Enn um trúfrelsisstefnu Siðmenntar Gunnar Jóhannesson skrifar 18. júlí 2013 07:00 Í grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 4. júlí síðastliðinn átelur Sigurður Hólm Gunnarsson mig fyrir að misskilja hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag. Að mati Sigurðar mun slíkur misskilningur vera algengur hjá „prestlærðu fólki“. Tilefnið er gagnrýni mín á stefnuskrá Siðmenntar þar sem ég bendi á þá mótsögn sem, að mínu mati, er fólgin í því að krefjast þess í nafni veraldlegrar lífsskoðunar að hið opinbera „starf[i] eftir veraldlegum leikreglum“ en þó „án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga“. Nú má lengi ræða um merkingu hugtaka og getur það jafnan verið til góðs og til þess fallið að skerpa umræðuna. Ég á þó ekki von á því að slík umræða verði frjó og gefandi í þessu tilfelli og því vil ég leyfa mér að árétta það sem ég hef sagt. Sigurður segir að „með veraldlegu samfélagi [sé] reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun“. Án þess að fjölyrða um þessa tiltölulega þröngu skilgreiningu vil ég leyfa mér að staðhæfa að slík krafa er ekki hlutlaus í eðli sínu heldur leiðir af tiltekinni lífsskoðun sem kenna má við veraldarhyggju. Sú lífsskoðun sem Siðmennt stendur vörð um og grundvallar stefnu sína á – siðrænn húmanismi – er af þeirri rót sprottin. Nú er það svo að ein algengasta leiðin til að hafa taumhald á og lágmarka samfélagsleg áhrif trúar og trúarbragða er að einskorða þau við hið persónulega svið. Sú þróun er langt gengin í hinum vestræna heimi og þykir slíkt fyrirkomulag sjálfgefið í dag. Eins og Sigurður segir berst Siðmennt fyrir veraldlegu samfélagi með siðrænan húmanisma að vopni. Engu að síður áréttar hann að í „veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum“. Í þessu er fólgin mótsögn að mínu mati, sem Sigurði Hólm tekst ekki að breiða yfir þrátt fyrir góðan vilja og að væna mig um misskilning.Þvert á hugmyndir um frelsi Þess misskilnings kann að gæta í andsvörum Sigurðar Hólms að með gagnrýni minni á stefnu Siðmenntar sé fólgin krafa um opinbera trúvæðingu samfélagsins. Svo er alls ekki, enda myndi slíkt ganga gegn því frelsi sem „tryggir öllum rétt til að trúa og tjá skoðanir sínar alls staðar“, eins og Sigurður bendir réttilega á. Hitt er annað mál – og á það vil ég leggja áherslu – að sérhver tilraun til að móta veraldlegt samfélag, eða byggja samfélag sem lýtur „veraldlegum leikreglum“, eins og segir í stefnu Siðmenntar, þar sem áhrif trúar og trúarbragða eru lágmörkuð eða útilokuð, er ævinlega fólgin í því ryðja einni lífsskoðun úr vegi til að rýma fyrir annarri. Ég tek sannarlega undir það að hinu opinbera skuli ekki stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því gefnu að með „trúarlegum forsendum “ sé ekki eingöngu átt við lífsskoðanir sem byggja á guðstrú heldur einnig þær sem grundvallast á guðleysi, enda eru þær í eðli sínu trúarlegar. Slíkt samfélagslegt fyrirkomulag er í raun kristið í eðli sínu enda má lesa það út úr orðum Jesú Krists, sem sagði: „Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.“ (Mark 12.17) En af því leiðir ekki að „trú“ og hið „trúarlega“, eins og það er venjulega skilið, eigi ekki eða megi ekki vera sýnilegur og jafnvel grundvallandi þáttur í samfélaginu eða láta til sín taka á opinberum vettvangi og hafa þar áhrif. Að girða „trú“ og hið „trúarlega“ af með einhverjum hætti, gera það hornreka í samfélaginu, og leitast við að þagga niður rödd þess – eins og lesa má út úr yfirlýsingu Siðmenntar – gengur þvert á allar hugmyndir um frelsi manna til sannfæringar, skoðana, trúar og tjáningar. Slíkt er, þegar allt kemur til alls, tilraun til að svipta fólk þeim réttindum, með það að marki að gera eigin skoðunum og viðhorfum hærra undir höfði og skipa þeim í öndvegi innan samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 4. júlí síðastliðinn átelur Sigurður Hólm Gunnarsson mig fyrir að misskilja hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag. Að mati Sigurðar mun slíkur misskilningur vera algengur hjá „prestlærðu fólki“. Tilefnið er gagnrýni mín á stefnuskrá Siðmenntar þar sem ég bendi á þá mótsögn sem, að mínu mati, er fólgin í því að krefjast þess í nafni veraldlegrar lífsskoðunar að hið opinbera „starf[i] eftir veraldlegum leikreglum“ en þó „án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga“. Nú má lengi ræða um merkingu hugtaka og getur það jafnan verið til góðs og til þess fallið að skerpa umræðuna. Ég á þó ekki von á því að slík umræða verði frjó og gefandi í þessu tilfelli og því vil ég leyfa mér að árétta það sem ég hef sagt. Sigurður segir að „með veraldlegu samfélagi [sé] reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun“. Án þess að fjölyrða um þessa tiltölulega þröngu skilgreiningu vil ég leyfa mér að staðhæfa að slík krafa er ekki hlutlaus í eðli sínu heldur leiðir af tiltekinni lífsskoðun sem kenna má við veraldarhyggju. Sú lífsskoðun sem Siðmennt stendur vörð um og grundvallar stefnu sína á – siðrænn húmanismi – er af þeirri rót sprottin. Nú er það svo að ein algengasta leiðin til að hafa taumhald á og lágmarka samfélagsleg áhrif trúar og trúarbragða er að einskorða þau við hið persónulega svið. Sú þróun er langt gengin í hinum vestræna heimi og þykir slíkt fyrirkomulag sjálfgefið í dag. Eins og Sigurður segir berst Siðmennt fyrir veraldlegu samfélagi með siðrænan húmanisma að vopni. Engu að síður áréttar hann að í „veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum“. Í þessu er fólgin mótsögn að mínu mati, sem Sigurði Hólm tekst ekki að breiða yfir þrátt fyrir góðan vilja og að væna mig um misskilning.Þvert á hugmyndir um frelsi Þess misskilnings kann að gæta í andsvörum Sigurðar Hólms að með gagnrýni minni á stefnu Siðmenntar sé fólgin krafa um opinbera trúvæðingu samfélagsins. Svo er alls ekki, enda myndi slíkt ganga gegn því frelsi sem „tryggir öllum rétt til að trúa og tjá skoðanir sínar alls staðar“, eins og Sigurður bendir réttilega á. Hitt er annað mál – og á það vil ég leggja áherslu – að sérhver tilraun til að móta veraldlegt samfélag, eða byggja samfélag sem lýtur „veraldlegum leikreglum“, eins og segir í stefnu Siðmenntar, þar sem áhrif trúar og trúarbragða eru lágmörkuð eða útilokuð, er ævinlega fólgin í því ryðja einni lífsskoðun úr vegi til að rýma fyrir annarri. Ég tek sannarlega undir það að hinu opinbera skuli ekki stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því gefnu að með „trúarlegum forsendum “ sé ekki eingöngu átt við lífsskoðanir sem byggja á guðstrú heldur einnig þær sem grundvallast á guðleysi, enda eru þær í eðli sínu trúarlegar. Slíkt samfélagslegt fyrirkomulag er í raun kristið í eðli sínu enda má lesa það út úr orðum Jesú Krists, sem sagði: „Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.“ (Mark 12.17) En af því leiðir ekki að „trú“ og hið „trúarlega“, eins og það er venjulega skilið, eigi ekki eða megi ekki vera sýnilegur og jafnvel grundvallandi þáttur í samfélaginu eða láta til sín taka á opinberum vettvangi og hafa þar áhrif. Að girða „trú“ og hið „trúarlega“ af með einhverjum hætti, gera það hornreka í samfélaginu, og leitast við að þagga niður rödd þess – eins og lesa má út úr yfirlýsingu Siðmenntar – gengur þvert á allar hugmyndir um frelsi manna til sannfæringar, skoðana, trúar og tjáningar. Slíkt er, þegar allt kemur til alls, tilraun til að svipta fólk þeim réttindum, með það að marki að gera eigin skoðunum og viðhorfum hærra undir höfði og skipa þeim í öndvegi innan samfélagsins.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar