Ný tækifæri til breytinga á stjórnarskrá Árni Páll Árnason skrifar 24. júlí 2013 07:00 Á nýafstöðnu sumarþingi staðfesti Alþingi frumvarp það til breytinga á stjórnarskrá sem ég flutti á síðasta þingi með Katrínu Jakobsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni. Í því felst að hægt er að gera breytingar á stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, án þess að til þingkosninga þurfi að koma. Stjórnarskrárbreyting þarf samkvæmt ákvæðinu samþykki 2/3 hluta þings og svo samþykki meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu, en þó þannig að 40% kosningabærra manna þurfa að greiða tillögunni atkvæði. Samhliða þessari samþykkt varð samstaða milli formanna stjórnmálaflokkanna um að áfram yrði unnið að stjórnskipunarumbótum á kjörtímabilinu. Forsætisráðherra mun skipa nefnd fulltrúa allra flokka, sem mun vinna tillögur áfram. Að mínu viti felast í því mikil tímamót að allir flokkar eru sammála um að í því starfi verði höfð hliðsjón af vinnu undangenginna ára: Tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, tillögum stjórnlaganefndar og vinnu stjórnarskrárnefndarinnar sem starfaði frá 2005-2007. Hið nýja breytingarákvæði var bein afleiðing af ráðleggingum Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Feneyjanefndin hvatti í umsögn sinni um fyrirliggjandi drög að stjórnarskrá í febrúar sl. til þess að breytingar á stjórnarskrá yrðu einfaldaðar svo hægt væri að vinna málið áfram á nýju kjörtímabili, ef ekki ynnist tími til að ljúka heildarendurskoðun stjórnarskrár fyrir síðustu þingkosningar.Gerbreytir viðhorfum Nýja breytingarákvæðið gerbreytir viðhorfum á vettvangi stjórnmálanna til stjórnarskrárbreytinga. Í stað þess að menn hummi þær fram af sér fram eftir kjörtímabili og vakni svo upp við vondan draum og hefji endurskoðunarvinnu einhverjum misserum fyrir kosningar verður nú bæði rökrétt og eðlilegt að hefja strax í upphafi kjörtímabils vinnu við stjórnarskrárbreytingar. Það er líka mikilvægt að taka stjórnarskrárbreytingar út úr þeim hráskinnaleik flokkastjórnmálanna sem einkennt hefur umræðuna undanfarna áratugi. Í aðdraganda kosninga 2007, 2009 og 2013 voru stjórnarskrárbreytingar pólitískt þrætuepli og umræðan einkenndist óþægilega mikið af tilraunum flokkanna til að koma Svarta-Pétri hver á annan: Fá þennan til að hafna auðlindaákvæði eða hinn til að sýnast standa gegn öllum breytingum. Standa gegn öllu til að skapa sér samningsstöðu. Flokkar urðu í þessum leikaraskap berir að því að hafna fyrir einar kosningar tillögum sem þeir sjálfir lögðu fram fyrir næstu kosningar á undan. Þessu rugli þarf að linna. Það einfaldasta fyrst Nýja breytingarákvæðið gerir mögulegt að búa til vitrænt verklag og samstillt átak um árangur. Víðtækur stuðningur við breytingarákvæðið í endanlegri atkvæðagreiðslu, þar sem 2/3 hlutar þingmanna – úr flestum flokkum – greiddu því atkvæði, lofar góðu um samvinnuvilja. Í vinnunni fram undan þarf að leggja áherslu á að vinna fyrst það sem einfaldast á að vera að ná saman um og nýta þau tækifæri sem við fáum til að efna með auðveldum hætti til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég minni á að tvennar almennar kosningar eru áætlaðar á þessu kjörtímabili: Sveitarstjórnarkosningar í lok maí 2014 og forsetakosningar í júní 2016. Það væri vel mögulegt að Alþingi gæti afgreitt frá sér fyrsta hluta tillagna um stjórnarskrárbreytingar í vetur til afgreiðslu af þjóðarinnar hálfu samhliða sveitarstjórnarkosningum og svo aftur næsta áfanga í tíma fyrir forsetakosningarnar 2016. Hvað ætti að vera í þeim stjórnarskrártillögum? Um það fjalla ég í næstu grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnu sumarþingi staðfesti Alþingi frumvarp það til breytinga á stjórnarskrá sem ég flutti á síðasta þingi með Katrínu Jakobsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni. Í því felst að hægt er að gera breytingar á stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, án þess að til þingkosninga þurfi að koma. Stjórnarskrárbreyting þarf samkvæmt ákvæðinu samþykki 2/3 hluta þings og svo samþykki meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu, en þó þannig að 40% kosningabærra manna þurfa að greiða tillögunni atkvæði. Samhliða þessari samþykkt varð samstaða milli formanna stjórnmálaflokkanna um að áfram yrði unnið að stjórnskipunarumbótum á kjörtímabilinu. Forsætisráðherra mun skipa nefnd fulltrúa allra flokka, sem mun vinna tillögur áfram. Að mínu viti felast í því mikil tímamót að allir flokkar eru sammála um að í því starfi verði höfð hliðsjón af vinnu undangenginna ára: Tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, tillögum stjórnlaganefndar og vinnu stjórnarskrárnefndarinnar sem starfaði frá 2005-2007. Hið nýja breytingarákvæði var bein afleiðing af ráðleggingum Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Feneyjanefndin hvatti í umsögn sinni um fyrirliggjandi drög að stjórnarskrá í febrúar sl. til þess að breytingar á stjórnarskrá yrðu einfaldaðar svo hægt væri að vinna málið áfram á nýju kjörtímabili, ef ekki ynnist tími til að ljúka heildarendurskoðun stjórnarskrár fyrir síðustu þingkosningar.Gerbreytir viðhorfum Nýja breytingarákvæðið gerbreytir viðhorfum á vettvangi stjórnmálanna til stjórnarskrárbreytinga. Í stað þess að menn hummi þær fram af sér fram eftir kjörtímabili og vakni svo upp við vondan draum og hefji endurskoðunarvinnu einhverjum misserum fyrir kosningar verður nú bæði rökrétt og eðlilegt að hefja strax í upphafi kjörtímabils vinnu við stjórnarskrárbreytingar. Það er líka mikilvægt að taka stjórnarskrárbreytingar út úr þeim hráskinnaleik flokkastjórnmálanna sem einkennt hefur umræðuna undanfarna áratugi. Í aðdraganda kosninga 2007, 2009 og 2013 voru stjórnarskrárbreytingar pólitískt þrætuepli og umræðan einkenndist óþægilega mikið af tilraunum flokkanna til að koma Svarta-Pétri hver á annan: Fá þennan til að hafna auðlindaákvæði eða hinn til að sýnast standa gegn öllum breytingum. Standa gegn öllu til að skapa sér samningsstöðu. Flokkar urðu í þessum leikaraskap berir að því að hafna fyrir einar kosningar tillögum sem þeir sjálfir lögðu fram fyrir næstu kosningar á undan. Þessu rugli þarf að linna. Það einfaldasta fyrst Nýja breytingarákvæðið gerir mögulegt að búa til vitrænt verklag og samstillt átak um árangur. Víðtækur stuðningur við breytingarákvæðið í endanlegri atkvæðagreiðslu, þar sem 2/3 hlutar þingmanna – úr flestum flokkum – greiddu því atkvæði, lofar góðu um samvinnuvilja. Í vinnunni fram undan þarf að leggja áherslu á að vinna fyrst það sem einfaldast á að vera að ná saman um og nýta þau tækifæri sem við fáum til að efna með auðveldum hætti til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég minni á að tvennar almennar kosningar eru áætlaðar á þessu kjörtímabili: Sveitarstjórnarkosningar í lok maí 2014 og forsetakosningar í júní 2016. Það væri vel mögulegt að Alþingi gæti afgreitt frá sér fyrsta hluta tillagna um stjórnarskrárbreytingar í vetur til afgreiðslu af þjóðarinnar hálfu samhliða sveitarstjórnarkosningum og svo aftur næsta áfanga í tíma fyrir forsetakosningarnar 2016. Hvað ætti að vera í þeim stjórnarskrártillögum? Um það fjalla ég í næstu grein.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun