Síðustu daga hef ég verið að hugsa um tölur Óttar Martin Norðfjörð skrifar 26. september 2013 12:54 Síðustu daga hef ég verið að hugsa um tölur. Um allskyns tölur. Um talnarunur og tölfræði og samanburð á tölum. Stundum er best að skoða heiminn út frá þeim. „Tölur ljúga ekki“ er stundum sagt. Þær fella heldur ekki áfellisdóm og eru hlutlausar, hafnar yfir rök og tilfinningar, birta okkur heiminn eins og hann er, ekki eins og við höldum að hann sé eða viljum að hann sé. Á lista WHO frá 2011 um lífslíkur fólks eru 193lönd. Efstu 30 löndin eru öll vestræn nema tvö. Meðalaldur fólks á Vesturlöndum er í kringum 80 ár. Í Afríku, sunnan Sahara, er hann langt undir 60ár. Neðstu 30löndin á listanum eru öll í Afríku. Botnríkið er Sierra Leone með 47 ár. Það er næstum því helmingi styttri ævi en toppríkin sem eru í 83árum. Það kemur líklega ekki á óvart að tölfræði yfir ungbarnadauði kallist á við heimskortið um lífslíkur. Samkvæmt UNICEF deyja 5000börn daglega í þróunarríkjum vegna skorts á aðgengi að hreinu vatni. Þótt þetta sé pistill um tölur skulum við grípa til líkingar: Það er eins og ef 20 farþegaþotur fullar af börnum brotlentu einu sinni á dag. Það dóu í kringum 3000manns 11. september 2001, þegar tvær flugvélar flugu á Tvíburaturnana, og Vesturlönd eru enn að syrgja. Það eru 12ár síðan eða 4383dagar. Á sama tíma hafa 21.915.000 börn í þróunarríkjum dáið vegna vatnsskorts. Það má kannski kalla það verstu hryðjuverk sögunnar, og við erum því miður þátttakendur í þeim. En nóg um tíma, hættum að telja í árum og teljum frekar í peningum, enda er tíminn peningar, ekki satt? Starfsfólk í fataverksmiðjum í Bangladesh sem saumar fötin okkar er um þessar mundir að berjast fyrir því að fá að lágmarki jafnvirði 12.000krónur í mánaðarlaun. Núna eru lágsmarkslaunin um 4.500krónur fyrir vinnuviku sem er gjarnan 80klukkustundir við bágbornar, oft á tíðum lífshættulegar aðstæður. Lágsmarkslaun á Íslandi eru yfir 190.000krónur fyrir vinnuviku upp á 40klukkustundir. Það er helmingi styttri vinnuvika en í Bangladesh, en 42 sinnum hærri laun. Að tala um kaupmáttarjöfnuð stoðar lítið, því hann er 2.000dollarar á mann í Bangladesh, 40.000dollarar á Íslandi. Við erum með öðrum orðum margfalt ríkari, lifum miklu lengur, njótum meiri lífsgæða og eigum að öllu leyti þægilegra líf en langstærsti hluti heimsins. Okkur hættir til að halda að heimurinn sé einn, en það er rangt. Þeir eru margirog við búum í þeim tölfræðilega besta. Nei, afsakið, langbesta. En hvers vegna hjálpum við þá ekki þeim verst stöddu svo tölfræðin þeirra lagist? Er það vegna þess að við viljum ekki lækka lífsstandard okkar – sem byggir á því að þróunarríkin haldi okkur uppi með ódýrri vinnu og ódýrum aðgangi að auðlindum sínum – eða vegna þess að við gleymum okkur í amstri dagsins? Ég held að það sé síðari kosturinn. Annars væri ég ekki að skrifa þennan pistil. Við erum rík og við erum aflögufær. Lífslíkur í Afríku þurfa ekki að vera svona lágar. 5000 börn þurfa ekki að deyja daglega vegna vatnsskorts. Það er ýmislegt sem við getum gert án þess að fórna öllu. Það er til millivegur. Það eru til hjálparstofnanir. Ég ætla að nefna UNICEF (S: 552-6300) og UN Women (S: 552-6200), en þær eru fleiri. Það er ekkert sérstakt átak í gangi, engin Fiðrildavika eða Dagur rauða nefsins í sjónvarpinu í kvöld. Það er bara ósköp venjulegur fimmtudagur, 26. september 2013, 269 dagur ársins, en samt finnst mér að þið ættuð að hringja í annað hvort númerið og heyra í fólkinu á hinum endanum. Þetta er pistill um tölur og við skulum því enda þetta á tölum: Hverjar 120 krónur sem renna til UNICEF veita barni í þróunarríki aðgang að hreinu vatni í 40 daga. 1.000 krónur veita hreint vatn í eitt ár. Það þarf ekki meira til að bjarga einu barni úr ímynduðu flugvélunum. Er það ekki ágætis dagsverk? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hef ég verið að hugsa um tölur. Um allskyns tölur. Um talnarunur og tölfræði og samanburð á tölum. Stundum er best að skoða heiminn út frá þeim. „Tölur ljúga ekki“ er stundum sagt. Þær fella heldur ekki áfellisdóm og eru hlutlausar, hafnar yfir rök og tilfinningar, birta okkur heiminn eins og hann er, ekki eins og við höldum að hann sé eða viljum að hann sé. Á lista WHO frá 2011 um lífslíkur fólks eru 193lönd. Efstu 30 löndin eru öll vestræn nema tvö. Meðalaldur fólks á Vesturlöndum er í kringum 80 ár. Í Afríku, sunnan Sahara, er hann langt undir 60ár. Neðstu 30löndin á listanum eru öll í Afríku. Botnríkið er Sierra Leone með 47 ár. Það er næstum því helmingi styttri ævi en toppríkin sem eru í 83árum. Það kemur líklega ekki á óvart að tölfræði yfir ungbarnadauði kallist á við heimskortið um lífslíkur. Samkvæmt UNICEF deyja 5000börn daglega í þróunarríkjum vegna skorts á aðgengi að hreinu vatni. Þótt þetta sé pistill um tölur skulum við grípa til líkingar: Það er eins og ef 20 farþegaþotur fullar af börnum brotlentu einu sinni á dag. Það dóu í kringum 3000manns 11. september 2001, þegar tvær flugvélar flugu á Tvíburaturnana, og Vesturlönd eru enn að syrgja. Það eru 12ár síðan eða 4383dagar. Á sama tíma hafa 21.915.000 börn í þróunarríkjum dáið vegna vatnsskorts. Það má kannski kalla það verstu hryðjuverk sögunnar, og við erum því miður þátttakendur í þeim. En nóg um tíma, hættum að telja í árum og teljum frekar í peningum, enda er tíminn peningar, ekki satt? Starfsfólk í fataverksmiðjum í Bangladesh sem saumar fötin okkar er um þessar mundir að berjast fyrir því að fá að lágmarki jafnvirði 12.000krónur í mánaðarlaun. Núna eru lágsmarkslaunin um 4.500krónur fyrir vinnuviku sem er gjarnan 80klukkustundir við bágbornar, oft á tíðum lífshættulegar aðstæður. Lágsmarkslaun á Íslandi eru yfir 190.000krónur fyrir vinnuviku upp á 40klukkustundir. Það er helmingi styttri vinnuvika en í Bangladesh, en 42 sinnum hærri laun. Að tala um kaupmáttarjöfnuð stoðar lítið, því hann er 2.000dollarar á mann í Bangladesh, 40.000dollarar á Íslandi. Við erum með öðrum orðum margfalt ríkari, lifum miklu lengur, njótum meiri lífsgæða og eigum að öllu leyti þægilegra líf en langstærsti hluti heimsins. Okkur hættir til að halda að heimurinn sé einn, en það er rangt. Þeir eru margirog við búum í þeim tölfræðilega besta. Nei, afsakið, langbesta. En hvers vegna hjálpum við þá ekki þeim verst stöddu svo tölfræðin þeirra lagist? Er það vegna þess að við viljum ekki lækka lífsstandard okkar – sem byggir á því að þróunarríkin haldi okkur uppi með ódýrri vinnu og ódýrum aðgangi að auðlindum sínum – eða vegna þess að við gleymum okkur í amstri dagsins? Ég held að það sé síðari kosturinn. Annars væri ég ekki að skrifa þennan pistil. Við erum rík og við erum aflögufær. Lífslíkur í Afríku þurfa ekki að vera svona lágar. 5000 börn þurfa ekki að deyja daglega vegna vatnsskorts. Það er ýmislegt sem við getum gert án þess að fórna öllu. Það er til millivegur. Það eru til hjálparstofnanir. Ég ætla að nefna UNICEF (S: 552-6300) og UN Women (S: 552-6200), en þær eru fleiri. Það er ekkert sérstakt átak í gangi, engin Fiðrildavika eða Dagur rauða nefsins í sjónvarpinu í kvöld. Það er bara ósköp venjulegur fimmtudagur, 26. september 2013, 269 dagur ársins, en samt finnst mér að þið ættuð að hringja í annað hvort númerið og heyra í fólkinu á hinum endanum. Þetta er pistill um tölur og við skulum því enda þetta á tölum: Hverjar 120 krónur sem renna til UNICEF veita barni í þróunarríki aðgang að hreinu vatni í 40 daga. 1.000 krónur veita hreint vatn í eitt ár. Það þarf ekki meira til að bjarga einu barni úr ímynduðu flugvélunum. Er það ekki ágætis dagsverk?
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun