Gerbreytt Corvetta 12. janúar 2013 12:30 Bíllinn verður mun léttari með aukinni notkun áls og koltrefja. Á morgun verður ný kynslóð Chevrolet Corvette kynnt á bílasýningunni í Detroit. Eins og gjarnan áður fyrir frumsýningar á bílum hefur einhverjum tekist að ná myndum af honum áður. Þær myndir, vilja bílablaðamenn meina, sýna bíl sem er besta hönnun á Corvette í heil 50 ár. Að minnsta kosti er bíllinn mjög svo breyttur frá fyrri gerð. Í nýjasta tölublað bílatímaritsins Automobile er gengið svo langt að birta mynd af afturhluta bílsins sem einhver óprúttinn hefur náð. Chevrolet segir að bíllinn sé mjög mikið breyttur og að það eigi ekki síður við að innan en utan. Ekki veitti reyndar af því, þar sem margir fullyrða að fá hafi mátt vandaðri innréttingar í bílum sem kosta undir tuttugu þúsund dollurum, en Corvette kostar fimm sinnum meira.Forsíða síðasta tölublaðs Automobile Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent
Bíllinn verður mun léttari með aukinni notkun áls og koltrefja. Á morgun verður ný kynslóð Chevrolet Corvette kynnt á bílasýningunni í Detroit. Eins og gjarnan áður fyrir frumsýningar á bílum hefur einhverjum tekist að ná myndum af honum áður. Þær myndir, vilja bílablaðamenn meina, sýna bíl sem er besta hönnun á Corvette í heil 50 ár. Að minnsta kosti er bíllinn mjög svo breyttur frá fyrri gerð. Í nýjasta tölublað bílatímaritsins Automobile er gengið svo langt að birta mynd af afturhluta bílsins sem einhver óprúttinn hefur náð. Chevrolet segir að bíllinn sé mjög mikið breyttur og að það eigi ekki síður við að innan en utan. Ekki veitti reyndar af því, þar sem margir fullyrða að fá hafi mátt vandaðri innréttingar í bílum sem kosta undir tuttugu þúsund dollurum, en Corvette kostar fimm sinnum meira.Forsíða síðasta tölublaðs Automobile
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent