Dæmisaga frá Finnlandi Marjatta Ísberg skrifar 30. maí 2013 12:00 Í helgarblaði Fréttablaðsins (26.5.) var viðtal við Lóu Pind Aldísardóttur þar sem hún ræðir um brottfall úr framhaldsskóla og orsakir þess. Lóa telur að of mikil áhersla sé lögð á hefðbundið bóknám. Mjög margir geta eflaust verið henni sammála um þetta atriði, en hvað á til bragðs að taka? Í umræðum um skólamál hefur finnskum skólum oft verið teflt fram sem fyrirmyndarkerfi. Því langar mig að segja lítillega frá reynslu minni sem kennari í Finnlandi.Iðngreinar skortir ímynd Síðast kenndi ég við menntaskóla sem bauð eingöngu upp á hefðbundið bóknám. Meðal nemenda minna voru nokkrir sem enga hæfileika höfðu til slíks náms. Ár eftir ár urðu þeir að endurtaka sömu áfangana til að komast áfram en lágmarkseinkunnina 5 þurfti í einum áfanga til að komast áfram í þann næsta. Skólalóðin okkar var við hlið skólalóðar iðnskólans og einu sinni sagði ég við nemendur mína: „Ég skil ekki af hverju þið flykkist ekki í iðnskólann sem býður upp á áhugavert og fjölbreytt nám.“ Einn af drengjunum svaraði að bragði: „Iðnskólann skortir ímynd.“ Það er væntanlega ímynd sem iðnskólann skortir einnig hér á landi. En hvernig eigum við að laða fram nýja og áhugaverða ímynd? Er það með því að gera tækniskóla að háskóla og breyta iðnskóla í tækniskóla? Mér finnst það frekar undirstrika þá hugsun að „iðn“ þyki ekki nógu fín. Með þessum tilfæringum eru yfirvöld og hugmyndasmiðir menntastefnunnar að senda ákveðin skilaboð til þjóðfélagsins.Afleiðingar offjölgunar hvíthúfa Finnar hafa í meira en hálfa öld verið með fjöldatakmarkanir í háskóla og þeir sem ekki komast í háskóla verða að sækja sér starfsmenntun annars staðar. Með árunum hefur aðsókn stúdenta í iðnskólana aukist svo mikið að eyrnamerkja hefur þurft ákveðinn fjölda námsplássa fyrir þá sem ekki eru með stúdentspróf. Afleiðingin er sú að þeir sem mesta hæfileika hafa í ákveðinni iðngrein komast ef til vill ekki inn þar sem stúdentar fá aukastig í umsóknarferlinu. Stúdentar aftur á móti eyða mörgum árum í árangurslausar tilraunir til að komast í háskóla áður en þeir að endingu gefast upp og sækja um iðnnám.Nýrrar hugsunar er þörf Vandamálið er mjög djúpstætt og eflaust ekki hægt að finna einfaldar lausnir. Skólinn er íhaldssamur í eðli sínu og breytingar erfiðar. Þó að kennslan hafi breyst mikið þá byggir hún enn þá að miklu leyti á aldagömlum hefðum sem snerust um bóknám. Spurningin er ekki eingöngu um hugmyndafræði heldur einnig um afkomu og ævistarf kennara, en hver og einn hlýtur að líta á sitt fag sem mikilvægt. Eins og Lóa bendir á þá þurfum við að byrja á að líta á grunnskólann, ekki eingöngu að einblína á framhaldsskóla. Það sem gerst hefur hér á landi og víðar í vestrænum heimi er að of mikil krafa um sama skóla og sömu menntun fyrir alla hefur leitt okkur í ógöngur. Við þurfum að hugsa allt upp á nýtt og læra að skilja að menntun fæst víðar en með bókalestri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í helgarblaði Fréttablaðsins (26.5.) var viðtal við Lóu Pind Aldísardóttur þar sem hún ræðir um brottfall úr framhaldsskóla og orsakir þess. Lóa telur að of mikil áhersla sé lögð á hefðbundið bóknám. Mjög margir geta eflaust verið henni sammála um þetta atriði, en hvað á til bragðs að taka? Í umræðum um skólamál hefur finnskum skólum oft verið teflt fram sem fyrirmyndarkerfi. Því langar mig að segja lítillega frá reynslu minni sem kennari í Finnlandi.Iðngreinar skortir ímynd Síðast kenndi ég við menntaskóla sem bauð eingöngu upp á hefðbundið bóknám. Meðal nemenda minna voru nokkrir sem enga hæfileika höfðu til slíks náms. Ár eftir ár urðu þeir að endurtaka sömu áfangana til að komast áfram en lágmarkseinkunnina 5 þurfti í einum áfanga til að komast áfram í þann næsta. Skólalóðin okkar var við hlið skólalóðar iðnskólans og einu sinni sagði ég við nemendur mína: „Ég skil ekki af hverju þið flykkist ekki í iðnskólann sem býður upp á áhugavert og fjölbreytt nám.“ Einn af drengjunum svaraði að bragði: „Iðnskólann skortir ímynd.“ Það er væntanlega ímynd sem iðnskólann skortir einnig hér á landi. En hvernig eigum við að laða fram nýja og áhugaverða ímynd? Er það með því að gera tækniskóla að háskóla og breyta iðnskóla í tækniskóla? Mér finnst það frekar undirstrika þá hugsun að „iðn“ þyki ekki nógu fín. Með þessum tilfæringum eru yfirvöld og hugmyndasmiðir menntastefnunnar að senda ákveðin skilaboð til þjóðfélagsins.Afleiðingar offjölgunar hvíthúfa Finnar hafa í meira en hálfa öld verið með fjöldatakmarkanir í háskóla og þeir sem ekki komast í háskóla verða að sækja sér starfsmenntun annars staðar. Með árunum hefur aðsókn stúdenta í iðnskólana aukist svo mikið að eyrnamerkja hefur þurft ákveðinn fjölda námsplássa fyrir þá sem ekki eru með stúdentspróf. Afleiðingin er sú að þeir sem mesta hæfileika hafa í ákveðinni iðngrein komast ef til vill ekki inn þar sem stúdentar fá aukastig í umsóknarferlinu. Stúdentar aftur á móti eyða mörgum árum í árangurslausar tilraunir til að komast í háskóla áður en þeir að endingu gefast upp og sækja um iðnnám.Nýrrar hugsunar er þörf Vandamálið er mjög djúpstætt og eflaust ekki hægt að finna einfaldar lausnir. Skólinn er íhaldssamur í eðli sínu og breytingar erfiðar. Þó að kennslan hafi breyst mikið þá byggir hún enn þá að miklu leyti á aldagömlum hefðum sem snerust um bóknám. Spurningin er ekki eingöngu um hugmyndafræði heldur einnig um afkomu og ævistarf kennara, en hver og einn hlýtur að líta á sitt fag sem mikilvægt. Eins og Lóa bendir á þá þurfum við að byrja á að líta á grunnskólann, ekki eingöngu að einblína á framhaldsskóla. Það sem gerst hefur hér á landi og víðar í vestrænum heimi er að of mikil krafa um sama skóla og sömu menntun fyrir alla hefur leitt okkur í ógöngur. Við þurfum að hugsa allt upp á nýtt og læra að skilja að menntun fæst víðar en með bókalestri.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar