Fjöldauppsagnir ríkisins á ungum vísindamönnum Vísindamenn skrifa skrifar 24. október 2013 06:00 Samkvæmt fjárlagafrumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er stefnt að um 30-40% niðurskurði á nýjum framlögum til Rannsóknarsjóðs Rannís verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Þetta eru alvarleg tíðindi fyrir íslenskt samfélag og þá sérstaklega fyrir unga vísindamenn, en sjóðurinn stendur að miklu leyti undir launakostnaði þeirra. Um 80% af því fjármagni sem veitt er úr Rannsóknasjóði árlega, fer í laun til ungra vísindamanna sem eru í framhaldsnámi við íslenska háskóla, eru nýdoktorar eða jafnvel með enn meiri reynslu en gegna tímabundnum störfum. Atvinnuöryggi ungra vísindamanna er nánast ekkert og reiða þeir sig mjög á styrki frá Rannís til fjármögnunar launa sinna. Þessi niðurskurður sem nú er efnt til í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 jafngildir því að um 30-40 ungum vísindamönnum verði sagt upp störfum með áframhaldandi uppsögnum næstu tvö árin. Afleiðingar þessa eru óumdeilanlegar. Íslenskt samfélag hefur tjaldað miklu til við þjálfun ungs íslensks vísindafólks sem nú mun ekki lengur eiga kost á að stunda nýsköpun sem leiðir til þjóðhagslegs ávinnings þegar til lengri tíma er litið. Vísindafólkið okkar mun snúa sér að öðru og að öllum líkindum hverfa til annarra landa þar sem því standa til boða störf og nám við hæfi. Mannauðsfjárfesting í menntun mun því ekki skila sér til baka til samfélagsins þegar grunnstoðir nýsköpunar eru brostnar með harkalegum niðurskurði til samkeppnissjóða Rannís. Þetta eru ekki aðeins alvarleg tíðindi fyrir íslenska vísindamenn heldur þjóðina alla. Hún stendur nú frammi fyrir þeirri spurningu hvort æskilegt sé að fjármagna framhaldsmenntun á sviði nýsköpunar, og stuðla þannig að fjölbreytni í íslensku atvinnulífi með spennandi störfum sem mörg hver yrðu ómetanleg og myndu tvímælalaust leiða til aukinnar verðmætasköpunar.Ein verðmætasta auðlindin Það þarf ekki að leita lengra en til nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, sem nú styður við bakið á tólf sprotafyrirtækjum sem runnin eru beint úr íslensku rannsóknaumhverfi og munu gefa af sér útflutningsafurðir á næstu árum. Það er eflaust orðin gömul tugga að minnast á fyrirtæki eins og Marel, Össur, Actavis og Íslenska erfðagreiningu, en öll þessi fyrirtæki hafa dafnað í íslensku nýsköpunarumhverfi og reiða sig að miklu leyti á þá uppsprettu sem felst í mannauði íslenskra vísinda. Það er viðurkennd staðreynd að fjárfesting í grunnrannsóknum sé ein besta leið samfélagsins til þess að hvetja til langvarandi hagvaxtar. Því má nefna að þjóðir eins og Bretar sem eru í fararbroddi í nýsköpun á sviði grunnrannsókna tóku þá ákvörðun að hlífa samkeppnissjóðum sínum við niðurskurði eftir fjármálahrunið árið 2008. Það mun verða þungur róður að snúa stefnunni þó niðurskurður vari aðeins í nokkur ár. Fyrir hvern vísindamann sem tapast úr samfélaginu verður meira tap en sem nemur vitneskju og þjálfun þess eina starfsmanns vegna eðlis og uppbyggingar nýsköpunar- og rannsóknarsamfélagsins. Fyrir hvert ár sem skorið er niður mun taka mörg ár að ná aftur að þeim stað sem samfélagið var á þegar niðurskurður hófst. Það er nefnilega ekki bara hægt að ýta á „pásu“ þegar kemur að uppbyggingu þekkingariðnaðar og nýsköpunar. Á meðan heltast vísindamenn og frumkvöðlar úr lestinni og með þeim ein verðmætasta auðlind íslensks samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er stefnt að um 30-40% niðurskurði á nýjum framlögum til Rannsóknarsjóðs Rannís verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Þetta eru alvarleg tíðindi fyrir íslenskt samfélag og þá sérstaklega fyrir unga vísindamenn, en sjóðurinn stendur að miklu leyti undir launakostnaði þeirra. Um 80% af því fjármagni sem veitt er úr Rannsóknasjóði árlega, fer í laun til ungra vísindamanna sem eru í framhaldsnámi við íslenska háskóla, eru nýdoktorar eða jafnvel með enn meiri reynslu en gegna tímabundnum störfum. Atvinnuöryggi ungra vísindamanna er nánast ekkert og reiða þeir sig mjög á styrki frá Rannís til fjármögnunar launa sinna. Þessi niðurskurður sem nú er efnt til í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 jafngildir því að um 30-40 ungum vísindamönnum verði sagt upp störfum með áframhaldandi uppsögnum næstu tvö árin. Afleiðingar þessa eru óumdeilanlegar. Íslenskt samfélag hefur tjaldað miklu til við þjálfun ungs íslensks vísindafólks sem nú mun ekki lengur eiga kost á að stunda nýsköpun sem leiðir til þjóðhagslegs ávinnings þegar til lengri tíma er litið. Vísindafólkið okkar mun snúa sér að öðru og að öllum líkindum hverfa til annarra landa þar sem því standa til boða störf og nám við hæfi. Mannauðsfjárfesting í menntun mun því ekki skila sér til baka til samfélagsins þegar grunnstoðir nýsköpunar eru brostnar með harkalegum niðurskurði til samkeppnissjóða Rannís. Þetta eru ekki aðeins alvarleg tíðindi fyrir íslenska vísindamenn heldur þjóðina alla. Hún stendur nú frammi fyrir þeirri spurningu hvort æskilegt sé að fjármagna framhaldsmenntun á sviði nýsköpunar, og stuðla þannig að fjölbreytni í íslensku atvinnulífi með spennandi störfum sem mörg hver yrðu ómetanleg og myndu tvímælalaust leiða til aukinnar verðmætasköpunar.Ein verðmætasta auðlindin Það þarf ekki að leita lengra en til nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, sem nú styður við bakið á tólf sprotafyrirtækjum sem runnin eru beint úr íslensku rannsóknaumhverfi og munu gefa af sér útflutningsafurðir á næstu árum. Það er eflaust orðin gömul tugga að minnast á fyrirtæki eins og Marel, Össur, Actavis og Íslenska erfðagreiningu, en öll þessi fyrirtæki hafa dafnað í íslensku nýsköpunarumhverfi og reiða sig að miklu leyti á þá uppsprettu sem felst í mannauði íslenskra vísinda. Það er viðurkennd staðreynd að fjárfesting í grunnrannsóknum sé ein besta leið samfélagsins til þess að hvetja til langvarandi hagvaxtar. Því má nefna að þjóðir eins og Bretar sem eru í fararbroddi í nýsköpun á sviði grunnrannsókna tóku þá ákvörðun að hlífa samkeppnissjóðum sínum við niðurskurði eftir fjármálahrunið árið 2008. Það mun verða þungur róður að snúa stefnunni þó niðurskurður vari aðeins í nokkur ár. Fyrir hvern vísindamann sem tapast úr samfélaginu verður meira tap en sem nemur vitneskju og þjálfun þess eina starfsmanns vegna eðlis og uppbyggingar nýsköpunar- og rannsóknarsamfélagsins. Fyrir hvert ár sem skorið er niður mun taka mörg ár að ná aftur að þeim stað sem samfélagið var á þegar niðurskurður hófst. Það er nefnilega ekki bara hægt að ýta á „pásu“ þegar kemur að uppbyggingu þekkingariðnaðar og nýsköpunar. Á meðan heltast vísindamenn og frumkvöðlar úr lestinni og með þeim ein verðmætasta auðlind íslensks samfélags.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar