Af dólgum Árni Páll Árnason skrifar 18. júlí 2013 07:00 Ritstjóri Fréttablaðsins gerir því skóna í leiðara í gær að afstaða mín til einkarekstrar heilbrigðisþjónustu einkennist af skotgrafapólitík og ósamkvæmni. Ljúft er að leiðrétta það. Hann minnir á málafylgju mína fyrir nýju sjúkratryggingalöggjöfinni vorið 2008, sem Samfylkingin átti stóran hlut í. Sú löggjöf varð góð, fyrir okkar tilverknað. En sporin hræða. Það tók mig og aðra samningamenn Samfylkingarinnar margar vikur að þvinga orðin „án tillits til efnahags“ inn í lagatextann. Grunnstefna okkar var þá sú sama og nú: Aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á ekki að leiða til aukins kostnaðar fyrir almenning eða að fólki verði mismunað um þjónustu eftir efnahag. Það var ekki grunnstefna Sjálfstæðisflokksins þá og ég efast um að það hafi breyst. Í stjórnarsáttmálanum frá í vor er sagt að heilbrigðisþjónustu eigi að veita „án tillits til búsetu“ en hvergi er vikið einu orði að hana eigi að veita án tillits til efnahags.Hvert stefnir nýr heilbrigðisráðherra? Ritstjórinn nefnir réttilega að hægt er að beita ýmsum leiðum til að tryggja samningsstöðu ríkisins gagnvart einkaaðilum. Í glímunni um frumvarpið var sjálfstæðisráðherrann samt alltaf á móti tilraunum okkar til að styrkja þessa stöðu. Blessunarlega höfðum við betur. Enginn veit enn að hverju nýr heilbrigðisráðherra stefnir. En það er ástæða til að hafa uppi varnaðarorð ef ætlunin er að færa alla heilsugæslu til einkaaðila. Eitt er að það mun flækja flutning þjónustu við aldraða til sveitarfélaga, því margt mælir með að heilsugæslan fylgi þar með. Annað er að almenna viðmiðið í sjúkratryggingalögunum er að forðast beri að setja alla þekkingu og reynslu til einkaaðila á einu bretti, því þá glatar ríkið samningsstöðu sinni til frambúðar og býður heim dólgakapítalisma. Eins er óhjákvæmilegt að setja á fót sjálfstætt eftirlit með þjónustunni og styrkja Sjúkratryggingastofnun, ef ráðast á í aukin útboð þjónustu. Allt þetta voru atriði sem þáverandi sjálfstæðisráðherra taldi aukaatriði. Þótt sporin hræði skulum við gefa þeim nýja færi á að feta aðra braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins gerir því skóna í leiðara í gær að afstaða mín til einkarekstrar heilbrigðisþjónustu einkennist af skotgrafapólitík og ósamkvæmni. Ljúft er að leiðrétta það. Hann minnir á málafylgju mína fyrir nýju sjúkratryggingalöggjöfinni vorið 2008, sem Samfylkingin átti stóran hlut í. Sú löggjöf varð góð, fyrir okkar tilverknað. En sporin hræða. Það tók mig og aðra samningamenn Samfylkingarinnar margar vikur að þvinga orðin „án tillits til efnahags“ inn í lagatextann. Grunnstefna okkar var þá sú sama og nú: Aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á ekki að leiða til aukins kostnaðar fyrir almenning eða að fólki verði mismunað um þjónustu eftir efnahag. Það var ekki grunnstefna Sjálfstæðisflokksins þá og ég efast um að það hafi breyst. Í stjórnarsáttmálanum frá í vor er sagt að heilbrigðisþjónustu eigi að veita „án tillits til búsetu“ en hvergi er vikið einu orði að hana eigi að veita án tillits til efnahags.Hvert stefnir nýr heilbrigðisráðherra? Ritstjórinn nefnir réttilega að hægt er að beita ýmsum leiðum til að tryggja samningsstöðu ríkisins gagnvart einkaaðilum. Í glímunni um frumvarpið var sjálfstæðisráðherrann samt alltaf á móti tilraunum okkar til að styrkja þessa stöðu. Blessunarlega höfðum við betur. Enginn veit enn að hverju nýr heilbrigðisráðherra stefnir. En það er ástæða til að hafa uppi varnaðarorð ef ætlunin er að færa alla heilsugæslu til einkaaðila. Eitt er að það mun flækja flutning þjónustu við aldraða til sveitarfélaga, því margt mælir með að heilsugæslan fylgi þar með. Annað er að almenna viðmiðið í sjúkratryggingalögunum er að forðast beri að setja alla þekkingu og reynslu til einkaaðila á einu bretti, því þá glatar ríkið samningsstöðu sinni til frambúðar og býður heim dólgakapítalisma. Eins er óhjákvæmilegt að setja á fót sjálfstætt eftirlit með þjónustunni og styrkja Sjúkratryggingastofnun, ef ráðast á í aukin útboð þjónustu. Allt þetta voru atriði sem þáverandi sjálfstæðisráðherra taldi aukaatriði. Þótt sporin hræði skulum við gefa þeim nýja færi á að feta aðra braut.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar