Viðskipti innlent

Heimilin fá 18 milljarða þann 1. ágúst

Heimilin í landinu fá 18 milljarða þann 1. ágúst næst komandi vegna vaxtabóta, barnabóta og ofgreiddra skatta.
Heimilin í landinu fá 18 milljarða þann 1. ágúst næst komandi vegna vaxtabóta, barnabóta og ofgreiddra skatta.
Rúmlega 18 milljarðar króna verða greiddir úr ríkissjóði til heimilanna þann 1. ágúst næst komandi í formi barnabóta, vaxtabóta og vegna ofgreiddra skatta.

Inneign framteljenda að lokinni álagningu er alls 21,9 milljarðar króna en 3,6 milljörðum af þeirri upphæð verður ráðstafað upp í kröfur ríkissjóðs vegna vangoldinna gjalda.



Greiðslurnar skiptast svona:

Barnabætur2.670 milljónir
Vaxtabætur7.406 milljónir
Ofgreidd staðgreiðsla v. tekjuskatts og útsvars7.077 milljónir
Ofgreidd staðgreiðsla fjármagnsskatts720 milljónir
Annað390 milljónir
Alls18.271 milljónir


Endurgreiðsla á ofgreiddum sköttum er alls 7,8 milljarðar króna, sem er svipað og í fyrra. Barnabætur eru nú 35% meiri nú en í fyrra og almennar vaxtabætur 1,5% minni.

Auk þess mun ríkissjóður greiða 2,7 milljarða í barnabætur í lokagreiðslur ársins þann 1. nóvember. Heildarútborgun 1. ágúst lækkar um 2,1 milljarð sé miðað við arið 2012, þar sem sérstakar tímabundnar vaxtaniðurgreiðslur til skuldsettra heimila hafa fallið á brott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×