Skoðun

Virðing fyrir opinberri þjónustu

Magnús Guðmundsson skrifar
Umræðan um opinberan rekstur á Íslandi er stundum afar yfirborðskennd þar sem annan daginn er talað um „báknið“ þar sem þörf er á að hagræða og fækka opinberum starfsmönnum en hinn daginn að opinberar stofnanir eigi að standast ýtrustu kröfur og tryggja öryggi og velferð okkar t.d. þegar kemur að heilbrigðisþjónustu, löggæslu, umferðaröryggi, netöryggi, sóttvörnum, matvælaöryggi, flugöryggi og menntun.

Því miður er staðan á Íslandi í árslok 2013 sú að eftir árlegan niðurskurð í opinberum rekstri frá árinu 2009 verður ekki lengra gengið nema að draga úr þjónustu. Þrátt fyrir þetta binda núverandi stjórnvöld enn vonir við að halda áfram að hagræða t.d. með sameiningu stofnana. Minna ber hins vegar á pólitískri leiðsögn um forgangsröðun þjónustunnar sem borgararnir eiga að geta treyst á.

Þetta hefur sett marga stjórnendur og starfsmenn opinberra stofnana í erfiða stöðu sem einkennist af vilja til að veita góða þjónustu án þess að hafa til þess nægan mannafla eða tækjabúnað. Slík staða getur haft í för með sér neikvæðar afleiðingar sem sumstaðar eru farnar að koma fram.

Við breytingar á opinberum rekstri er vænlegt til árangurs að leita upplýsinga og treysta þeim sem best til þekkja sem oft eru starfsmenn og stjórnendur. Þá er brýnt að íslensk stjórnvöld birti framtíðarsýn fyrir opinbera þjónustu og að talað sé af virðingu um það fólk sem þar starfar jafnt sem alla aðra.




Skoðun

Skoðun

Deja Vu

Sverrir Agnarsson skrifar

Sjá meira


×