

Bílstjóri nr. 357
Svo ég útskýri nú samhengið betur þá flutti umræddur bílstjóri rafhjólið mitt á verkstæðið eftir að ég varð fyrir örlitlu óhappi sem skemmdi mótorbúnaðinn í afturhjólinu. Strætó tekur ekki þessi hjól, því var nauðsynlegt að panta leigubíl. Við komuna á verkstæðið leit út fyrir að á leiðinni hefði orðið eitthvað hnjask til viðbótar sem varð til þess að skipta þurfti um skjá (display) í stýrinu. Ég var sjálf ekki með í ferðinni svo ég hafði ekki hugmynd um hvort óhapp hefði átt sér stað. Þetta var ekki þannig tjón að það skipti máli að mér fannst, en ákvað samt að hringja í bílstjórann og bjóða honum að skoða þetta ef hann vildi vara sig á þessum aðstæðum síðar. Ég ítrekaði að ég gerði engar kröfur heldur væri þetta í hans höndum ef hann kærði sig um.
Aðdáunarverð umhyggja
Síðan vissi ég ekkert fyrr en ég kom að sækja hjólið. Áður en mér tókst að hringja í bílstjórann til að þakka fyrir mig hringdi hann til að athuga hvort allt væri í lagi. Hann tók það sérstaklega fram að sér þætti þetta sjálfsagt. Viðbrögð hans fóru fram úr öllum mínum væntingum og upplifði ég sanna virðingu. Það var eins og eitthvað leiðréttist í hausnum á mér, eins og ég fengi allt í einu skýr og rétt viðmið. Hann tók af mér allar vangaveltur um þennan atburð, ég þarf ekki að hugleiða hann neitt frekar né velta fyrir mér rétti mínum. Því síður að leita réttar míns. Hann gerði ekkert rangt en sýndi aðdáunarverða umhyggju og áhuga á að þjóna viðskiptavinum sínum. Það er til eftirbreytni.
Skoðum nú aðeins viðbrögð heilbrigðiskerfisins við óhappatilvikum. Í ellefu ár eftir að sonur minn lést hugleiddi ég það daglega hvort það hefði verið hægt að koma í veg fyrir andlát hans og hvort fleiri hefðu þurft að þola það sama. Loks í september 2011 sat ég með niðurstöðu landlæknis í höndunum sem staðfesti gáleysisleg mistök. En þar með var daglegum vangaveltum mínum ekki lokið. Landspítalinn hefur ekki getað sýnt mér fram á lærdóm af atvikinu og öllum mínum tilraunum til sátta hefur verið hafnað. Skriflega var tekið undir það sjónarmið mitt að þetta hefðu verið mistök. Það má lesa milli lína bréfsins að þeir væru að gera meira en þeim bæri að gera með því að biðjast afsökunar. Þetta voru ljótar ásakanir af minni hálfu.
Svo kom nú í ljós að þeir vissu þetta allan tímann en létu mig hafa fyrir því að berjast fyrir réttlætinu alveg eins og þeir sem smituðust af lifrarbólgu C eftir blóðgjöf hafa þurft að gera.
Forkastanlegt virðingarleysi
Í þessu samhengi fá viðbrögð bílstjórans nýtt og skýrara samhengi. Heilbrigðiskerfið sem veit upp á sig skömmina en lætur veikburða sjúklinga berjast fyrir heilsu sinni og lífi er til háborinnar skammar. Er þetta virkilega framkoma sem heilbrigðisyfirvöldum finnst ásættanleg? Öryggismenning eða öryggisbragur sem landlæknir nefnir í grein í Fréttablaðinu 26. mars sl. og fleiri fræðimenn tönnlast á er vægast sagt bágborin. Virðingarleysið gagnvert manneskjunni er forkastanlegt.
Auðvitað er þjónustan góð í mörgum tilfellum en það afsakar ekki hvernig unnið er úr mistakamálum. Við verðum að geta treyst að sérfræðingar kerfisins bregðist við á heiðarlegan hátt og sýni lífi okkar virðingu. Í lok sögunnar um miskunnsama Samverjann spurði Jesú „Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni sem féll í hendur ræningjans? Lögvitringurinn svaraði „Sá sem miskunnarverkið gerði honum“ (Lúkasarguðspjall 10. kafli). Það þarf svona fagmennsku í heilbrigðiskerfið.
Grunlaus bílstjórinn færði mér miklu stærri gjöf en „displayið“. Hann færði mér dýrmæta virðingu og visku sem er verðmeiri en öll þekking LSH. Það er gott að verða á vegi fólks sem glæðir lífið meiri hamingju með fallegri og fumlausri breytni sinni.
Kærar þakkir Þór, bílstjóri og náungi.
Skoðun

Við megum ekki tapa leiknum utan vallar
Eysteinn Pétur Lárusson skrifar

Börnin heyra bara sprengjugnýinn
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Gagnslausa fólkið
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Tjáningarfrelsi
Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar

Allt mun fara vel
Bjarni Karlsson skrifar

Normið á ekki síðasta orðið
Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar

Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Við lifum á tíma fasisma
Una Margrét Jónsdóttir skrifar

Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hinir miklu lýðræðissinnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Kolefnishlutleysi eftir 15 ár?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Gleði eða ógleði?
Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar

Tískuorð eða sjálfsögð réttindi?
Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar

Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir
Freyr Ólafsson skrifar

Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Er einhver hissa á fúskinu?
Magnús Guðmundsson skrifar

Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar?
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

„Þótt náttúran sé lamin með lurk!“
Sigurjón Þórðarson skrifar

Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana
María Lilja Tryggvadóttir skrifar

Nám í skugga óöryggis
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Tæknin á ekki að nota okkur
Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar

Ytra mat í skólum og hvað svo?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis?
Pétur Heimisson skrifar

Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Takk starfsfólk og forysta ÁTVR
Siv Friðleifsdóttir skrifar

Þjóðarmorðið í Palestínu
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar