Hulunni svipt af BMW 4 14. janúar 2013 17:30 Rennilegur nýi fjarkinn BMW 4 verður í boði með sömu vélakostum og BMW 3. Mikið er um kynningar á nýjum bílum á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Detroit. Ein þeirra er nýr bíll frá BMW sem nú notast við tölustaf sem BMW hefur ekki notað áður, það er 4. Þessi „coupe" bíll byggir alfarið á BMW 3-línunni, en er tveggja hurða og einum 5 cm lengri en þristurinn, en lægri til þaksins. Hann líkist óneitanlega 6-línu bíl BMW, en sá bíll byggir á 7-línunni, en er eins og nýi fjarkinn með aðeins tvær hurðir. Þeim er barið hafa þennan nýja sportbíl BMW augum ber saman um að þar fer fagur bíll sem ekki ber þess merki að skornar hafi verið tvær hurðir af venjulegum BMW 3 bara til að bjóða „coupe"-bíl. BMW mun bjóða nýja fjarkann í M-útfærslu sem búast má við að verði mjög öflugur bíll. Einnig verður hann í boði sem blæjubíll.Ekki síðri afturhluti Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent
BMW 4 verður í boði með sömu vélakostum og BMW 3. Mikið er um kynningar á nýjum bílum á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Detroit. Ein þeirra er nýr bíll frá BMW sem nú notast við tölustaf sem BMW hefur ekki notað áður, það er 4. Þessi „coupe" bíll byggir alfarið á BMW 3-línunni, en er tveggja hurða og einum 5 cm lengri en þristurinn, en lægri til þaksins. Hann líkist óneitanlega 6-línu bíl BMW, en sá bíll byggir á 7-línunni, en er eins og nýi fjarkinn með aðeins tvær hurðir. Þeim er barið hafa þennan nýja sportbíl BMW augum ber saman um að þar fer fagur bíll sem ekki ber þess merki að skornar hafi verið tvær hurðir af venjulegum BMW 3 bara til að bjóða „coupe"-bíl. BMW mun bjóða nýja fjarkann í M-útfærslu sem búast má við að verði mjög öflugur bíll. Einnig verður hann í boði sem blæjubíll.Ekki síðri afturhluti
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent