Nauðgun er svo hrikalega fyndin Jóhanna Ýr Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2013 07:00 Hva? Þetta er bara grín! Þetta fá margir að heyra þegar þeir segja að þeim finnist nauðgunarbrandarar ekkert fyndnir (þ.e. þessir fáu sem þora að segja það upphátt). Hvernig er þetta fyndið? Hvað við þessa gjörð, frá byrjun glæpsins til enda hans, er fyndið? Er það þegar einhver eltir einstaklinginn og bíður eftir að ná færi, eins og rándýr? Er það fyndið? Eða er það þegar fórnarlambinu er náð, því er hent einhvers staðar niður, haldið gegn vilja sínum, og það er byrjað að rífa utan af því fötin? Er það á þeim tímapunkti sem ég á að hlæja að frásögninni? Eða er það þegar einhver treður einhverju inn í líkama annars einstaklings – gegn vilja hans – og brýtur á honum, sem við eigum að hlæja? Eða er það þegar fórnarlambinu er hótað, sagt að halda kjafti, „þú vilt þetta innst inni“, sem húmorinn birtist? Getur einhver útskýrt fyrir okkur hinum, þessum „húmorslausu“, hvenær við nákvæmlega eigum að hlæja?Þolendum finnst brandararnir slappir Það eru góðar líkur á því að þú þekkir einstakling sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi. Kannski veistu það, kannski ekki. Kynferðisofbeldi er svo svimandi algengara en flestir gera sér grein fyrir. Ég þekki því miður nokkra einstaklinga sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þeim finnst svona brandarar svolítið slappir. Þessir einstaklingar upplifðu ýmis einkenni áfallastreituröskunar í kjölfarið, eiga oft erfitt með að treysta annarri manneskju aftur, eru hræddir við einveru (eða hóp af fólki), fá martraðir, eiga jafnvel erfitt með að njóta kynlífs. Þú veist, af því þetta er svo hrikalega fyndið, manstu? Vandamálið við nauðgunarbrandara er m.a. þetta. Nauðgarar sem heyra þig segja slíkan brandara eða bara sjá þig hlæja að honum, gætu litið á það sem þitt samþykki: „Sko, þetta er allt í lagi, þau bara þora ekki að viðurkenna það.“ Næst þegar þú segir nauðgunarbrandara, eða hlærð að honum, þarftu þá ekki að vera alveg viss um að enginn, enginn, í kringum þig hugsi sem svo að þú sért að samþykkja þennan glæp? Þá hugsar þú auðvitað með þér: „Hva, ég þekki enga nauðgara!“ En veistu það fyrir víst? Það er ekkert fyndið við nauðgun. Við vitum það öll. Verum óhrædd við að segja það upphátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Hva? Þetta er bara grín! Þetta fá margir að heyra þegar þeir segja að þeim finnist nauðgunarbrandarar ekkert fyndnir (þ.e. þessir fáu sem þora að segja það upphátt). Hvernig er þetta fyndið? Hvað við þessa gjörð, frá byrjun glæpsins til enda hans, er fyndið? Er það þegar einhver eltir einstaklinginn og bíður eftir að ná færi, eins og rándýr? Er það fyndið? Eða er það þegar fórnarlambinu er náð, því er hent einhvers staðar niður, haldið gegn vilja sínum, og það er byrjað að rífa utan af því fötin? Er það á þeim tímapunkti sem ég á að hlæja að frásögninni? Eða er það þegar einhver treður einhverju inn í líkama annars einstaklings – gegn vilja hans – og brýtur á honum, sem við eigum að hlæja? Eða er það þegar fórnarlambinu er hótað, sagt að halda kjafti, „þú vilt þetta innst inni“, sem húmorinn birtist? Getur einhver útskýrt fyrir okkur hinum, þessum „húmorslausu“, hvenær við nákvæmlega eigum að hlæja?Þolendum finnst brandararnir slappir Það eru góðar líkur á því að þú þekkir einstakling sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi. Kannski veistu það, kannski ekki. Kynferðisofbeldi er svo svimandi algengara en flestir gera sér grein fyrir. Ég þekki því miður nokkra einstaklinga sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þeim finnst svona brandarar svolítið slappir. Þessir einstaklingar upplifðu ýmis einkenni áfallastreituröskunar í kjölfarið, eiga oft erfitt með að treysta annarri manneskju aftur, eru hræddir við einveru (eða hóp af fólki), fá martraðir, eiga jafnvel erfitt með að njóta kynlífs. Þú veist, af því þetta er svo hrikalega fyndið, manstu? Vandamálið við nauðgunarbrandara er m.a. þetta. Nauðgarar sem heyra þig segja slíkan brandara eða bara sjá þig hlæja að honum, gætu litið á það sem þitt samþykki: „Sko, þetta er allt í lagi, þau bara þora ekki að viðurkenna það.“ Næst þegar þú segir nauðgunarbrandara, eða hlærð að honum, þarftu þá ekki að vera alveg viss um að enginn, enginn, í kringum þig hugsi sem svo að þú sért að samþykkja þennan glæp? Þá hugsar þú auðvitað með þér: „Hva, ég þekki enga nauðgara!“ En veistu það fyrir víst? Það er ekkert fyndið við nauðgun. Við vitum það öll. Verum óhrædd við að segja það upphátt.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar