Lífið

Erfitt að vera ofurfyrirsæta

MYNDIR / COVER MEDIA
Kate Moss og Naomi Campbell eru tvær af þekktustu ofurfyrirsætum heims. Þær eru vanar því að klæðast hátískufatnaði, sóla sig á snekkjum og umgangast frægasta fólk í heimi en þær segja þetta módellíf þó ekki vera dans á rósum.

Vinkonurnar taka viðtal við hvor aðra í þýska tímaritinu Interview og sjá eftir því að hafa aldrei haft nægan tíma fyrir sjálfar sig.

Ófeimnar.
Kate spyr Naomi til dæmis að því hvort henni líði eins og sér – að hún hafi aldrei átt tíma út af fyrir sig.

"Já en stundum reyni ég að gera hlutina á annan hátt. Ef ég á lausan tíma er ég heima og horfi á sjónvarpið eða geri akkúrat ekki neitt," svarar Naomi sem er í sambandi með rússneska auðjöfrinum Vladimir Doronin. Hún á fasteignir í Miami, New York, Ibiza, Tyrklandi og Jamaika og ferðast á milli þeirra reglulega.

Góðar vinkonur.
"Áður fyrr fékk ég samviskubit ef ég gerði ekkert yfir daginn. Það er ekki lengur þannig. Ef ég þarf smá pásu tek ég hana. Þá svara ég ekki símanum," bætir Naomi við.

Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.