Snýst ekki um fáeina fulla og skrýtna listamenn Jakob Bjarnar skrifar 5. september 2013 13:38 Halla Helgadóttir: Þar af er sett í það sem kallað er menning og listir, menningarstarfsemi í landinu, í kringum 10 milljarðar króna. Í umræðunni um framlag hins opinbera til listastarfsemi gætir misskilnings og tölur sem fleygt hefur verið fram eru fjarri öllum sanni. Þetta segir Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri sem kom að gerð skýrslu um einmitt þetta. Hún segir að fé sem fari beint til listamanna ekki mikið. Krafa Gríms Gíslasonar, miðstjórnarmanns í Sjálfstæðiflokknum, þess efnis að skorið verði hraustlega niður til lista og menningarmála í þeim fjárlögum sem nú er verið að sjóða saman í fjármálaráðuneytinu, hefur valdið talsverðu uppnámi víða. Grímur hafði heyrt því fleygt að til málaflokksins færu 40 til 60 milljarðar og vill klípa hraustlega af þeirri upphæð. Þarna gætir verulegrar ónákvæmni. Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri er einn höfunda skýrslu sem lögð var fram og kynnt árið 2012 en þar var einmitt reynt að ná utan um þetta atriði. „Þessi skýrsla var kynnt haustið 2012 en hún hafði verið unnin fyrir tilstuðlan mennta- og menningarmálaráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins. Hún reynir að varpa ljósi á raunverulegt fjármagn sem ríkið setur í skapandi greinar. Þarna koma raunverulega tölur fram. Flókið var að vinna hana og erfitt að fá þessar tölur. En við náðum utan um allar tölur frá ríkinu og borginni en ekki sveitarfélögunum.“ Halla segir tölur sem nefndar hafa verið, og menn miða við í umræðunni, út úr öllu korti: 40 til 60 milljarðar eru fjarri öllum sanni. „Algjörlega. Heildarfjárframlag til mennta og menningarmála á Íslandi, og er þá allt talið, á bilinu 60 til 70 milljarðar. Þar af er sett í það sem kallað er menning og listir, menningarstarfsemi í landinu, í kringum 10 milljarðar króna. Stærstu liðirnir í þeirri tölu eru Ríkisútvarpið sem eru 2 til 3 milljarðar, nú er ég ekki alveg með þetta nákvæmlega; svo þjóðmenningin eða menningararfurinn sem er í kringum tveir milljarðar. Eftir standa um fimm milljarðar sem eru leikhúsin og öll tónlistin... stærstu póstarnir í því eru í raun stofnanir. Framlög til listamanna, sem margir vilja láta trufla sig, eru í raun ekki mjög mikil; í samkeppnissjóði og í listamannalaun og slíkt.“Úr skýrslunni þar sem sundurgreint er opinbert fé sem rennur til skapandi greina.Halla segir það öfugsnúið að tala um þetta sem styrki því þetta sé í raun fjárfesting í menningu og listum. „Út frá þessu framlagi skapast gríðarleg verðmæti, og nú er ég ekki að vísa til menningarlegra verðmæta, heldur bara um peningaleg verðmæti. Þau eru mjög mikil. Geirinn í heild, það kemur fram í skýrslunni, veltir í kringum 190 milljörðum. Tíu þúsund manns vinna við þetta, fólk með heimili og börn. Kjósendur líka. Umræðan er á villigötum og byggir á ótrúlega gamaldags sjónarmiðum.“ Ef menn horfa til afleiddra starfa þá eru þau mörg og mikil. Halla telur nær lagi að fjárfesta meira í þessum skapandi greinum sem eru mjög vaxandi og þjóðhagslega hagkvæm. Hún áttar sig ekki á því hvers vegna þetta fer svona fyrir brjóstið á mörgum. „Æji, hvað á maður að segja? Ég held að þetta sé í fyrsta lagi auðvelt að benda í þessa átt. Það er erfitt að skera niður í ríkisfjármálum. Það er óvinsælt. Fólk virðist halda að þetta snúist um einhverja nokkra skrýtna listamenn. Gamla mýtan um listamanninn sem situr á kaffihúsi, hálf fullur og gerir ekki neitt og er bara að fíflast.“ Halla telur þetta byggja á ótrúlega gamaldags hugmyndum eins og þeim að fólk sem vinnur ekki vaktavinnu eða milli níu til fimm sé til fárra fiska. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Í umræðunni um framlag hins opinbera til listastarfsemi gætir misskilnings og tölur sem fleygt hefur verið fram eru fjarri öllum sanni. Þetta segir Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri sem kom að gerð skýrslu um einmitt þetta. Hún segir að fé sem fari beint til listamanna ekki mikið. Krafa Gríms Gíslasonar, miðstjórnarmanns í Sjálfstæðiflokknum, þess efnis að skorið verði hraustlega niður til lista og menningarmála í þeim fjárlögum sem nú er verið að sjóða saman í fjármálaráðuneytinu, hefur valdið talsverðu uppnámi víða. Grímur hafði heyrt því fleygt að til málaflokksins færu 40 til 60 milljarðar og vill klípa hraustlega af þeirri upphæð. Þarna gætir verulegrar ónákvæmni. Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri er einn höfunda skýrslu sem lögð var fram og kynnt árið 2012 en þar var einmitt reynt að ná utan um þetta atriði. „Þessi skýrsla var kynnt haustið 2012 en hún hafði verið unnin fyrir tilstuðlan mennta- og menningarmálaráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins. Hún reynir að varpa ljósi á raunverulegt fjármagn sem ríkið setur í skapandi greinar. Þarna koma raunverulega tölur fram. Flókið var að vinna hana og erfitt að fá þessar tölur. En við náðum utan um allar tölur frá ríkinu og borginni en ekki sveitarfélögunum.“ Halla segir tölur sem nefndar hafa verið, og menn miða við í umræðunni, út úr öllu korti: 40 til 60 milljarðar eru fjarri öllum sanni. „Algjörlega. Heildarfjárframlag til mennta og menningarmála á Íslandi, og er þá allt talið, á bilinu 60 til 70 milljarðar. Þar af er sett í það sem kallað er menning og listir, menningarstarfsemi í landinu, í kringum 10 milljarðar króna. Stærstu liðirnir í þeirri tölu eru Ríkisútvarpið sem eru 2 til 3 milljarðar, nú er ég ekki alveg með þetta nákvæmlega; svo þjóðmenningin eða menningararfurinn sem er í kringum tveir milljarðar. Eftir standa um fimm milljarðar sem eru leikhúsin og öll tónlistin... stærstu póstarnir í því eru í raun stofnanir. Framlög til listamanna, sem margir vilja láta trufla sig, eru í raun ekki mjög mikil; í samkeppnissjóði og í listamannalaun og slíkt.“Úr skýrslunni þar sem sundurgreint er opinbert fé sem rennur til skapandi greina.Halla segir það öfugsnúið að tala um þetta sem styrki því þetta sé í raun fjárfesting í menningu og listum. „Út frá þessu framlagi skapast gríðarleg verðmæti, og nú er ég ekki að vísa til menningarlegra verðmæta, heldur bara um peningaleg verðmæti. Þau eru mjög mikil. Geirinn í heild, það kemur fram í skýrslunni, veltir í kringum 190 milljörðum. Tíu þúsund manns vinna við þetta, fólk með heimili og börn. Kjósendur líka. Umræðan er á villigötum og byggir á ótrúlega gamaldags sjónarmiðum.“ Ef menn horfa til afleiddra starfa þá eru þau mörg og mikil. Halla telur nær lagi að fjárfesta meira í þessum skapandi greinum sem eru mjög vaxandi og þjóðhagslega hagkvæm. Hún áttar sig ekki á því hvers vegna þetta fer svona fyrir brjóstið á mörgum. „Æji, hvað á maður að segja? Ég held að þetta sé í fyrsta lagi auðvelt að benda í þessa átt. Það er erfitt að skera niður í ríkisfjármálum. Það er óvinsælt. Fólk virðist halda að þetta snúist um einhverja nokkra skrýtna listamenn. Gamla mýtan um listamanninn sem situr á kaffihúsi, hálf fullur og gerir ekki neitt og er bara að fíflast.“ Halla telur þetta byggja á ótrúlega gamaldags hugmyndum eins og þeim að fólk sem vinnur ekki vaktavinnu eða milli níu til fimm sé til fárra fiska.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira