Nauðgun er svo hrikalega fyndin Jóhanna Ýr Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2013 07:00 Hva? Þetta er bara grín! Þetta fá margir að heyra þegar þeir segja að þeim finnist nauðgunarbrandarar ekkert fyndnir (þ.e. þessir fáu sem þora að segja það upphátt). Hvernig er þetta fyndið? Hvað við þessa gjörð, frá byrjun glæpsins til enda hans, er fyndið? Er það þegar einhver eltir einstaklinginn og bíður eftir að ná færi, eins og rándýr? Er það fyndið? Eða er það þegar fórnarlambinu er náð, því er hent einhvers staðar niður, haldið gegn vilja sínum, og það er byrjað að rífa utan af því fötin? Er það á þeim tímapunkti sem ég á að hlæja að frásögninni? Eða er það þegar einhver treður einhverju inn í líkama annars einstaklings – gegn vilja hans – og brýtur á honum, sem við eigum að hlæja? Eða er það þegar fórnarlambinu er hótað, sagt að halda kjafti, „þú vilt þetta innst inni“, sem húmorinn birtist? Getur einhver útskýrt fyrir okkur hinum, þessum „húmorslausu“, hvenær við nákvæmlega eigum að hlæja?Þolendum finnst brandararnir slappir Það eru góðar líkur á því að þú þekkir einstakling sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi. Kannski veistu það, kannski ekki. Kynferðisofbeldi er svo svimandi algengara en flestir gera sér grein fyrir. Ég þekki því miður nokkra einstaklinga sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þeim finnst svona brandarar svolítið slappir. Þessir einstaklingar upplifðu ýmis einkenni áfallastreituröskunar í kjölfarið, eiga oft erfitt með að treysta annarri manneskju aftur, eru hræddir við einveru (eða hóp af fólki), fá martraðir, eiga jafnvel erfitt með að njóta kynlífs. Þú veist, af því þetta er svo hrikalega fyndið, manstu? Vandamálið við nauðgunarbrandara er m.a. þetta. Nauðgarar sem heyra þig segja slíkan brandara eða bara sjá þig hlæja að honum, gætu litið á það sem þitt samþykki: „Sko, þetta er allt í lagi, þau bara þora ekki að viðurkenna það.“ Næst þegar þú segir nauðgunarbrandara, eða hlærð að honum, þarftu þá ekki að vera alveg viss um að enginn, enginn, í kringum þig hugsi sem svo að þú sért að samþykkja þennan glæp? Þá hugsar þú auðvitað með þér: „Hva, ég þekki enga nauðgara!“ En veistu það fyrir víst? Það er ekkert fyndið við nauðgun. Við vitum það öll. Verum óhrædd við að segja það upphátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Hva? Þetta er bara grín! Þetta fá margir að heyra þegar þeir segja að þeim finnist nauðgunarbrandarar ekkert fyndnir (þ.e. þessir fáu sem þora að segja það upphátt). Hvernig er þetta fyndið? Hvað við þessa gjörð, frá byrjun glæpsins til enda hans, er fyndið? Er það þegar einhver eltir einstaklinginn og bíður eftir að ná færi, eins og rándýr? Er það fyndið? Eða er það þegar fórnarlambinu er náð, því er hent einhvers staðar niður, haldið gegn vilja sínum, og það er byrjað að rífa utan af því fötin? Er það á þeim tímapunkti sem ég á að hlæja að frásögninni? Eða er það þegar einhver treður einhverju inn í líkama annars einstaklings – gegn vilja hans – og brýtur á honum, sem við eigum að hlæja? Eða er það þegar fórnarlambinu er hótað, sagt að halda kjafti, „þú vilt þetta innst inni“, sem húmorinn birtist? Getur einhver útskýrt fyrir okkur hinum, þessum „húmorslausu“, hvenær við nákvæmlega eigum að hlæja?Þolendum finnst brandararnir slappir Það eru góðar líkur á því að þú þekkir einstakling sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi. Kannski veistu það, kannski ekki. Kynferðisofbeldi er svo svimandi algengara en flestir gera sér grein fyrir. Ég þekki því miður nokkra einstaklinga sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þeim finnst svona brandarar svolítið slappir. Þessir einstaklingar upplifðu ýmis einkenni áfallastreituröskunar í kjölfarið, eiga oft erfitt með að treysta annarri manneskju aftur, eru hræddir við einveru (eða hóp af fólki), fá martraðir, eiga jafnvel erfitt með að njóta kynlífs. Þú veist, af því þetta er svo hrikalega fyndið, manstu? Vandamálið við nauðgunarbrandara er m.a. þetta. Nauðgarar sem heyra þig segja slíkan brandara eða bara sjá þig hlæja að honum, gætu litið á það sem þitt samþykki: „Sko, þetta er allt í lagi, þau bara þora ekki að viðurkenna það.“ Næst þegar þú segir nauðgunarbrandara, eða hlærð að honum, þarftu þá ekki að vera alveg viss um að enginn, enginn, í kringum þig hugsi sem svo að þú sért að samþykkja þennan glæp? Þá hugsar þú auðvitað með þér: „Hva, ég þekki enga nauðgara!“ En veistu það fyrir víst? Það er ekkert fyndið við nauðgun. Við vitum það öll. Verum óhrædd við að segja það upphátt.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar