Innlent

Manna leitað vegna lögreglurannsóknar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir liðsinni almennings vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. Lögreglan vill vita hvort einhver þekki mennina á meðfylgjandi mynd en annar þeirra er talinn tengjast málinu. Í tengslum við sama mál er lýst eftir bifreið - rauðum VW Polo, tveggja dyra, árgerð 2001. Lögreglan biður þá sem geta gefið upplýsingar um manninn eru vinsamlegast beðnir um að hringja í lögregluna í síma 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×