Sækja til sjávar með nýja barnafatalínu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 18. júlí 2013 13:15 Útgerðin er glænýtt hönnunarfyrirtæki sem sent hefur frá sér barnafatalínu. Línan kemur í verslanir á næstu dögum. mynd/útgerðin Útgerðin er glænýtt hönnunarfyrirtæki sem sent hefur frá sér sína fyrstu barnafatalínu. Fyrirtækið er til húsa við Reykjavíkurhöfn og er innblásturinn sóttur til sjávarútvegs og sögu hans. „Við hjá Útgerðinni erum heilluð af sjónum. Samspil manns og sjávar er stór hluti af hinni íslensku arfleifð og er það leiðarstefið í hönnun okkar,“ segir Kristín Ýr Pétursdóttir, hönnuður hjá Útgerðinni, splunkunýju hönnunarfyrirtæki sem er til húsa við Reykjavíkurhöfn. Fyrsta vörulína Útgerðarinnar, Iceland Ocean Fisheries, er væntanleg í verslanir á næstu dögum en það er barnafatalína með skírskotun í íslenskan sjávarútveg og sögu hans. „Útgerðin er í húsi Sjávarklasans við Reykjavíkurhöfn og því má segja að innblásturinn sé hér allt í kringum okkur á þessum skemmtilega stað, þar sem ein aðalatvinnugrein Íslendinga á sér djúpar rætur,“ segir Kristín Ýr.Kristín Ýr Pétursdóttir, hönnuður hjá Útgerðinni.mynd/útgerðin„Við berum mikla virðingu fyrir umhverfinu og sýnum það með því að hanna vandaða vöru sem er framleidd á hagstæðan og umhverfisvænan hátt. Vörumerkið okkar, Iceland Ocean Fisheries sækjum við til Iceland Fisheries sem var bresk-íslensk útgerð, stofnuð í Vestmannaeyjum rétt um aldamótin 1900. Með þessari vísun erum við að tengja okkur sögunni og sýna henni virðingu,“ útskýrir Kristín. Fyrstu línuna vann Útgerðin í samvinnu við Halldóru Vífilsdóttur arkitekt. Línan samanstendur af barnaskyrtum, bolum og klútum fyrir börn á aldrinum 4-14 ára. „Vinnufatnaður íslenskra sjómanna var innblástur okkar við hönnunina. Hann varð að vera vandaður og endingargóður og við notum hinn sterk- appelsínugula lit sem svo margir tengja við sjávarútveg og sjómenn klæddust í öryggisskyni til varnar hinum óblíðu náttúruöflum. Þetta er fatnaður fyrir flotta krakka sem láta ekkert stoppa sig, síst af öllu veðrið,“ segir Kristín. Barnafatnaður Iceland Ocean Fisheries verður til sölu í sérvöldum verslunum en nánar má forvitnast um Iceland Ocean Fisheries á Facebook. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Útgerðin er glænýtt hönnunarfyrirtæki sem sent hefur frá sér sína fyrstu barnafatalínu. Fyrirtækið er til húsa við Reykjavíkurhöfn og er innblásturinn sóttur til sjávarútvegs og sögu hans. „Við hjá Útgerðinni erum heilluð af sjónum. Samspil manns og sjávar er stór hluti af hinni íslensku arfleifð og er það leiðarstefið í hönnun okkar,“ segir Kristín Ýr Pétursdóttir, hönnuður hjá Útgerðinni, splunkunýju hönnunarfyrirtæki sem er til húsa við Reykjavíkurhöfn. Fyrsta vörulína Útgerðarinnar, Iceland Ocean Fisheries, er væntanleg í verslanir á næstu dögum en það er barnafatalína með skírskotun í íslenskan sjávarútveg og sögu hans. „Útgerðin er í húsi Sjávarklasans við Reykjavíkurhöfn og því má segja að innblásturinn sé hér allt í kringum okkur á þessum skemmtilega stað, þar sem ein aðalatvinnugrein Íslendinga á sér djúpar rætur,“ segir Kristín Ýr.Kristín Ýr Pétursdóttir, hönnuður hjá Útgerðinni.mynd/útgerðin„Við berum mikla virðingu fyrir umhverfinu og sýnum það með því að hanna vandaða vöru sem er framleidd á hagstæðan og umhverfisvænan hátt. Vörumerkið okkar, Iceland Ocean Fisheries sækjum við til Iceland Fisheries sem var bresk-íslensk útgerð, stofnuð í Vestmannaeyjum rétt um aldamótin 1900. Með þessari vísun erum við að tengja okkur sögunni og sýna henni virðingu,“ útskýrir Kristín. Fyrstu línuna vann Útgerðin í samvinnu við Halldóru Vífilsdóttur arkitekt. Línan samanstendur af barnaskyrtum, bolum og klútum fyrir börn á aldrinum 4-14 ára. „Vinnufatnaður íslenskra sjómanna var innblástur okkar við hönnunina. Hann varð að vera vandaður og endingargóður og við notum hinn sterk- appelsínugula lit sem svo margir tengja við sjávarútveg og sjómenn klæddust í öryggisskyni til varnar hinum óblíðu náttúruöflum. Þetta er fatnaður fyrir flotta krakka sem láta ekkert stoppa sig, síst af öllu veðrið,“ segir Kristín. Barnafatnaður Iceland Ocean Fisheries verður til sölu í sérvöldum verslunum en nánar má forvitnast um Iceland Ocean Fisheries á Facebook.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira