Flugvöllurinn sem hvarf Karl Hinrik Jósafatsson skrifar 5. september 2013 06:00 Árum saman hefur staðsetning Reykjavíkurflugvallar verið mikið hitamál og ýmsar ólíkar skoðanir komið fram um framtíð hans. Þessa stundina virðast flestir horfa eingöngu á tvo möguleika, þ.e. að annaðhvort verði flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni eða að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur. Að mínu mati eru margir ókostir við báðar þessar hugmyndir og því langar mig að benda á aðra lausn sem gæti komið okkur út úr þeirri sjálfheldu sem málið er nú fast í. Það væri mikill kostur ef hægt væri að finna lausn á flugvallarmálinu sem allir gætu sætt sig við. Hugmyndin sem ég vil leggja til hefur ekki verið skoðuð áður, a.m.k. ekki í þeirri mynd sem birtist hér. Áður fyrr hefur sá möguleiki verið skoðaður að setja nýjan flugvöll á uppfyllingu úti í Skerjafirði en mörgum finnst sú lausn of dýr. Útgáfan sem ég vil leggja til er mun ódýrari, hugsanlega helmingi ódýrari. Hún felst í því að sleppa uppfyllingunni að mestu en reisa í staðinn stífluveggi sem ramma flugbrautirnar inn og halda sjónum úti. Til þess að búa til þurrt svæði í Skerjafirðinum fyrir tvær flugbrautir þarf aðeins að reisa um sjö kílómetra af stífluveggjum. Flugbrautirnar sjálfar yrðu tveimur til þremur metrum undir sjávarmáli. Einhverjir gætu haldið að það sé stórhættulegt að fara þessa leið, vegna hættu á að sjórinn myndi flæða yfir flugvöllinn, en til að svara þeim áhyggjum nægir að benda á að ríflega helmingur af yfirborði Hollands er undir sjávarmáli. Schiphol-flugvöllur er t.d. þremur metrum undir sjávarmáli en hann er í fjórða sæti yfir umferðarmestu flugvelli Evrópu. Það ætti ekki að vera mikið mál að dæla út sjónum af þessu litla svæði sem flugbrautirnar myndu taka í Skerjafirðinum og halda þeim þurrum. Flugstöðin yrði aftur á móti á uppfyllingu, enda tekur hún mun minna pláss en flugbrautirnar. Stífluveggirnir yrðu hafðir nógu háir til þess að öldugangur í verstu veðrum næði ekki yfir stífluna. Það hefði auk þess í för með sér að flugvöllurinn sæist varla frá íbúðarsvæðum í nágrenninu. Hugsanlega væri hægt að sjá í stél stærstu flugvéla, allt annað væri í hvarfi á bak við stíflurnar. Veggirnir myndu einnig draga mikið úr öllum hávaða frá flugvélunum. Þegar sú hugmynd kom upphaflega fram að flytja flugvöllinn út í Skerjafjörðinn lýstu einhverjir yfir áhyggjum vegna sjávarseltu og töldu að hún hefði slæm áhrif á flugvélarnar. Til að svara því vil ég benda á að margir flugvellir eru við sjó eða liggja að hluta til úti í sjó á uppfyllingu. Staðir þar sem þetta á við eru t.d. San Francisco, Tókíó, San Diego, New York, Boston, Kansai og Madeira. Ekki hef ég heyrt að sjávarseltan sé stórt vandamál við þessa flugvelli. Auk þess eru flugvélarnar ekki nema lítinn hluta af tímanum á flugvellinum, mestallan tímann eru þær á flugi milli áfangastaða. Kostirnir við að setja Reykjavíkurflugvöll út í Skerjafjörðinn eru margir: • Flestir landsmenn og höfuðborgarbúar gætu sætt sig við þessa lausn. • Umhverfisraskið er lítið, aðeins brot af Skerjafirðinum færi undir flugbrautir. • Flugvöllurinn sæist varla frá nágrenninu og hávaðinn yrði lítill. • Sjúkraflug yrði áfram í Reykjavík. • Uppbygging í Vatnsmýrinni getur hafist. • Vegtenging yfir á Álftanes kæmi í framhaldi af stífluveggnum sem yrði innst í Skerjafirðinum, hvort sem það yrði gert með brú eða örstuttum göngum. Þetta er mikið öryggisatriði fyrir íbúa í vesturbæ Reykjavíkur og Seltjarnarness. Auk þess myndi þessi vegtenging stytta leiðina að flugvellinum fyrir alla þá sem búa vestan við Reykjavík. • Hægt væri að stækka flugvöllinn í Skerjafirði síðar meir, ef sátt næðist um það, þannig að hann nýttist sem millilandaflugvöllur. Frá því að umræðan um framtíð Reykjavíkurflugvallar hófst hef ég verið á þeirri skoðun að hann eigi að fara úr Vatnsmýrinni en alls ekki fara af höfuðborgarsvæðinu. Þessi hugmynd er lögð fram til þess að benda á að til eru fleiri leiðir en þær sem helst er rætt um þessa