Diplómatar eru allt að því ósnertanlegir Jóhannes Stefánsson skrifar 22. ágúst 2013 10:41 Íslenskir sendierindrekar njóta réttinda Vínarsáttmálans erlendis. Mynd/Arndís Þorgeirsdóttir Erlendir sendierindrekar eru nánast ósnertanlegir en þeir og sendiráð þeirra njóta friðhelgi hér á landi samkvæmt ákvæðum Vínarsáttmálans. Sáttmálinn hefur lagagildi hér á landi. Fyrir vikið geta íslensk stjórnvöld ekkert gert nema lýst viðkomandi sendierindreka óviðtökuhæfan gerist hann brotlegur við lög, sé það talið nauðsynlegt. „Það er mjög harkaleg aðgerð og yrði líklegast ekki gert nema ef brotið væri mjög alvarlegt,“ segir Bjarni Már Magnússon, sérfræðingur í þjóðarétti við Háskólann í Reykjavík. „Sendierindrekar eiga að fara að íslenskum lögum samkvæmt Vínarsáttmálanum þó að það séu engin sérstök viðurlög við því að það sé ekki gert. Við getum sagt að þetta séu eins konar „heiðursmannareglur“ en þjóðarétturinn er ólíkur því sem gengur og gerist með landslög að því leyti að hann byggir mikið á gagnkvæmni, þannig að ríki hagar sér í samræmi við það hvernig annað ríki hagar sér við það,“ segir Bjarni. „Í dæmaskyni má nefna sendierindreka sem keyrir yfir löglegum hámarkshraða. Það er ekki hægt að sekta í því tilfelli en kannski myndi lögreglan skamma hann örlítið.“ Aðspurður hvort sendierindreki gæti framið morð hér á landi án þess að vera gert að sæta refsingu segir Bjarni: „Það er alveg möguleiki.“ Hann segir reglurnar vera mjög mikilvægar. „Tilgangurinn með reglunum er að samskipti ríkja séu með sem greiðasta móti,“ segir Bjarni. Reglurnar byggja á langri sögu af samskiptum ríkja. „Bitur reynsla hefur sýnt að dráp á sendierindrekum, handtökur og ýmiss konar ofsóknir hafa skaðleg áhrif á samskipti ríkja. Segja má að reglurnar hafi mótast í veruleika sem er nokkuð fjarri íslenskum hversdagsleika,“ segir Bjarni Már Magnússon. Ekki kvartað yfir veiðiþjófum „Það hefur ekkert komið á okkar borð en við höfum bara heyrt af málinu í fréttum,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, um mál kínversku sendiráðsstarfsmannanna sem voru gripnir við veiðar í Laxá í Kjós í leyfisleysi. Hún segir afar sjaldgæft að ráðuneytinu berist kvartanir vegna sendiráða og minnist þess ekki að neitt alvarlegt hafi komið upp seinustu ár. „Það er ekki útilokað að við höfum fengið einhverjar kvartanir vegna umferðarlagabrota seinustu árin,“ bætir hún við. Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Erlendir sendierindrekar eru nánast ósnertanlegir en þeir og sendiráð þeirra njóta friðhelgi hér á landi samkvæmt ákvæðum Vínarsáttmálans. Sáttmálinn hefur lagagildi hér á landi. Fyrir vikið geta íslensk stjórnvöld ekkert gert nema lýst viðkomandi sendierindreka óviðtökuhæfan gerist hann brotlegur við lög, sé það talið nauðsynlegt. „Það er mjög harkaleg aðgerð og yrði líklegast ekki gert nema ef brotið væri mjög alvarlegt,“ segir Bjarni Már Magnússon, sérfræðingur í þjóðarétti við Háskólann í Reykjavík. „Sendierindrekar eiga að fara að íslenskum lögum samkvæmt Vínarsáttmálanum þó að það séu engin sérstök viðurlög við því að það sé ekki gert. Við getum sagt að þetta séu eins konar „heiðursmannareglur“ en þjóðarétturinn er ólíkur því sem gengur og gerist með landslög að því leyti að hann byggir mikið á gagnkvæmni, þannig að ríki hagar sér í samræmi við það hvernig annað ríki hagar sér við það,“ segir Bjarni. „Í dæmaskyni má nefna sendierindreka sem keyrir yfir löglegum hámarkshraða. Það er ekki hægt að sekta í því tilfelli en kannski myndi lögreglan skamma hann örlítið.“ Aðspurður hvort sendierindreki gæti framið morð hér á landi án þess að vera gert að sæta refsingu segir Bjarni: „Það er alveg möguleiki.“ Hann segir reglurnar vera mjög mikilvægar. „Tilgangurinn með reglunum er að samskipti ríkja séu með sem greiðasta móti,“ segir Bjarni. Reglurnar byggja á langri sögu af samskiptum ríkja. „Bitur reynsla hefur sýnt að dráp á sendierindrekum, handtökur og ýmiss konar ofsóknir hafa skaðleg áhrif á samskipti ríkja. Segja má að reglurnar hafi mótast í veruleika sem er nokkuð fjarri íslenskum hversdagsleika,“ segir Bjarni Már Magnússon. Ekki kvartað yfir veiðiþjófum „Það hefur ekkert komið á okkar borð en við höfum bara heyrt af málinu í fréttum,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, um mál kínversku sendiráðsstarfsmannanna sem voru gripnir við veiðar í Laxá í Kjós í leyfisleysi. Hún segir afar sjaldgæft að ráðuneytinu berist kvartanir vegna sendiráða og minnist þess ekki að neitt alvarlegt hafi komið upp seinustu ár. „Það er ekki útilokað að við höfum fengið einhverjar kvartanir vegna umferðarlagabrota seinustu árin,“ bætir hún við.
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent