Engar fiðlur, takk Jónas Sen skrifar 2. febrúar 2013 06:00 Una Sveinbjarnardóttir. Tónlist. Sinfóníuhljómsveit Íslands á Myrkum músíkdögum. Verk eftir Gunnar Andreas Kristinsson, Pál Ragnar Pálsson, Davíð Brynjar Franzson, Gerald Barry og Þorkel Sigurbjörnsson. Einleikari: Una Sveinbjarnardóttir. Stjórnandi: Ilan Volkov. Harpa, 31. janúar. Óvanalegt er að verk fyrir sinfóníuhljómsveit sé ekki með neinum fiðlum. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum, sem hófust á fimmtudaginn, var boðið upp á slíka tónsmíð. Þetta var On Sense and Subjectivity eftir Davíð Brynjar Franzson. Skemmtilegt ójafnvægi var á hljómsveitinni. Flestir stólarnir vinstra megin voru auðir, en allir hljóðfæraleikararnir á sínum stað hinum megin. Tónlistin var grípandi. Hún líktist helst handahófskenndum umhverfishljóðum í fjarska. Þau sköpuðu magnaða stemningu. Sum tónskáld fá nett mikilmennskubrjálæði þegar þau skrifa fyrir sinfóníuhljómsveit. Þau reyna að koma sem mestu að – láta spilarana vinna fyrir kaupinu sínu! En ekki Davíð. Tónmálið var hófstillt, en meitlað og hnitmiðað. Alls konar mergjuð blæbrigði runnu fallega saman. Útkoman var spennandi og sérkennilega heillandi. Tvær aðrar tónsmíðar voru frumfluttar á tónleikunum. Sú fyrri var Gangverk englanna eftir Gunnar Andreas Kristinsson. Það var snyrtileg tónlist. Grunnstefin voru áleitin og grípandi, úrvinnslan stílhrein og rökrétt. Hugsanlega missti tónskáldið sig þó örlítið út í vélrænar endurtekningar þegar á leið. Yfirbragðið í heildina virkaði helst til útreiknað. Það var nánast eins og það hefði verið sett upp í Excel-skjali. Hitt verkið var fiðlukonsertinn Nostalgía eftir Pál Ragnar Pálsson. Hann var allt öðruvísi. Mikið var um langa, ísmeygilega tóna og dökkar hljómasamsetningar. Þær tóku, satt best að segja, dálítið á þolinmæðina. Framvindan var hægferðug – á mörkum þess að vera langdregin. Engu að síður var tónlistin með sterkan karakter, augljósa uppbyggingu og sannfærandi niðurlagi. Það hefði bara mátt stytta hana aðeins. Una Sveinbjarnardóttir lék einleik. Hún gerði það af aðdáunarverðri fagmennsku, ljóðrænni innlifun og skáldskap, en einnig tæknilegum yfirburðum. Auk íslensku verkanna var flutt Chevaux-de-frise eftir Gerald Barry. Það er óskaplega þykkt, þéttofið og kraftmikið. Hljómsveitin var nokkuð ósamtaka á tímabili, en sótti í sig veðrið og endaði tónlistina glæsilega. Eins og kunnugt er lést Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld fyrir nokkrum dögum. Hans var minnst með því að Einar Jóhannesson klarinettuleikari lék verk eftir hann sem bar heitið Kveðja. Það var einstaklega fallegur flutningur, innblásinn og skáldlegur, unaðslega litríkur og flæðandi. Niðurstaða: Myrkir músíkdagar fóru vel af stað, sumt var óneitanlega magnað. Gagnrýni Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist. Sinfóníuhljómsveit Íslands á Myrkum músíkdögum. Verk eftir Gunnar Andreas Kristinsson, Pál Ragnar Pálsson, Davíð Brynjar Franzson, Gerald Barry og Þorkel Sigurbjörnsson. Einleikari: Una Sveinbjarnardóttir. Stjórnandi: Ilan Volkov. Harpa, 31. janúar. Óvanalegt er að verk fyrir sinfóníuhljómsveit sé ekki með neinum fiðlum. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum, sem hófust á fimmtudaginn, var boðið upp á slíka tónsmíð. Þetta var On Sense and Subjectivity eftir Davíð Brynjar Franzson. Skemmtilegt ójafnvægi var á hljómsveitinni. Flestir stólarnir vinstra megin voru auðir, en allir hljóðfæraleikararnir á sínum stað hinum megin. Tónlistin var grípandi. Hún líktist helst handahófskenndum umhverfishljóðum í fjarska. Þau sköpuðu magnaða stemningu. Sum tónskáld fá nett mikilmennskubrjálæði þegar þau skrifa fyrir sinfóníuhljómsveit. Þau reyna að koma sem mestu að – láta spilarana vinna fyrir kaupinu sínu! En ekki Davíð. Tónmálið var hófstillt, en meitlað og hnitmiðað. Alls konar mergjuð blæbrigði runnu fallega saman. Útkoman var spennandi og sérkennilega heillandi. Tvær aðrar tónsmíðar voru frumfluttar á tónleikunum. Sú fyrri var Gangverk englanna eftir Gunnar Andreas Kristinsson. Það var snyrtileg tónlist. Grunnstefin voru áleitin og grípandi, úrvinnslan stílhrein og rökrétt. Hugsanlega missti tónskáldið sig þó örlítið út í vélrænar endurtekningar þegar á leið. Yfirbragðið í heildina virkaði helst til útreiknað. Það var nánast eins og það hefði verið sett upp í Excel-skjali. Hitt verkið var fiðlukonsertinn Nostalgía eftir Pál Ragnar Pálsson. Hann var allt öðruvísi. Mikið var um langa, ísmeygilega tóna og dökkar hljómasamsetningar. Þær tóku, satt best að segja, dálítið á þolinmæðina. Framvindan var hægferðug – á mörkum þess að vera langdregin. Engu að síður var tónlistin með sterkan karakter, augljósa uppbyggingu og sannfærandi niðurlagi. Það hefði bara mátt stytta hana aðeins. Una Sveinbjarnardóttir lék einleik. Hún gerði það af aðdáunarverðri fagmennsku, ljóðrænni innlifun og skáldskap, en einnig tæknilegum yfirburðum. Auk íslensku verkanna var flutt Chevaux-de-frise eftir Gerald Barry. Það er óskaplega þykkt, þéttofið og kraftmikið. Hljómsveitin var nokkuð ósamtaka á tímabili, en sótti í sig veðrið og endaði tónlistina glæsilega. Eins og kunnugt er lést Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld fyrir nokkrum dögum. Hans var minnst með því að Einar Jóhannesson klarinettuleikari lék verk eftir hann sem bar heitið Kveðja. Það var einstaklega fallegur flutningur, innblásinn og skáldlegur, unaðslega litríkur og flæðandi. Niðurstaða: Myrkir músíkdagar fóru vel af stað, sumt var óneitanlega magnað.
Gagnrýni Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira