Sæstrengur: Hefjum könnunarviðræður Gústaf Adolf Skúlason skrifar 27. desember 2013 07:00 Margt hefur verið rætt og ritað að undanförnu um lagningu raforkustrengs til Evrópu. Í grein í Fréttablaðinu þann 16. desember lýsir Páll J. Pálsson alþingismaður t.d. verulegum efasemdum um slíkar hugmyndir. Varar hann meðal annars við umræðu um auðfenginn gróða, minnir á háan stofnkostnað og varar við áhrifum á raforkuverð hér innanlands og þrýstingi um auknar virkjanaframkvæmdir. Hér skal tekið undir það að tilkoma 700-900 MW sæstrengs myndi væntanlega hafa einhver áhrif til hækkunar á raforkuverði hér innanlands. Í ljósi hærri orkuverðs í gegnum sæstrenginn myndu jafnframt tilteknir virkjanakostir verða hagkvæmir, sem ekki eru það í dag. Erfitt er þó að fullyrða um þessi verðáhrif enda flutningsgeta strengsins takmörkuð og þá er sjálf orkan og sala hennar gjarnan innan við helmingur raforkureikninga heimila og fyrirtækja (afgangurinn er flutningur, dreifing og skattar). Loks eru ýmsar leiðir til að endurdreifa auknum hagnaði orkuframleiðenda til eigenda sinna, sem í flestum tilvikum er íslenskur almenningur. Hvað stofnkostnaðinn varðar þá eru ýmsir möguleikar uppi varðandi fjármögnun sæstrengs, en allir byggja þeir þó á aðkomu erlends áhættufjármagns. Enginn er að leggja til að íslenska ríkið fjármagni eða ábyrgist slíka framkvæmd. Fyrir liggur að bresk stjórnvöld hafa sýnt málinu áhuga. Fyrir liggur sú stefna breskra stjórnvalda að hvetja til aukinna fjárfestinga í orkuframboði, ekki síst á sviði endurnýjanlegrar orku. Fyrir liggur að bresk stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin að tryggja þar ákveðin lágmarksverð til langs tíma, allt að 35 ára. Fyrir liggur að umrædd verð eru líklega margfalt hærri en íslensk orkufyrirtæki afla í dag. Loks liggur fyrir að íslenskir orkuframleiðendur myndu að sjálfsögðu aldrei fá alla þessa upphæð beint til sín, verulegur hluti verðsins myndi ávallt renna til þeirra sem fjármagna sæstrenginn.Fleiri tugir milljarða? Hagfræðistofnun Háskóla Íslands metur það svo að ávinningurinn gæti orðið verulegur, eða nettó útflutningstekjur á bilinu 4-76 milljarðar króna á ári. Það er afar breitt bil. Leiðin til að þrengja þetta bil vegna ákvörðunartöku er meðal annars fólgin í því að taka upp könnunarviðræður við bresk stjórnvöld annars vegar og að kanna möguleika varðandi aðkomu fjárfesta að verkefninu hins vegar. Verði niðurstaðan t.d. helmingur efri markanna í mati Hagfræðistofnunar, eða um 40 milljarðar í nettó útflutningstekjur á ári, til fyrirtækja sem flest eru í eigu almennings, þá hefur verið lagt upp í leiðangra af mun minna tilefni. Leiði slík athugun lítil tækifæri í ljós þá er a.m.k. kominn raunverulegur grundvöllur fyrir ákvörðun um að leggja þessa umræðu til hliðar. Slíkan grundvöll ákvarðanatöku í þessu máli finnum við Íslendingar ekki í samtali við okkur sjálf. Höfum það loks hugfast að áætlað er að um 40% af orkusölunni um strenginn yrði orka sem í dag nýtist ekki hérlendis, orkugeta sem þarf að vera til staðar í kerfinu sem eins konar varaafl í okkar enn sem komið er lokaða raforkukerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Margt hefur verið rætt og ritað að undanförnu um lagningu raforkustrengs til Evrópu. Í grein í Fréttablaðinu þann 16. desember lýsir Páll J. Pálsson alþingismaður t.d. verulegum efasemdum um slíkar hugmyndir. Varar hann meðal annars við umræðu um auðfenginn gróða, minnir á háan stofnkostnað og varar við áhrifum á raforkuverð hér innanlands og þrýstingi um auknar virkjanaframkvæmdir. Hér skal tekið undir það að tilkoma 700-900 MW sæstrengs myndi væntanlega hafa einhver áhrif til hækkunar á raforkuverði hér innanlands. Í ljósi hærri orkuverðs í gegnum sæstrenginn myndu jafnframt tilteknir virkjanakostir verða hagkvæmir, sem ekki eru það í dag. Erfitt er þó að fullyrða um þessi verðáhrif enda flutningsgeta strengsins takmörkuð og þá er sjálf orkan og sala hennar gjarnan innan við helmingur raforkureikninga heimila og fyrirtækja (afgangurinn er flutningur, dreifing og skattar). Loks eru ýmsar leiðir til að endurdreifa auknum hagnaði orkuframleiðenda til eigenda sinna, sem í flestum tilvikum er íslenskur almenningur. Hvað stofnkostnaðinn varðar þá eru ýmsir möguleikar uppi varðandi fjármögnun sæstrengs, en allir byggja þeir þó á aðkomu erlends áhættufjármagns. Enginn er að leggja til að íslenska ríkið fjármagni eða ábyrgist slíka framkvæmd. Fyrir liggur að bresk stjórnvöld hafa sýnt málinu áhuga. Fyrir liggur sú stefna breskra stjórnvalda að hvetja til aukinna fjárfestinga í orkuframboði, ekki síst á sviði endurnýjanlegrar orku. Fyrir liggur að bresk stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin að tryggja þar ákveðin lágmarksverð til langs tíma, allt að 35 ára. Fyrir liggur að umrædd verð eru líklega margfalt hærri en íslensk orkufyrirtæki afla í dag. Loks liggur fyrir að íslenskir orkuframleiðendur myndu að sjálfsögðu aldrei fá alla þessa upphæð beint til sín, verulegur hluti verðsins myndi ávallt renna til þeirra sem fjármagna sæstrenginn.Fleiri tugir milljarða? Hagfræðistofnun Háskóla Íslands metur það svo að ávinningurinn gæti orðið verulegur, eða nettó útflutningstekjur á bilinu 4-76 milljarðar króna á ári. Það er afar breitt bil. Leiðin til að þrengja þetta bil vegna ákvörðunartöku er meðal annars fólgin í því að taka upp könnunarviðræður við bresk stjórnvöld annars vegar og að kanna möguleika varðandi aðkomu fjárfesta að verkefninu hins vegar. Verði niðurstaðan t.d. helmingur efri markanna í mati Hagfræðistofnunar, eða um 40 milljarðar í nettó útflutningstekjur á ári, til fyrirtækja sem flest eru í eigu almennings, þá hefur verið lagt upp í leiðangra af mun minna tilefni. Leiði slík athugun lítil tækifæri í ljós þá er a.m.k. kominn raunverulegur grundvöllur fyrir ákvörðun um að leggja þessa umræðu til hliðar. Slíkan grundvöll ákvarðanatöku í þessu máli finnum við Íslendingar ekki í samtali við okkur sjálf. Höfum það loks hugfast að áætlað er að um 40% af orkusölunni um strenginn yrði orka sem í dag nýtist ekki hérlendis, orkugeta sem þarf að vera til staðar í kerfinu sem eins konar varaafl í okkar enn sem komið er lokaða raforkukerfi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar