Ók með krafttöng í stað stýris Finnur Thorlacius skrifar 24. júlí 2013 08:45 Krafttöng í stað stýris Þeim brá aðeins lögreglumönnunum í Ástralíu sem stöðvuðu ökumann á bíl með sprungið á tveimur dekkjum. Bíllinn var ekki skráður, ekki tryggður og hafði að auki lent í árekstri þar sem ökumaðurinn stakk af frá slysstað. Ekki var það nóg, því þá fyrst brá þeim er þeir sáu hvað var notað í stað stýris í bílnum, sem einhverra hluta vegna tilheyrði honum ekki lengur. Það var krafttöng, eða "Wisegrip-töng" eins og margir þekkja þær. Það hlýtur að vera nokkrum vandkvæðum bundið að aka bíl á þennan hátt og eflaust snúið að bragðast við erfiðum aðstæðum sem kunna að skapast. Til að toppa vitleysuna sem í gangi var þarna var ökumaðurinn ekki með ökuskírteini og var samstundis færður í eiturlyfjapróf, sem reyndist að sjálfsögðu jákvætt. Ökumaðurinn verður líklega ákærður um margt, nema helst frumleika og hugkvæmni. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent
Þeim brá aðeins lögreglumönnunum í Ástralíu sem stöðvuðu ökumann á bíl með sprungið á tveimur dekkjum. Bíllinn var ekki skráður, ekki tryggður og hafði að auki lent í árekstri þar sem ökumaðurinn stakk af frá slysstað. Ekki var það nóg, því þá fyrst brá þeim er þeir sáu hvað var notað í stað stýris í bílnum, sem einhverra hluta vegna tilheyrði honum ekki lengur. Það var krafttöng, eða "Wisegrip-töng" eins og margir þekkja þær. Það hlýtur að vera nokkrum vandkvæðum bundið að aka bíl á þennan hátt og eflaust snúið að bragðast við erfiðum aðstæðum sem kunna að skapast. Til að toppa vitleysuna sem í gangi var þarna var ökumaðurinn ekki með ökuskírteini og var samstundis færður í eiturlyfjapróf, sem reyndist að sjálfsögðu jákvætt. Ökumaðurinn verður líklega ákærður um margt, nema helst frumleika og hugkvæmni.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent