Innlent

Styttist í íslensku kartöflurnar

Kristján Hjálmarsson skrifar
Fyrstu kartöflurnar sem fara á markað í ár verða teknar upp í lok vikunnar.
Fyrstu kartöflurnar sem fara á markað í ár verða teknar upp í lok vikunnar.
„Þetta lítur bara ágætlega út, þó kartöflurnar komi upp seinna en undanfarin ár,“ segir Birkir Ármannsson, kartöflubóndi í Brekku í Þykkvabæ.

Kartöflubændur byrja að taka upp í vikunni en sprettan í ár hefur verið hægari en síðustu ár vegna veðurfars. Þrátt fyrir það býst Birkir við sæmilegri uppskeru. „Hver dagur gefur mikið núna,“ segir kartöflubóndinn sem ræktar kartöflur á 40 hektörum lands.

Áður fyrr var talað um að í meðalári væri uppskerann um 15 tonn á hektarann en í verulega góðum árum færi hún upp í 25 tonn. Birkir ætti því í það minnsta að fá 600 tonn af kartöflum.

„Það er allt miklu seinna en í fyrra og ómögulegt að segja hvernig uppskeran verður nú - þetta er óútreiknanlegt,“ segir Birkir sem bíður spenntur eftir uppskerunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×