Batmobile fór á 596 milljónir 20. janúar 2013 11:00 Sá sem breytti bílnum hefur átt hann frá upphafi. Hinn upprunanlegi Batmobile seldist á uppboði í Bandaríkjunum í gær fyrir 4.620.000 dollara, eða tæpar 600 milljónir króna. Bíllinn er frá árinu 1966. Seljandinn er sá sem breytti þessum Lincoln Futura Concept í Batmobile fyrir Batman sjónvarpsþætti og leikarinn Adam West ók um á í Gotham og eltist við illmenni. Eigandinn heitir George Barris og hefur átt bílinn alveg frá upphafi. Hann keypti Lincoln bílinn af Ford, sem framleiðir Lincoln bíla, árið 1965 á 1 dollar, hvernig sem hann fór að því. Hann hefur því ávaxtað pund sitt vel, eða dollar öllu heldur og næstum fimm milljónfaldað hann. Hann fer því vafalaust hlæjandi í bankann á morgun og leysir út tékkann stóra. Bíllinn seldist á Barrett-Jackson bílauppboðinu í Scottsdale í Arizona. Lincoln bíllinn er af árgerð 1955 og er einmitt með réttu stílhrifin af bílum þess tíma, ógnarstór og með „vængi". Barris fékk aðeins þrjár vikur og 15.000 dollara til þess að breyta bílnum árið 1965 fyrir tökur á Batmanþáttunum og tókst bara ágætlega til.George Barris við sköpunarverk sitt Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent
Sá sem breytti bílnum hefur átt hann frá upphafi. Hinn upprunanlegi Batmobile seldist á uppboði í Bandaríkjunum í gær fyrir 4.620.000 dollara, eða tæpar 600 milljónir króna. Bíllinn er frá árinu 1966. Seljandinn er sá sem breytti þessum Lincoln Futura Concept í Batmobile fyrir Batman sjónvarpsþætti og leikarinn Adam West ók um á í Gotham og eltist við illmenni. Eigandinn heitir George Barris og hefur átt bílinn alveg frá upphafi. Hann keypti Lincoln bílinn af Ford, sem framleiðir Lincoln bíla, árið 1965 á 1 dollar, hvernig sem hann fór að því. Hann hefur því ávaxtað pund sitt vel, eða dollar öllu heldur og næstum fimm milljónfaldað hann. Hann fer því vafalaust hlæjandi í bankann á morgun og leysir út tékkann stóra. Bíllinn seldist á Barrett-Jackson bílauppboðinu í Scottsdale í Arizona. Lincoln bíllinn er af árgerð 1955 og er einmitt með réttu stílhrifin af bílum þess tíma, ógnarstór og með „vængi". Barris fékk aðeins þrjár vikur og 15.000 dollara til þess að breyta bílnum árið 1965 fyrir tökur á Batmanþáttunum og tókst bara ágætlega til.George Barris við sköpunarverk sitt
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent