SA vill semja um kjaraskerðingu Gylfi Arnbjörnsson skrifar 14. desember 2013 07:00 Ágæti launamaður. Mig langar að gera stuttlega grein fyrir stöðunni í kjaraviðræðunum. Samninganefnd Alþýðusambands Íslands hafði um nokkra vikna skeið unnið ásamt Samtökum atvinnulífsins að ramma fyrir svokallaðan aðfarasamning til 8-12 mánaða sem lagt gæti grunninn að kjarasamningi til lengri tíma. Þegar kom að því að ræða launalið þessa skammtímasamnings þar sem stefnt yrði að auknum kaupmætti launa á grundvelli stöðugleika og sérstakri hækkun lægstu launa þá skelltu SA menn í lás. Þetta vildum við gera með því að hækka lægstu laun um ákveðna krónutölu en að síðan tækju önnur laun prósentuhækkunum. Tilgangur okkar með þessari leið var að lægstu launin hækkuðu hlutfallslega mest. Yfir því sáu SA ofsjónum fyrir utan að hafna almennum launabreytingum sem samninganefnd ASÍ var tilbúin að ræða og voru innan þeirra marka sem Seðlabankinn hefur nefnt sem þolmörk með tilliti til verðbólgu. Þessa afstöðu er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að Samtök atvinnulífsins vilji eingöngu semja um almenna kjaraskerðingu og leggja mjög lítið af mörkum til þeirra sem lægst hafa launin. Það væri forvitnilegt að setja þann mun sem er á tilboði SA og hugmyndum ASÍ um hækkun launa í samhengi við laun forstjóra þeirra fyrirtækja, sem skráð eru á verðbréfamarkaði eða eru á leið í skráningu, þar sem hver og einn þeirra fær sem nemur margföldum árslaunum tekjulægsta fólksins. Þetta er ekki bara óeðlilegt, þetta er óásættanlegt. Við viljum ekki svona samfélag aukinnar misskiptingar á Íslandi. Undir það mun verkalýðshreyfingin aldrei skrifa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ágæti launamaður. Mig langar að gera stuttlega grein fyrir stöðunni í kjaraviðræðunum. Samninganefnd Alþýðusambands Íslands hafði um nokkra vikna skeið unnið ásamt Samtökum atvinnulífsins að ramma fyrir svokallaðan aðfarasamning til 8-12 mánaða sem lagt gæti grunninn að kjarasamningi til lengri tíma. Þegar kom að því að ræða launalið þessa skammtímasamnings þar sem stefnt yrði að auknum kaupmætti launa á grundvelli stöðugleika og sérstakri hækkun lægstu launa þá skelltu SA menn í lás. Þetta vildum við gera með því að hækka lægstu laun um ákveðna krónutölu en að síðan tækju önnur laun prósentuhækkunum. Tilgangur okkar með þessari leið var að lægstu launin hækkuðu hlutfallslega mest. Yfir því sáu SA ofsjónum fyrir utan að hafna almennum launabreytingum sem samninganefnd ASÍ var tilbúin að ræða og voru innan þeirra marka sem Seðlabankinn hefur nefnt sem þolmörk með tilliti til verðbólgu. Þessa afstöðu er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að Samtök atvinnulífsins vilji eingöngu semja um almenna kjaraskerðingu og leggja mjög lítið af mörkum til þeirra sem lægst hafa launin. Það væri forvitnilegt að setja þann mun sem er á tilboði SA og hugmyndum ASÍ um hækkun launa í samhengi við laun forstjóra þeirra fyrirtækja, sem skráð eru á verðbréfamarkaði eða eru á leið í skráningu, þar sem hver og einn þeirra fær sem nemur margföldum árslaunum tekjulægsta fólksins. Þetta er ekki bara óeðlilegt, þetta er óásættanlegt. Við viljum ekki svona samfélag aukinnar misskiptingar á Íslandi. Undir það mun verkalýðshreyfingin aldrei skrifa.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun