Öflug stjórnarandstaða skilar árangri Árni Páll Árnason skrifar 23. desember 2013 09:21 Ríkisstjórnin lagði fram furðulegt fjárlagafrumvarp síðastliðið haust. Sköttum var létt af þeim sem best voru í færum til að bera þá og tekna aflað með því að skera niður í heilbrigðisþjónustu, menntun, atvinnuþróun og rannsóknum. Framlög til ríkisstjórnarinnar sjálfrar voru hækkuð um 23%. Ný gjöld voru lögð á sjúklinga sem áttu að vera þeim mun hærri sem þeir þyrftu á lengri spítalavist að halda. Í samningum við þinglok fékk stjórnarandstaðan samþykktar breytingar, sem skipta miklu máli. Við fengum samþykkt að sett yrði á fót nefnd fulltrúa allra flokka sem útfæri gjald á nýjar fisktegundir í íslenskri lögsögu, þannig að unnt verði að leggja sérstakt gjald á makrílúthlutun strax á næsta ári. Við fengum sjúklingagjöldin burt. Við fengum því framgengt með góðri samvinnu við verkalýðshreyfinguna að desemberuppbót yrði greidd. Við fengum líka aukin framlög í ýmsa þróunar- og rannsóknasjóði og afnumið nýtt hámark á þeim þróunarkostnaði sem fyrirtæki geta fengið endurgreiddan. Þannig er hluta af aðför ríkisstjórnarinnar að rannsóknum og þróunarstarfi hrundið. Við í Samfylkingunni lögðum líka til ítarlegar breytingatillögur við skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar, því tillögur hennar nýttust einvörðungu hinum best settu. Tillögur okkar voru samhljóða þeim hugmyndum sem ASÍ hafði sett fram. Ríkisstjórnin kaus engu að síður að lögfesta óréttlætið. Aðilar vinnumarkaðarins reyndust hins vegar á sama máli og við í Samfylkingunni. Því var ríkisstjórninni stillt upp við vegg og hún knúin til að draga til baka dagsgamla lagasetningu og lagfæra hana í átt til þess sem tillaga Samfylkingarinnar hafði hljóðað upp á. Það var gaman að sjá barða ráðherra reyna að bera sig mannalega við þær aðstæður. Niðurstaðan er því skárri en það frumvarp sem lagt var upp með, þótt ekki sé það gott. Einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar til að lækka skatta á ríkustu 10% þjóðarinnar og andstaða hennar við skattalækkun til lágtekjufólks er það sem helst veldur óróa á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin lagði fram furðulegt fjárlagafrumvarp síðastliðið haust. Sköttum var létt af þeim sem best voru í færum til að bera þá og tekna aflað með því að skera niður í heilbrigðisþjónustu, menntun, atvinnuþróun og rannsóknum. Framlög til ríkisstjórnarinnar sjálfrar voru hækkuð um 23%. Ný gjöld voru lögð á sjúklinga sem áttu að vera þeim mun hærri sem þeir þyrftu á lengri spítalavist að halda. Í samningum við þinglok fékk stjórnarandstaðan samþykktar breytingar, sem skipta miklu máli. Við fengum samþykkt að sett yrði á fót nefnd fulltrúa allra flokka sem útfæri gjald á nýjar fisktegundir í íslenskri lögsögu, þannig að unnt verði að leggja sérstakt gjald á makrílúthlutun strax á næsta ári. Við fengum sjúklingagjöldin burt. Við fengum því framgengt með góðri samvinnu við verkalýðshreyfinguna að desemberuppbót yrði greidd. Við fengum líka aukin framlög í ýmsa þróunar- og rannsóknasjóði og afnumið nýtt hámark á þeim þróunarkostnaði sem fyrirtæki geta fengið endurgreiddan. Þannig er hluta af aðför ríkisstjórnarinnar að rannsóknum og þróunarstarfi hrundið. Við í Samfylkingunni lögðum líka til ítarlegar breytingatillögur við skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar, því tillögur hennar nýttust einvörðungu hinum best settu. Tillögur okkar voru samhljóða þeim hugmyndum sem ASÍ hafði sett fram. Ríkisstjórnin kaus engu að síður að lögfesta óréttlætið. Aðilar vinnumarkaðarins reyndust hins vegar á sama máli og við í Samfylkingunni. Því var ríkisstjórninni stillt upp við vegg og hún knúin til að draga til baka dagsgamla lagasetningu og lagfæra hana í átt til þess sem tillaga Samfylkingarinnar hafði hljóðað upp á. Það var gaman að sjá barða ráðherra reyna að bera sig mannalega við þær aðstæður. Niðurstaðan er því skárri en það frumvarp sem lagt var upp með, þótt ekki sé það gott. Einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar til að lækka skatta á ríkustu 10% þjóðarinnar og andstaða hennar við skattalækkun til lágtekjufólks er það sem helst veldur óróa á vinnumarkaði.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun