Lífið

Hátíðarmatur fyrir grænmetisætur

Sólveig Eiríksdóttir
Sólveig Eiríksdóttir MYND/Gunnar Svanberg
Eggaldin “parmegiano”



3-4 eggaldin, skorin í 1/2 cm sneiðar

3/4 dl ólífuolía

1 tsk salt

1 tsk oregano

½ tsk chilli flögur

smá nýmalaður svartur pipar

800ml maukaðir tómatar eða tómatpassata

3-4 msk tómatapúrra

2 hvítlauksrif, pressuð

1 tsk timian

1 tsk basil

1 tsk oregano

1 tsk salt

500g mozzarella ostur, skorinn í sneiðar

100g parmesan, rifinn

1 dl brauðrasp



Hrærið saman ólífuolíu + salt + oregano + chilli flögum + nýmöluðum svörtum pipar og penslið eggaldin sneiðarnar, setjið í ofnskúffu og bakið í ofninum á um 220°C í 4-6 mín á hvorri hlið. 

Hrærið saman maukuðum tómötum + tómatpúrru + hvítlauk + timian + basil + oregano + salt. 

Setjið í ofnfast fat: 1 lag tómatsósa, 1 lag eggaldin, 1 lag ostur, endurtekið 2svar eða 3svar, fer eftir stærðinni á fatinu . 

Blandið saman parmesan og brauðraspi og stráið yfir. 

Bakið í ofni í 20 mín við 200°C.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.