Smára svarað Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifar 31. janúar 2013 06:00 Smári Sigurðsson, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, leggur orð í belg í umræðu um málefni hælisleitenda í Fréttablaðinu sl. þriðjudag. Sér hann sig knúinn til að taka hanskann upp fyrir forstjóra Útlendingastofnunar, vegna gagnrýni minnar og annarra á ummæli forstjórans varðandi fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd, eða hæli. Það er mikið rétt að ég gagnrýndi forstjórann fyrir að fjalla um þennan viðkvæma málaflokk án nauðsynlegrar ígrundunar og yfirvegunar, svo að skilja mátti að fjöldi einstaklinga sækti um vernd hér á landi til þess eins að fá frítt uppihald. Á þingi var því haldið fram að með gagnrýni minni væri ég að þagga niður í forstjóranum, sýndi með öðrum orðum tilburði til að hefta málfrelsi. Smári Sigurðsson tekur upp þennan þráð: „Að lokum verð ég að segja að mér er það umhugsunarefni að núverandi innanríkisráðherra skuli bregðast svo harkalega við ummælum undirmanns, sérstaklega í ljósi þess að hann var áður formaður BSRB og þar áður fréttamaður sjónvarps. Ætli hann hafi á þeim tíma verið sömu skoðunar varðandi frelsi fólks til að láta í ljósi skoðanir sínar?“ Dyflinnarsamkomulagið Í grein sinni rekur Smári gang mála hjá Útlendingastofnun og bendir á að bæði hér á landi og annars staðar séu mörg dæmi um fólk sem sæki um hæli án þess að eiga rétt á alþjóðlegri vernd. Vísar hann m.a. til Dyflinnarsamkomulagsins sem felur í sér samkomulag ríkja í milli um málsmeðferð hælisumsókna. Það er rétt hjá Smára að aðstæður fólks sem hingað kemur í leit að vernd eru mismunandi. Í þessum hópi er, eins og í öðrum hópum, til að dreifa einstaklingum sem ekki segja satt og rétt frá. Og á meðal hælisleitenda er líka fólk sem á ekki rétt á vernd í samræmi við Flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna eða okkar innlendu löggjöf. En hins vegar leitar hingað líka fólk sem er að flýja ofsóknir og pyntingar, hræðileg stríðsátök og gróft ofbeldi. Út á það gengur einmitt málsmeðferðin – að greina á milli þeirra sem eiga rétt til verndar og hinna sem eiga það ekki. Í því samhengi höfum við ekki rétt á að kasta fólki til baka þótt það komi frá öðru ríki sem á aðild að Dyflinnarsamkomulaginu, okkur ber að skoða aðstæður þess. Um þetta hefur Mannréttindadómstóll Evrópu gefið skýr fyrirmæli. Ég tel að Dyflinnarsamstarfið sé réttlætanlegt í því augnamiði að reyna að nýta kerfin sem best til að skera úr um hverjir þurfa vernd og hverjir ekki. Þannig má flýta málsmeðferð og tryggja að hælisleitendur og flóttafólk geti haldið áfram með líf sitt. Hins vegar hafa komið upp vandamál í þessu samstarfi, sem ríki Evrópu leitast nú við að leysa. Þannig telst það ekki í takti við mannréttindaskuldbindingar að senda hælisleitendur ásamt umsókn þeirra til Grikklands, svo dæmi séu tekin. Og þetta ber okkur að taka alvarlega. Frjáls til orðsins Hvað varðar ásakanir um tilraunir til þess að hefta málfrelsi þá vísa ég því til föðurhúsanna. Þeir sem gefa frá sér yfirlýsingar opinberlega verða að geta tekið því að þær séu gagnrýndar. Þetta tók ég sérstaklega fram í umræðum um áðurnefnd ummæli forstjóra Útlendingastofnunar en einnig í samtali við hana sjálfa, að hún væri að sjálfsögðu frjáls til orðsins en ég teldi það jafnframt skyldu mína að taka þátt í opinberri umræðu um málaflokkinn. Og þarna taldi ég að forstjórinn hefði sett fram óvarlegar alhæfingar, sem geta komið illa við þann hóp fólks sem hér bíður meðferðar sinna mála og er sannanlega í þörf fyrir vernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Smári Sigurðsson, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, leggur orð í belg í umræðu um málefni hælisleitenda í Fréttablaðinu sl. þriðjudag. Sér hann sig knúinn til að taka hanskann upp fyrir forstjóra Útlendingastofnunar, vegna gagnrýni minnar og annarra á ummæli forstjórans varðandi fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd, eða hæli. Það er mikið rétt að ég gagnrýndi forstjórann fyrir að fjalla um þennan viðkvæma málaflokk án nauðsynlegrar ígrundunar og yfirvegunar, svo að skilja mátti að fjöldi einstaklinga sækti um vernd hér á landi til þess eins að fá frítt uppihald. Á þingi var því haldið fram að með gagnrýni minni væri ég að þagga niður í forstjóranum, sýndi með öðrum orðum tilburði til að hefta málfrelsi. Smári Sigurðsson tekur upp þennan þráð: „Að lokum verð ég að segja að mér er það umhugsunarefni að núverandi innanríkisráðherra skuli bregðast svo harkalega við ummælum undirmanns, sérstaklega í ljósi þess að hann var áður formaður BSRB og þar áður fréttamaður sjónvarps. Ætli hann hafi á þeim tíma verið sömu skoðunar varðandi frelsi fólks til að láta í ljósi skoðanir sínar?“ Dyflinnarsamkomulagið Í grein sinni rekur Smári gang mála hjá Útlendingastofnun og bendir á að bæði hér á landi og annars staðar séu mörg dæmi um fólk sem sæki um hæli án þess að eiga rétt á alþjóðlegri vernd. Vísar hann m.a. til Dyflinnarsamkomulagsins sem felur í sér samkomulag ríkja í milli um málsmeðferð hælisumsókna. Það er rétt hjá Smára að aðstæður fólks sem hingað kemur í leit að vernd eru mismunandi. Í þessum hópi er, eins og í öðrum hópum, til að dreifa einstaklingum sem ekki segja satt og rétt frá. Og á meðal hælisleitenda er líka fólk sem á ekki rétt á vernd í samræmi við Flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna eða okkar innlendu löggjöf. En hins vegar leitar hingað líka fólk sem er að flýja ofsóknir og pyntingar, hræðileg stríðsátök og gróft ofbeldi. Út á það gengur einmitt málsmeðferðin – að greina á milli þeirra sem eiga rétt til verndar og hinna sem eiga það ekki. Í því samhengi höfum við ekki rétt á að kasta fólki til baka þótt það komi frá öðru ríki sem á aðild að Dyflinnarsamkomulaginu, okkur ber að skoða aðstæður þess. Um þetta hefur Mannréttindadómstóll Evrópu gefið skýr fyrirmæli. Ég tel að Dyflinnarsamstarfið sé réttlætanlegt í því augnamiði að reyna að nýta kerfin sem best til að skera úr um hverjir þurfa vernd og hverjir ekki. Þannig má flýta málsmeðferð og tryggja að hælisleitendur og flóttafólk geti haldið áfram með líf sitt. Hins vegar hafa komið upp vandamál í þessu samstarfi, sem ríki Evrópu leitast nú við að leysa. Þannig telst það ekki í takti við mannréttindaskuldbindingar að senda hælisleitendur ásamt umsókn þeirra til Grikklands, svo dæmi séu tekin. Og þetta ber okkur að taka alvarlega. Frjáls til orðsins Hvað varðar ásakanir um tilraunir til þess að hefta málfrelsi þá vísa ég því til föðurhúsanna. Þeir sem gefa frá sér yfirlýsingar opinberlega verða að geta tekið því að þær séu gagnrýndar. Þetta tók ég sérstaklega fram í umræðum um áðurnefnd ummæli forstjóra Útlendingastofnunar en einnig í samtali við hana sjálfa, að hún væri að sjálfsögðu frjáls til orðsins en ég teldi það jafnframt skyldu mína að taka þátt í opinberri umræðu um málaflokkinn. Og þarna taldi ég að forstjórinn hefði sett fram óvarlegar alhæfingar, sem geta komið illa við þann hóp fólks sem hér bíður meðferðar sinna mála og er sannanlega í þörf fyrir vernd.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun