Lífið

Sýnishorn úr fjórðu seríu Arrested Development

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fjórða sería bandarísku gamanþáttanna Arrested Development er væntanleg þann 26. maí, og nú hefur ný stikla fyrir seríuna verið frumsýnd.

Alls verða fimmtán þættir í seríunni og verða allir þættirnir frumsýndir sama dag á myndbandaveitunni Netflix. Þættirnir hefja svo göngu sína hér á landi á Stöð 2 í júní.

Af sýnishorninu að dæma er Bluth-fjölskyldan enn í fullu fjöri, en sex ár eru síðan sjónvarpsstöðin Fox losaði sig við þættina. Síðan þá hafa þættirnir náð enn meiri vinsældum og hefur orðrómurinn um endurkomu þáttanna verið langlífur.

Sýnishornið má sjá í spilaranum hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.