Lífið

Ofsalega flókin saga

mannshvarf Helga Arnardóttir fjallar um hvarf Valgeirs víðissonar árið 1994.
fréttablaðið/valgeir
mannshvarf Helga Arnardóttir fjallar um hvarf Valgeirs víðissonar árið 1994. fréttablaðið/valgeir
Fjallað verður um hvarf Valgeirs Víðissonar í næsta þætti af Mannshvörfum á Íslandi á Stöð 2 á sunnudagskvöld.

Helga Arnardóttir, umsjónarmaður þáttarins, segir málið það umtalaðasta í þáttaröðinni. „Þetta er ofsalega flókin saga. Hann hverfur aðfaranótt 19. júní 1994, þrítugur að aldri, eins og jörðin hafi gleypt hann. Upp frá því hefst mikil rannsókn. Fyrst var þetta meðhöndlað sem mannshvarf en svo berst lögreglu til eyrna að þetta sé mögulega saknæmt og tengist undirheimunum. Rannsóknin líður undir lok undir lok ársins 1994 án uppgötvana,“ segir Helga.

„Pabbi hans hélt baráttunni áfram og hélt fjölmiðlum og lögreglu við efnið. Upp úr aldamótum hefst rannsóknin að nýju, sem gerir málið öðruvísi en önnur því það er ekki oft sem mál eru tekin upp að nýju. Þarna eru ýmis atriði sem margir vita ekkert um, sem við upplýsum um í þættinum.“

Aðspurð segist Helga hafa fengið nokkrar ábendingar varðandi hvarf Valgeirs. „Það eru margir sem telja sig vita hvar hann er niðurkominn en lögreglan er búin að kanna allar þær ábendingar í gegnum árin. En ég slæ ekki hendinni á móti ábendingum og hvet fólk til að hafa samband,“ segir hún. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.