dagana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Árum saman hefur staðsetning Reykjavíkurflugvallar verið mikið hitamál og ýmsar ólíkar skoðanir komið fram um framtíð hans. Þessa stundina virðast flestir horfa eingöngu á tvo möguleika, þ.e. að annaðhvort verði flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni eða að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur. Að mínu mati eru margir ókostir við báðar þessar hugmyndir og því langar mig að benda á aðra lausn sem gæti komið okkur út úr þeirri sjálfheldu sem málið er nú fast í. Það væri mikill kostur ef hægt væri að finna lausn á flugvallarmálinu sem allir gætu sætt sig við. Hugmyndin sem ég vil leggja til hefur ekki verið skoðuð áður, a.m.k. ekki í þeirri mynd sem birtist hér. Áður fyrr hefur sá möguleiki verið skoðaður að setja nýjan flugvöll á uppfyllingu úti í Skerjafirði en mörgum finnst sú lausn of dýr. Útgáfan sem ég vil leggja til er mun ódýrari, hugsanlega helmingi ódýrari. Hún felst í því að sleppa uppfyllingunni að mestu en reisa í staðinn stífluveggi sem ramma flugbrautirnar inn og halda sjónum úti. Til þess að búa til þurrt svæði í Skerjafirðinum fyrir tvær flugbrautir þarf aðeins að reisa um sjö kílómetra af stífluveggjum. Flugbrautirnar sjálfar yrðu tveimur til þremur metrum undir sjávarmáli. Einhverjir gætu haldið að það sé stórhættulegt að fara þessa leið, vegna hættu á að sjórinn myndi flæða yfir flugvöllinn, en til að svara þeim áhyggjum nægir að benda á að ríflega helmingur af yfirborði Hollands er undir sjávarmáli. Schiphol-flugvöllur er t.d. þremur metrum undir sjávarmáli en hann er í fjórða sæti yfir umferðarmestu flugvelli Evrópu. Það ætti ekki að vera mikið mál að dæla út sjónum af þessu litla svæði sem flugbrautirnar myndu taka í Skerjafirðinum og halda þeim þurrum. Flugstöðin yrði aftur á móti á uppfyllingu, enda tekur hún mun minna pláss en flugbrautirnar. Stífluveggirnir yrðu hafðir nógu háir til þess að öldugangur í verstu veðrum næði ekki yfir stífluna. Það hefði auk þess í för með sér að flugvöllurinn sæist varla frá íbúðarsvæðum í nágrenninu. Hugsanlega væri hægt að sjá í stél stærstu flugvéla, allt annað væri í hvarfi á bak við stíflurnar. Veggirnir myndu einnig draga mikið úr öllum hávaða frá flugvélunum. Þegar sú hugmynd kom upphaflega fram að flytja flugvöllinn út í Skerjafjörðinn lýstu einhverjir yfir áhyggjum vegna sjávarseltu og töldu að hún hefði slæm áhrif á flugvélarnar. Til að svara því vil ég benda á að margir flugvellir eru við sjó eða liggja að hluta til úti í sjó á uppfyllingu. Staðir þar sem þetta á við eru t.d. San Francisco, Tókíó, San Diego, New York, Boston, Kansai og Madeira. Ekki hef ég heyrt að sjávarseltan sé stórt vandamál við þessa flugvelli. Auk þess eru flugvélarnar ekki nema lítinn hluta af tímanum á flugvellinum, mestallan tímann eru þær á flugi milli áfangastaða. Kostirnir við að setja Reykjavíkurflugvöll út í Skerjafjörðinn eru margir: • Flestir landsmenn og höfuðborgarbúar gætu sætt sig við þessa lausn. • Umhverfisraskið er lítið, aðeins brot af Skerjafirðinum færi undir flugbrautir. • Flugvöllurinn sæist varla frá nágrenninu og hávaðinn yrði lítill. • Sjúkraflug yrði áfram í Reykjavík. • Uppbygging í Vatnsmýrinni getur hafist. • Vegtenging yfir á Álftanes kæmi í framhaldi af stífluveggnum sem yrði innst í Skerjafirðinum, hvort sem það yrði gert með brú eða örstuttum göngum. Þetta er mikið öryggisatriði fyrir íbúa í vesturbæ Reykjavíkur og Seltjarnarness. Auk þess myndi þessi vegtenging stytta leiðina að flugvellinum fyrir alla þá sem búa vestan við Reykjavík. • Hægt væri að stækka flugvöllinn í Skerjafirði síðar meir, ef sátt næðist um það, þannig að hann nýttist sem millilandaflugvöllur. Frá því að umræðan um framtíð Reykjavíkurflugvallar hófst hef ég verið á þeirri skoðun að hann eigi að fara úr Vatnsmýrinni en alls ekki fara af höfuðborgarsvæðinu. Þessi hugmynd er lögð fram til þess að benda á að til eru fleiri leiðir en þær sem helst er rætt um þessa dagana.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar