Kaupa Kínverjar Fisker? Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2013 11:15 Fisker Karma vegur 2,4 tonn en eyðir aðeins 4,5 lítrum á hundraðið. Kínverska bílafyrirtækið Dongfeng hefur gert Fisker Automotive tilboð í 85% eignarhlut í Kaliforníska tvinnbílaframleiðandanum. Hljómar það uppá 350 milljón dollar, eða 45 milljarða króna. Fleiri hafa reyndar boðið í fyrirtækið en talið er að tilboð Dongfeng sé það besta. Fisker framleiðir sportbíla sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni, en Fisker hefur ekki framleitt einn einasta bíl síðastliðna 7 mánuði þar sem birgi Fisker á rafgeymum, A123 Systems, fór á kúpuna og leitar Fisker nú hófana hjá öðrum framleiðendum rafgeyma. Bílar Fisker, sem bera nú nafnið Fisker Karma eru engin smásmíði, þeir vega 2,4 tonn en eyða samt aðeins 4,5 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri, en kosta 100.000 dollara stykkið eða um 13 milljónir króna. Um 2.000 Fisker Karma bílar hafa verið afhentir eigendum sínum til þessa. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent
Fisker Karma vegur 2,4 tonn en eyðir aðeins 4,5 lítrum á hundraðið. Kínverska bílafyrirtækið Dongfeng hefur gert Fisker Automotive tilboð í 85% eignarhlut í Kaliforníska tvinnbílaframleiðandanum. Hljómar það uppá 350 milljón dollar, eða 45 milljarða króna. Fleiri hafa reyndar boðið í fyrirtækið en talið er að tilboð Dongfeng sé það besta. Fisker framleiðir sportbíla sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni, en Fisker hefur ekki framleitt einn einasta bíl síðastliðna 7 mánuði þar sem birgi Fisker á rafgeymum, A123 Systems, fór á kúpuna og leitar Fisker nú hófana hjá öðrum framleiðendum rafgeyma. Bílar Fisker, sem bera nú nafnið Fisker Karma eru engin smásmíði, þeir vega 2,4 tonn en eyða samt aðeins 4,5 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri, en kosta 100.000 dollara stykkið eða um 13 milljónir króna. Um 2.000 Fisker Karma bílar hafa verið afhentir eigendum sínum til þessa.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent