Verst eru vorkaup í Vodafone Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. desember 2013 07:00 Við höfuðstöðvar Vodafone í Reykjavík. Slakt uppgjör Vodafone eftir fyrsta ársfjórðung olli snarpri niðursveiflu á gengi bréfa félagsins. Bréfin náðu lægsta punkti í haust, en hafa síðan verið að þokast upp á við. Fréttablaðið/Daníel „Kaup stórra lífeyrissjóða á tuttugu prósenta hlut í Vodafone á vormánuðum hljóta að teljast ein verstu viðskipti ársins,“ segir í umsögn eins dómnefndarmanna Markaðarins þetta árið. „Vodafone hefur síðan mætt miklum mótbyr á markaði og fallið um fimmtung í verði frá sölunni. Aftur á móti hljóta þetta að teljast frábær viðskipti fyrir seljandann – Framtakssjóð Íslands.“ Sjónarhorn annars dómnefndarmanns er aðeins víðara, en sá telur að til verstu viðskipta ársins teljist yfirhöfuð kaup á hlutabréfum í Vodafone í byrjun árs. „Um leið og Kauphöllin hefur hækkað um 35 prósent á árinu þá hefur Vodafone lækkað um 25 prósent.“ Og því verður heldur ekki neitað að frá aprílbyrjun, þegar skráð verð hlutabréfa Vodafone stóð í 34,7 krónum á hlut og þar til nú fyrir jól þegar bréfin stóðu í 27,35 krónum á hlut, hefur virði bréfanna lækkað um 21,2 prósent. Gengi bréfa Vodafone hefur raunar verið nokkuð sveiflugjarnt, en félagið var skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar í desember. Fyrir þann tíma var félagið í eigu Framtakssjóðs Íslands. Við skráningu hélt sjóðurinn hins vegar eftir nærri fimmtungshlut (seldi sextíu prósent) sem síðan var seldur annan apríl og átti því eftir söluna ekkert hlutafé í félaginu. Meðal lífeyrissjóða sem keyptu hlutinn í aprílbyrjun er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, A- og B-deild, séreignarsjóður Lífeyrissjoðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga, að því er fram kemur í tilkynningum (flöggunum) í Kauphöllinni á degi viðskiptanna. Eftir viðskiptin og fram undir maílok mjakaðist gengi bréfanna rólega niður undir 32-33 krónur á hlut í Kauphöllinni, en hafði verið í tæpum 35 krónum. Síðan tóku bréfin snarpa niðurdýfu eftir að félagið birti uppgjör fyrsta ársfjórðungs eftir lokun markaða maí. Greint var frá því að 16 milljóna króna tap hefði verið á rekstri félagsins á fjórðungnum, en á sama tíma árið áður hafði verið 119 milljóna króna hagnaður. Daginn eftir féllu bréfin um tíu prósent og héldu svo áfram að þokast niður á við þar til lægsta punkti var náð í september og tiltrú fjárfesta tók að aukast á ný. Þannig höfðu bréfin hækkað um 20 prósent, í nálægt því 30 krónur á hlut, þegar tölvuþrjótur náði að stela trúnaðarupplýsingum af vef félagsins í nóvemberlok. Lækkun vegna þessa var þó skammvinn og tók gengið nánast strax að rétta við á ný. Þannig var lægsta gengi eftir öryggisbrestinn tæpum sex prósentum yfir botngenginu eins og það var um haustið.Framtakssjóðurinn og Vodafone Framtakssjóður Íslands eignaðist meirihluta í Vodafone snemma árs 2010 við kaup sjóðsins á eignarhaldsfélaginu Vestia. Félagið varð við kaup Framtakssjóðsins hluti samstæðunnar Teymis, en sjóðurinn tók þátt í uppskiptingu samstæðunnar og í framhaldi af því var ráðist í umfangsmikla endurskipulagningu á félaginu, bæði varðandi rekstur og fjármögnun, að því er fram kemur á vef Framtakssjóðsins. „Þeirri endurskipulagningu lauk með hlutafjáraukningu haustið 2012 sem var liður í undirbúningi að skráningu félagsins. Fjarskipti voru skráð á markað í Kauphöll Íslands í desember 2012 og seldi Framtakssjóðurinn um 60 prósenta hlut í félaginu samhliða skráningunni, en hélt eftir tæplega 20 prósenta hlut.“ Fram kemur á vef Framtakssjóðsins að meginmarkmiðið með skráningu Vodafone hafi verið að félagið uppfyllti skilyrði Kauphallarinnar um dreifingu hlutafjár, þar með talið um eignarhald almennra fjárfesta og fjölda hluthafa. „Niðurstaða útboðsins var í takt við þau markmið. Fjarskipti eru fyrsta óskráða eign Framtakssjóðsins sem skráð hefur verið á markað og í framhaldinu seld að fullu.“ Vond viðskipti í öðru til fimmta sætiGunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.2. sæti - Kaupin á Skeljungi Næstverstu viðskipti ársins eru einnig á borði lífeyrissjóða landsins að mati dómnefndarmanna Markaðarins. Sætið skipa kaup lífeyrissjóða (í gegn um SF IV slhf. og framtakssjóðinn SÍA II í rekstri Stefnis) á bróðurparti Skeljungs og færeyska olíufélagsins P/F Magn. Félagið er sagt hafa verið lítils virði fyrir þremur árum, en niðurfellingar skulda og kaupgleði fagfjárfesta í dag hafi gert eigendum félagsins kleift að ná fram einum bestu viðskiptum síðustu ára. „Lífeyrissjóðirnir eru stútfullir af peningum og virðast vera að kaupa Skeljung á allt of mikið,“ segir einn dómnefndarmaður Markaðarins. 3. sæti - Viðræðuslit við ESB „Ég flokka ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar um að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið sem afdrifaríkustu mistökin sem snertu íslenskt atvinnulíf á árinu,“ segir dómnefndarmaður. „Þetta rýrir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, festir gjaldeyrishöftin í sessi og er vitnisburður um þjóð sem kann ekki að haga sér í alþjóðlegu umhverfi frjálsrar hugsunar og viðskipta.“Í Helguvík þar sem framkvæmdir eru stopp.Fréttablaðið/GVA4.-5. sæti - Álverið í Helguvík „Ljóst hefur verið flestum sem vildu sjá síðustu árin að þetta verkefni væri vægast sagt ólíklegt til að ganga eftir,“ segir dómnefndarmaður og bendir máli sínu til stuðnings á dapra álmarkaði þar sem lítil von sé um verulegan viðsnúning. Þá hafi fjármögnun ekki verið tryggð auk þess sem raforka sé ótryggð, bæði hvað varði verð og orkuöflun. „Eins og stundum áður var lagt af stað með þessar óvissu forsendur og reynt að láta hlutina gerast með því draga pólitíkusa að málinu, láta opinbera aðila leggja út fyrir fjárfestingu í innviðum og liðka fyrir bæði ýmiss konar leyfum og óhagkvæmum orkusamningum. Víti til varnaðar þegar kemur að samkrulli viðskipta og stjórnmála.“ 4.-5. Gerð Vaðlaheiðarganga „Vaðlaheiðargöng eru ríkisframkvæmd, dulbúin sem einkaframkvæmd og rík ástæða til að hafa efasemdir um arðsemi framkvæmdarinnar.“ Annað sem var nefntTregðulögmál hjá Samkeppniseftirlitinu „Telst eðlilegt að Samkeppniseftirlitið dragi fyrirtækjasölur mánuðum saman og geti þannig skaðað nauðsynlegt söluferli fyrirtækja?“ spyr dómnefndarmaður og nefnir bæði Skeljung og Norvik sem dæmi. „Eftirlitið er nauðsynlegt, en við erum á rangri leið ef megnið af atvinnulífinu þorir vart að róta sér nema fá fyrst leyfi hjá þessari stofnun.“ Kosningaloforð „Kaup Framsóknarflokksins á atkvæðum „millistéttarinnar“ í kosningunum í voru fjármögnuð með skattfé.“ Yfirtaka Landsbankans á Hátækni „Fróðlegt væri að vita hvert kaupverðið var. Fyrirtækið var nánast lagt niður í kjölfar kaupanna.“ Góðu boði hafnað „Fréttir um að Plain Vanilla hafi hafnað 12 milljarða yfirtökutilboði frá Zynga hljóta að falla í flokk verstu viðskipta.“ Stutt stopp í forstjórastól „Betur hefði verið heima setið en af stað farið í að ráða Hannes Smárason forstjóra NextCode Health, systurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki liðu nema um þrjár vikur frá ráðningu þar til sérstakur saksóknari var búinn að gefa út á hendur honum ákæru fyrir fjárdrátt og umboðssvik, hann hættur og Björn Zoëga tekinn við.“Í dómnefnd Markaðarins áttu sæti:Árni Hauksson fjárfestir • Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá Virðingu • Hafliði Helgason, sérfræðingur hjá Framtakssjóði Íslands • Hallbjörn Karlsson fjárfestir • Hákon Gunnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Gekon • Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania • Gísli Hauksson, forstjóri Gamma • Haraldur Guðmundsson, blaðamaður á Fréttablaðinu • Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Datamarket • Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnurekstri • Jafet S. Ólafsson fjárfestir • Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kjölfestu • Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og formaður Samtaka verslunar og þjónustu • Óli Kristján Ármannsson, blaðamaður á Fréttablaðinu og umsjónarmaður Markaðarins • Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland • Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka iðnaðarins • Thor Thors, framkvæmdastjóri Keldunnar • Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta og dósent við HÍ • Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar HR. Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Kaup stórra lífeyrissjóða á tuttugu prósenta hlut í Vodafone á vormánuðum hljóta að teljast ein verstu viðskipti ársins,“ segir í umsögn eins dómnefndarmanna Markaðarins þetta árið. „Vodafone hefur síðan mætt miklum mótbyr á markaði og fallið um fimmtung í verði frá sölunni. Aftur á móti hljóta þetta að teljast frábær viðskipti fyrir seljandann – Framtakssjóð Íslands.“ Sjónarhorn annars dómnefndarmanns er aðeins víðara, en sá telur að til verstu viðskipta ársins teljist yfirhöfuð kaup á hlutabréfum í Vodafone í byrjun árs. „Um leið og Kauphöllin hefur hækkað um 35 prósent á árinu þá hefur Vodafone lækkað um 25 prósent.“ Og því verður heldur ekki neitað að frá aprílbyrjun, þegar skráð verð hlutabréfa Vodafone stóð í 34,7 krónum á hlut og þar til nú fyrir jól þegar bréfin stóðu í 27,35 krónum á hlut, hefur virði bréfanna lækkað um 21,2 prósent. Gengi bréfa Vodafone hefur raunar verið nokkuð sveiflugjarnt, en félagið var skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar í desember. Fyrir þann tíma var félagið í eigu Framtakssjóðs Íslands. Við skráningu hélt sjóðurinn hins vegar eftir nærri fimmtungshlut (seldi sextíu prósent) sem síðan var seldur annan apríl og átti því eftir söluna ekkert hlutafé í félaginu. Meðal lífeyrissjóða sem keyptu hlutinn í aprílbyrjun er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, A- og B-deild, séreignarsjóður Lífeyrissjoðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga, að því er fram kemur í tilkynningum (flöggunum) í Kauphöllinni á degi viðskiptanna. Eftir viðskiptin og fram undir maílok mjakaðist gengi bréfanna rólega niður undir 32-33 krónur á hlut í Kauphöllinni, en hafði verið í tæpum 35 krónum. Síðan tóku bréfin snarpa niðurdýfu eftir að félagið birti uppgjör fyrsta ársfjórðungs eftir lokun markaða maí. Greint var frá því að 16 milljóna króna tap hefði verið á rekstri félagsins á fjórðungnum, en á sama tíma árið áður hafði verið 119 milljóna króna hagnaður. Daginn eftir féllu bréfin um tíu prósent og héldu svo áfram að þokast niður á við þar til lægsta punkti var náð í september og tiltrú fjárfesta tók að aukast á ný. Þannig höfðu bréfin hækkað um 20 prósent, í nálægt því 30 krónur á hlut, þegar tölvuþrjótur náði að stela trúnaðarupplýsingum af vef félagsins í nóvemberlok. Lækkun vegna þessa var þó skammvinn og tók gengið nánast strax að rétta við á ný. Þannig var lægsta gengi eftir öryggisbrestinn tæpum sex prósentum yfir botngenginu eins og það var um haustið.Framtakssjóðurinn og Vodafone Framtakssjóður Íslands eignaðist meirihluta í Vodafone snemma árs 2010 við kaup sjóðsins á eignarhaldsfélaginu Vestia. Félagið varð við kaup Framtakssjóðsins hluti samstæðunnar Teymis, en sjóðurinn tók þátt í uppskiptingu samstæðunnar og í framhaldi af því var ráðist í umfangsmikla endurskipulagningu á félaginu, bæði varðandi rekstur og fjármögnun, að því er fram kemur á vef Framtakssjóðsins. „Þeirri endurskipulagningu lauk með hlutafjáraukningu haustið 2012 sem var liður í undirbúningi að skráningu félagsins. Fjarskipti voru skráð á markað í Kauphöll Íslands í desember 2012 og seldi Framtakssjóðurinn um 60 prósenta hlut í félaginu samhliða skráningunni, en hélt eftir tæplega 20 prósenta hlut.“ Fram kemur á vef Framtakssjóðsins að meginmarkmiðið með skráningu Vodafone hafi verið að félagið uppfyllti skilyrði Kauphallarinnar um dreifingu hlutafjár, þar með talið um eignarhald almennra fjárfesta og fjölda hluthafa. „Niðurstaða útboðsins var í takt við þau markmið. Fjarskipti eru fyrsta óskráða eign Framtakssjóðsins sem skráð hefur verið á markað og í framhaldinu seld að fullu.“ Vond viðskipti í öðru til fimmta sætiGunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.2. sæti - Kaupin á Skeljungi Næstverstu viðskipti ársins eru einnig á borði lífeyrissjóða landsins að mati dómnefndarmanna Markaðarins. Sætið skipa kaup lífeyrissjóða (í gegn um SF IV slhf. og framtakssjóðinn SÍA II í rekstri Stefnis) á bróðurparti Skeljungs og færeyska olíufélagsins P/F Magn. Félagið er sagt hafa verið lítils virði fyrir þremur árum, en niðurfellingar skulda og kaupgleði fagfjárfesta í dag hafi gert eigendum félagsins kleift að ná fram einum bestu viðskiptum síðustu ára. „Lífeyrissjóðirnir eru stútfullir af peningum og virðast vera að kaupa Skeljung á allt of mikið,“ segir einn dómnefndarmaður Markaðarins. 3. sæti - Viðræðuslit við ESB „Ég flokka ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar um að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið sem afdrifaríkustu mistökin sem snertu íslenskt atvinnulíf á árinu,“ segir dómnefndarmaður. „Þetta rýrir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, festir gjaldeyrishöftin í sessi og er vitnisburður um þjóð sem kann ekki að haga sér í alþjóðlegu umhverfi frjálsrar hugsunar og viðskipta.“Í Helguvík þar sem framkvæmdir eru stopp.Fréttablaðið/GVA4.-5. sæti - Álverið í Helguvík „Ljóst hefur verið flestum sem vildu sjá síðustu árin að þetta verkefni væri vægast sagt ólíklegt til að ganga eftir,“ segir dómnefndarmaður og bendir máli sínu til stuðnings á dapra álmarkaði þar sem lítil von sé um verulegan viðsnúning. Þá hafi fjármögnun ekki verið tryggð auk þess sem raforka sé ótryggð, bæði hvað varði verð og orkuöflun. „Eins og stundum áður var lagt af stað með þessar óvissu forsendur og reynt að láta hlutina gerast með því draga pólitíkusa að málinu, láta opinbera aðila leggja út fyrir fjárfestingu í innviðum og liðka fyrir bæði ýmiss konar leyfum og óhagkvæmum orkusamningum. Víti til varnaðar þegar kemur að samkrulli viðskipta og stjórnmála.“ 4.-5. Gerð Vaðlaheiðarganga „Vaðlaheiðargöng eru ríkisframkvæmd, dulbúin sem einkaframkvæmd og rík ástæða til að hafa efasemdir um arðsemi framkvæmdarinnar.“ Annað sem var nefntTregðulögmál hjá Samkeppniseftirlitinu „Telst eðlilegt að Samkeppniseftirlitið dragi fyrirtækjasölur mánuðum saman og geti þannig skaðað nauðsynlegt söluferli fyrirtækja?“ spyr dómnefndarmaður og nefnir bæði Skeljung og Norvik sem dæmi. „Eftirlitið er nauðsynlegt, en við erum á rangri leið ef megnið af atvinnulífinu þorir vart að róta sér nema fá fyrst leyfi hjá þessari stofnun.“ Kosningaloforð „Kaup Framsóknarflokksins á atkvæðum „millistéttarinnar“ í kosningunum í voru fjármögnuð með skattfé.“ Yfirtaka Landsbankans á Hátækni „Fróðlegt væri að vita hvert kaupverðið var. Fyrirtækið var nánast lagt niður í kjölfar kaupanna.“ Góðu boði hafnað „Fréttir um að Plain Vanilla hafi hafnað 12 milljarða yfirtökutilboði frá Zynga hljóta að falla í flokk verstu viðskipta.“ Stutt stopp í forstjórastól „Betur hefði verið heima setið en af stað farið í að ráða Hannes Smárason forstjóra NextCode Health, systurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki liðu nema um þrjár vikur frá ráðningu þar til sérstakur saksóknari var búinn að gefa út á hendur honum ákæru fyrir fjárdrátt og umboðssvik, hann hættur og Björn Zoëga tekinn við.“Í dómnefnd Markaðarins áttu sæti:Árni Hauksson fjárfestir • Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá Virðingu • Hafliði Helgason, sérfræðingur hjá Framtakssjóði Íslands • Hallbjörn Karlsson fjárfestir • Hákon Gunnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Gekon • Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania • Gísli Hauksson, forstjóri Gamma • Haraldur Guðmundsson, blaðamaður á Fréttablaðinu • Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Datamarket • Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnurekstri • Jafet S. Ólafsson fjárfestir • Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kjölfestu • Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og formaður Samtaka verslunar og þjónustu • Óli Kristján Ármannsson, blaðamaður á Fréttablaðinu og umsjónarmaður Markaðarins • Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland • Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka iðnaðarins • Thor Thors, framkvæmdastjóri Keldunnar • Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta og dósent við HÍ • Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar HR.
Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira