Bjóða bankalaus kortaviðskipti Haraldur Guðmundsson skrifar 5. desember 2013 07:15 Ingólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri iKort, segir að inneignarkortum fari ört fjölgandi í heiminum. Fréttablaðið/Daníel. „Það eru greinilega hópar fólks sem sjá þörf á því að geta stundað viðskipti án þess að vera með reikning í banka og velja kort sem fer ekki í manngreinarálit,“ segir Ingólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri iKort. Fyrirtækið hóf nýverið dreifingu á greiðslukortinu iKort, sem er frábrugðið öðrum kortum að því leyti að það er ekki tengt við bankareikning. Það er inneignarkort sem er gefið út á vegum breska fyrirtækisins Prepaid Financial Services, sem lýtur að sögn Ingólfs eftirliti breska fjármálaeftirlitsins. „Korthafi þarf því ekki leyfi viðskiptabankanna til að stofna eða nota kortið eða fara í greiðslumat. Það eru yfir þrjátíu þúsund aðilar sem fá ekki greiðslukort í dag og margir þeirra eru búnir að fara í gegnum erfiða tíma og eru ekki alltaf ánægðir með sinn viðskiptabanka. Síðan er fullt af fólki sem vill ekki nota sín greiðslukort þegar það verslar á netinu,“ segir Ingólfur og tekur fram að það séu fyrst og fremst þessir tveir hópar fólks sem hafi sótt um kortið. „Við erum ekki í útlánastarfsemi enda erum við bara tvö sem störfum á skrifstofunni. Fyrirtækið er ekki vörsluaðili þeirra fjármuna sem notendur leggja inn á kortin en fyrirtækið hefur hins vegar stofnað sérstakan reikning í viðskiptabanka þar sem inneignirnar eru geymdar.“ Spurður um hvaðan hugmyndin að dreifingu kortsins hér á landi sé komin segir Ingólfur að hún sé upphaflega komin frá Viktori Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Kreditkorta hf. Hann segir einnig að kortið sé fyrsta greiðslukort sinnar tegundar hér á landi. „Þetta er sú tegund korta sem er að vaxa hvað mest í heiminum í dag. Kortið er alþjóðlegt og það er hægt að nota það á yfir 32 milljón stöðum í heiminum og þar með talið í hraðbönkum þar sem Mastercard er með samninga. Korthafar þurfa því ekki að sækja um ferðagjaldeyri í reiðufé áður en farið er til útlanda og einnig er hægt að nota það til að koma peningum til vina og vandamanna í útlöndum,“ segir Ingólfur. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
„Það eru greinilega hópar fólks sem sjá þörf á því að geta stundað viðskipti án þess að vera með reikning í banka og velja kort sem fer ekki í manngreinarálit,“ segir Ingólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri iKort. Fyrirtækið hóf nýverið dreifingu á greiðslukortinu iKort, sem er frábrugðið öðrum kortum að því leyti að það er ekki tengt við bankareikning. Það er inneignarkort sem er gefið út á vegum breska fyrirtækisins Prepaid Financial Services, sem lýtur að sögn Ingólfs eftirliti breska fjármálaeftirlitsins. „Korthafi þarf því ekki leyfi viðskiptabankanna til að stofna eða nota kortið eða fara í greiðslumat. Það eru yfir þrjátíu þúsund aðilar sem fá ekki greiðslukort í dag og margir þeirra eru búnir að fara í gegnum erfiða tíma og eru ekki alltaf ánægðir með sinn viðskiptabanka. Síðan er fullt af fólki sem vill ekki nota sín greiðslukort þegar það verslar á netinu,“ segir Ingólfur og tekur fram að það séu fyrst og fremst þessir tveir hópar fólks sem hafi sótt um kortið. „Við erum ekki í útlánastarfsemi enda erum við bara tvö sem störfum á skrifstofunni. Fyrirtækið er ekki vörsluaðili þeirra fjármuna sem notendur leggja inn á kortin en fyrirtækið hefur hins vegar stofnað sérstakan reikning í viðskiptabanka þar sem inneignirnar eru geymdar.“ Spurður um hvaðan hugmyndin að dreifingu kortsins hér á landi sé komin segir Ingólfur að hún sé upphaflega komin frá Viktori Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Kreditkorta hf. Hann segir einnig að kortið sé fyrsta greiðslukort sinnar tegundar hér á landi. „Þetta er sú tegund korta sem er að vaxa hvað mest í heiminum í dag. Kortið er alþjóðlegt og það er hægt að nota það á yfir 32 milljón stöðum í heiminum og þar með talið í hraðbönkum þar sem Mastercard er með samninga. Korthafar þurfa því ekki að sækja um ferðagjaldeyri í reiðufé áður en farið er til útlanda og einnig er hægt að nota það til að koma peningum til vina og vandamanna í útlöndum,“ segir Ingólfur.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira