fram hjá Kristi, þegar hann svaraði. „Gjaldið keisaranum það sem keisarans er, en guði það sem guðs er.“ Þessi setning er lykillinn að þróunarsögu Vestursins og sem greinir það kyrfilega frá Austrinu, og þá er ég ekki að tala um áttamörk kalda stríðsins. Skýrast kom þetta fram í því að Drottinn kristinna manna var bæði mannsson og Guðsson. Þetta segir að veraldleg hugsun átti að vega salt við yfirskilvitlegar tilfinningar. Þetta samlífi var oft brösugt í gegnum tíðina. Það skiptust á friður og ófriður. Lokahnykkinn í veraldarvæðingu kristindómsins tók svo þýski munkurinn Lúther. Í nútíma vesturevrópsku samfélagi er komið á nokkuð gott jafnvægi milli áhrifa veraldar- og trúarhyggju. Það heyrist jafnvel stundum, að veraldarhyggjan sé allt að kæfa. Í flestum íslömskum ríkjum er þessu öfugt farið. Þar sem kennisetningar kóransins ríkja hefur trúar- og tilfinningasviðið kæft alla veraldlega skynsemi. Þess vegna hefur þróun í átt að meiri velferð og almennri velmegun ekki átt sér stað í þeim löndum, svo ekki sé minnst á jafnrétti og frelsi. Hjartað og guð almáttugur auka ekki endilega á veraldlega velferð. Þau eru hins vegar afar mikilvægur hluti tilverunnar.Fullveldisrán sem framtíðarsýn Þessi átök milli heilans og hjartans, hugsunar og tilfinninga, geisa nú hér á landi. Tvær átakafylkingar skírskota til andstæðra hughrifa í baráttu um skoðanir landsmanna um aðildina að ESB. Annars vegar eru það þeir sem reyna að beita rökum skynseminnar fyrir því að aukin velferð okkar og velgengni í framtíð sé háð því að við verðum aðilar að ESB. Reynt er að leggja skynsemismat á kosti og vankanta. Nýta sér m.a. reynslu annarra þjóða. Hins vegar eru það þeir sem skírskota með málflutningi sínum til óttans, til hjartans. Í átökunum um uppkastið 1908 var sagt að aðferð andstæðinga þess væri að „vekja upp drauga, skapa grýlur, - þyrla upp ryki og reyna á allar lundir að vekja hræðslu og tortryggni … ásamt gömlu vopnunum: skrökinu, hártogunum og blekkingum.“ Í átökunum nú er búin til hrollvekja þar sem flest eftirsóknarverð gæði hérlendis verða færð útlendingum. Þjóðinni er sagt að niðurstaða úr samningaviðræðunum sé fyrir fram ákveðin og hún sé ekki glæsileg; íslenskur landbúnaður leggist af, fiskimiðin afhent útlendingum og þjóðin verði rænd fullveldinu, sjálfu fjöregginu. Slík framtíðarsýn vekur að sjálfsögðu ótta og geðshræringu, eins og að er stefnt. Gagnvart þessari nístandi ógnvekju á tilfinningasnautt skynsemistal undir högg að sækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Það mun hafa verið Matthías Johannessen sem svaraði spurningu um afstöðu sína til ESB á þann veg að hjartað segði nei en heilinn já. Þetta svar er kjarninn í viðhorfi margra Íslendinga í þessu máli. Hugsunin sér kostina og greinir gallana en hjartað hýsir óvissuna og óttann. Þessi tvíhyggja milli mannsandans og hjartans er það andskot sem mannskepnan verður að rogast með og velja á milli. Þessi átök leiða af sér viðvarandi óttatilfinningu. Við rekjum mörg stórátök mannkynssögunnar til þess að annar hvor helftin fór hamförum. Skynsemishyggjan ofbauð tilfinningaforða hjartans, sem óttaðist að tapa áttum, eða tilfinningakraftur óttans gat kæft öll skynsemisrök. Trúarbrögð skírskota nær eingöngu til hjartans, til tilfinninga sem breytt er í trúarlega afstöðu. Þau trúarbrögð sem lengst ganga útiloka veraldlega skynsemi úr mannheimum og stýra lýðnum með trúarsetningum. Þær eru afar handhægar, því þær verða hvorki sannaðar né afsannaðar. Stór hluti fólks hugsar með hjartanu. Það lætur tilfinningarnar og tilfinningasemina ráða för sinni. Í heimi stjórnmálanna býður þetta upp á ákjósanleg tækifæri fyrir lýðskrumara. Pólitísk hugmyndafræði gerir beinlínis út á að fá fólk til að trúa, ekki hugsa. Skynsemisstjórnmál eru oftast munaðarlítil þegar kynt er undir tilfinningahita.Mannsandinn eða hjartað Þessi tvíhyggja kemur í annarri myndbirtingu fram hjá Kristi, þegar hann svaraði. „Gjaldið keisaranum það sem keisarans er, en guði það sem guðs er.“ Þessi setning er lykillinn að þróunarsögu Vestursins og sem greinir það kyrfilega frá Austrinu, og þá er ég ekki að tala um áttamörk kalda stríðsins. Skýrast kom þetta fram í því að Drottinn kristinna manna var bæði mannsson og Guðsson. Þetta segir að veraldleg hugsun átti að vega salt við yfirskilvitlegar tilfinningar. Þetta samlífi var oft brösugt í gegnum tíðina. Það skiptust á friður og ófriður. Lokahnykkinn í veraldarvæðingu kristindómsins tók svo þýski munkurinn Lúther. Í nútíma vesturevrópsku samfélagi er komið á nokkuð gott jafnvægi milli áhrifa veraldar- og trúarhyggju. Það heyrist jafnvel stundum, að veraldarhyggjan sé allt að kæfa. Í flestum íslömskum ríkjum er þessu öfugt farið. Þar sem kennisetningar kóransins ríkja hefur trúar- og tilfinningasviðið kæft alla veraldlega skynsemi. Þess vegna hefur þróun í átt að meiri velferð og almennri velmegun ekki átt sér stað í þeim löndum, svo ekki sé minnst á jafnrétti og frelsi. Hjartað og guð almáttugur auka ekki endilega á veraldlega velferð. Þau eru hins vegar afar mikilvægur hluti tilverunnar.Fullveldisrán sem framtíðarsýn Þessi átök milli heilans og hjartans, hugsunar og tilfinninga, geisa nú hér á landi. Tvær átakafylkingar skírskota til andstæðra hughrifa í baráttu um skoðanir landsmanna um aðildina að ESB. Annars vegar eru það þeir sem reyna að beita rökum skynseminnar fyrir því að aukin velferð okkar og velgengni í framtíð sé háð því að við verðum aðilar að ESB. Reynt er að leggja skynsemismat á kosti og vankanta. Nýta sér m.a. reynslu annarra þjóða. Hins vegar eru það þeir sem skírskota með málflutningi sínum til óttans, til hjartans. Í átökunum um uppkastið 1908 var sagt að aðferð andstæðinga þess væri að „vekja upp drauga, skapa grýlur, - þyrla upp ryki og reyna á allar lundir að vekja hræðslu og tortryggni … ásamt gömlu vopnunum: skrökinu, hártogunum og blekkingum.“ Í átökunum nú er búin til hrollvekja þar sem flest eftirsóknarverð gæði hérlendis verða færð útlendingum. Þjóðinni er sagt að niðurstaða úr samningaviðræðunum sé fyrir fram ákveðin og hún sé ekki glæsileg; íslenskur landbúnaður leggist af, fiskimiðin afhent útlendingum og þjóðin verði rænd fullveldinu, sjálfu fjöregginu. Slík framtíðarsýn vekur að sjálfsögðu ótta og geðshræringu, eins og að er stefnt. Gagnvart þessari nístandi ógnvekju á tilfinningasnautt skynsemistal undir högg að sækja.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun