Orð og efndir “vinstri” ríkisstjórnar í jafnréttismálum Atli Gíslason skrifar 17. janúar 2013 06:00 Ég gekk til liðs við VG á sínum tíma einkum til að vinna að hugsjónum um jafnrétti og umhverfi. Að báðum þessum málaflokkum hafði ég unnið sem lögmaður en gerði mér vonir um að ég næði meiri árangri á vettvangi Alþingis og innan VG, sem hefur kvenfrelsi og umhverfismál að kjarnaatriðum í stefnuskrá sinni. Nokkuð hefur áunnist fyrir tilstilli sporgöngumanna Kolbrúnar Halldórsdóttur sem fylgdu eftir málum hennar um vændiskaup og nektarstaði. Þá beitti Lilja Mósesdóttir sér sem formaður viðskiptanefndar til að tryggja að lög um kynjakvóta yrðu samþykkt. Bjartar vonir vöknuðu við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í kjölfar alþingiskosninga vorið 2009, með jafnaðar- og jafnréttiskonuna Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í fararbroddi. Í samstarfsyfirlýsingunni segir um jafnréttismálin: „Málaflokkur jafnréttismála fái aukið vægi innan stjórnkerfisins. Jafnréttisstofa verði efld og sjálfstæði hennar aukið. Jafnréttismál verði flutt í forsætisráðuneytið. Áhrif kvenna í endurreisninni verði tryggð. Því mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að jafna hlutfall kvenna á öllum sviðum samfélagsins og grípa til sértækra aðgerða sé þess þörf. Jafnframt verði kynjasjónarmið höfð að leiðarljósi í aðgerðum til atvinnusköpunar, svo þær gagnist bæði körlum og konum með fjölbreyttan bakgrunn. Ríkisstjórnin grípi til aðgerða til að útrýma kynbundnum launamun í samvinnu við hagsmunasamtök og aðila vinnumarkaðarins. Lokið verði við gerð jafnréttisstaðla á kjörtímabilinu og starf jafnréttisfulltrúa ráðuneyta verði efld. Unnið verði úr tillögum jafnréttisvaktarinnar. Ríkisstjórnin grípi til aðgerða til að útrýma kynbundnu ofbeldi……….“Verri staða kvenna Nú undir lok kjörtímabils ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð má með sanni segja að vart standi steinn yfir steini hvað þessi loforð snertir. Niðurskurður í heilbrigðis- og félagsmálum hefur bitnað á konum og landsbyggðinni, en um 80% tapaðra starfa voru kvennastörf. Fögur fyrirheit um að útrýma kynbundnum launamun hafa snúist upp í andhverfu sína, kynbundinn launamunur hefur aukist á kjörtímabilinu. Staða kvenna í íslensku samfélagi hefur versnað síðastliðin fjögur ár. Þær hafa verið þolendur endurreisnar fjármálakerfisins, forgangsverkefnis að fyrirmælum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem hafa falið í sér eignatilfærslur frá skuldsettum heimilum til fjármálastofnana og félagslegan niðurskurð. Sjóðurinn verður seint talinn velviljaður norrænu velferðarsamfélagi. Var það ekki þessi sjóður sem stuðlaði að kynlífstengdri ferðaþjónustu í Taílandi? Fjárframlög til Jafnréttisstofu hafa í hlutfalli við verðlagsbreytingar lækkað umtalsvert á kjörtímabilinu. Jafnréttisstofa hefur ekki verið efld, þvert á móti skorin niður. Tillögur greinarhöfundar og Lilju Mósesdóttur við þriðju umræðu fjárlaga fyrir árið 2013 um tímabundin 75 milljóna króna framlög til Jafnréttisstofu árin 2013 til 2015, samtals 150 milljónir, til að vinna gegn kynbundnum launamun voru felldar með atkvæðum allra stjórnarþingmanna. Stjórnarliðar greiddu einnig einbeitt atkvæði gegn einkar hófsömum tillögum okkar Lilju um 10 milljóna króna viðbótarframlag til Kvennaathvarfsins í Reykjavík, 5 milljóna króna til Stígamóta, sömu fjárhæð til Aflsins, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi á Norðurlandi, og UN Women. Við forgangsröðuðum í þágu baráttu gegn kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi í samræmi við grunngildi VG. Sambærilegar tillögur okkar vegna fjárlaga fyrir árið 2012 voru einnig kolfelldar af stjórnarliðum. Af hverju hafna þeir tillögum sem eru kjarnaatriði í stefnuskrám ríkisstjórnarflokkanna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ég gekk til liðs við VG á sínum tíma einkum til að vinna að hugsjónum um jafnrétti og umhverfi. Að báðum þessum málaflokkum hafði ég unnið sem lögmaður en gerði mér vonir um að ég næði meiri árangri á vettvangi Alþingis og innan VG, sem hefur kvenfrelsi og umhverfismál að kjarnaatriðum í stefnuskrá sinni. Nokkuð hefur áunnist fyrir tilstilli sporgöngumanna Kolbrúnar Halldórsdóttur sem fylgdu eftir málum hennar um vændiskaup og nektarstaði. Þá beitti Lilja Mósesdóttir sér sem formaður viðskiptanefndar til að tryggja að lög um kynjakvóta yrðu samþykkt. Bjartar vonir vöknuðu við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í kjölfar alþingiskosninga vorið 2009, með jafnaðar- og jafnréttiskonuna Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í fararbroddi. Í samstarfsyfirlýsingunni segir um jafnréttismálin: „Málaflokkur jafnréttismála fái aukið vægi innan stjórnkerfisins. Jafnréttisstofa verði efld og sjálfstæði hennar aukið. Jafnréttismál verði flutt í forsætisráðuneytið. Áhrif kvenna í endurreisninni verði tryggð. Því mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að jafna hlutfall kvenna á öllum sviðum samfélagsins og grípa til sértækra aðgerða sé þess þörf. Jafnframt verði kynjasjónarmið höfð að leiðarljósi í aðgerðum til atvinnusköpunar, svo þær gagnist bæði körlum og konum með fjölbreyttan bakgrunn. Ríkisstjórnin grípi til aðgerða til að útrýma kynbundnum launamun í samvinnu við hagsmunasamtök og aðila vinnumarkaðarins. Lokið verði við gerð jafnréttisstaðla á kjörtímabilinu og starf jafnréttisfulltrúa ráðuneyta verði efld. Unnið verði úr tillögum jafnréttisvaktarinnar. Ríkisstjórnin grípi til aðgerða til að útrýma kynbundnu ofbeldi……….“Verri staða kvenna Nú undir lok kjörtímabils ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð má með sanni segja að vart standi steinn yfir steini hvað þessi loforð snertir. Niðurskurður í heilbrigðis- og félagsmálum hefur bitnað á konum og landsbyggðinni, en um 80% tapaðra starfa voru kvennastörf. Fögur fyrirheit um að útrýma kynbundnum launamun hafa snúist upp í andhverfu sína, kynbundinn launamunur hefur aukist á kjörtímabilinu. Staða kvenna í íslensku samfélagi hefur versnað síðastliðin fjögur ár. Þær hafa verið þolendur endurreisnar fjármálakerfisins, forgangsverkefnis að fyrirmælum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem hafa falið í sér eignatilfærslur frá skuldsettum heimilum til fjármálastofnana og félagslegan niðurskurð. Sjóðurinn verður seint talinn velviljaður norrænu velferðarsamfélagi. Var það ekki þessi sjóður sem stuðlaði að kynlífstengdri ferðaþjónustu í Taílandi? Fjárframlög til Jafnréttisstofu hafa í hlutfalli við verðlagsbreytingar lækkað umtalsvert á kjörtímabilinu. Jafnréttisstofa hefur ekki verið efld, þvert á móti skorin niður. Tillögur greinarhöfundar og Lilju Mósesdóttur við þriðju umræðu fjárlaga fyrir árið 2013 um tímabundin 75 milljóna króna framlög til Jafnréttisstofu árin 2013 til 2015, samtals 150 milljónir, til að vinna gegn kynbundnum launamun voru felldar með atkvæðum allra stjórnarþingmanna. Stjórnarliðar greiddu einnig einbeitt atkvæði gegn einkar hófsömum tillögum okkar Lilju um 10 milljóna króna viðbótarframlag til Kvennaathvarfsins í Reykjavík, 5 milljóna króna til Stígamóta, sömu fjárhæð til Aflsins, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi á Norðurlandi, og UN Women. Við forgangsröðuðum í þágu baráttu gegn kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi í samræmi við grunngildi VG. Sambærilegar tillögur okkar vegna fjárlaga fyrir árið 2012 voru einnig kolfelldar af stjórnarliðum. Af hverju hafna þeir tillögum sem eru kjarnaatriði í stefnuskrám ríkisstjórnarflokkanna?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun