Enduðum á að brjóta pottinn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. desember 2013 10:00 "Pabbi er sérstaklega mikilvirkur í jólalögunum,“ segir Svala. "Ég var tekin upp fyrst þegar ég var sjö ára, þar sem ég söng með Ómari Ragnarssyni Ég ætla að skreyta jólatré.“ Fréttablaðið/Valli Þetta eru þriðju jólin í röð sem ég kem heim og syng á tónleikunum með pabba en tók mér pásu frá þeim tvenn jól áður og var bara í sólbaði úti í Los Angeles. Það er fínt að koma heim í snjóinn og helst vil ég koma tvisvar á ári, hitta ömmu og afa og alla hina. Mér finnst það mjög mikilvægt,“ segir Svala Björgvins. Hún er ásamt föður sínum, Björgvini Halldórsyni að borða í hátíðaskreyttum sal Jómfrúarinnar í Lækjargötu þegar ég hitti þau til að forvitnast um jólahefðir og fleira.Nú verður breytt til „Okkar jól eru lík jólum annarra fjölskyldna,“ byrjar Björgvin. „Allir koma saman, allir elska alla og vilja gefa gott af sér. Það breytist ekkert.“ „Pabbi byrjar snemma að elda,“ bætir Svala inn í myndina. „Þetta verður dálítið spennandi núna af því við höfum alltaf haft kalkún. Það er svolítið vesen í kringum hann en ég hef gaman af að vera í eldhúsinu og er ágætur kokkur þó ég segi sjálfur frá,“ segir Björgin. „Nú ætlum við hinsvegar að breyta til og hafa lambahrygg, gamaldags með brúnuðum og sósu. Svala og mamma hennar ákváðu það án þess að tala við mig. Í raun ætti það að fara fyrir mannréttindadómstólinn!“ „Já, mamma var hjá mér á þakkargjörðahátíðinni í haust og fór með mér í nokkur boð þar sem allsstaðar var kalkúnn og fylling á borðum. Við fengum eiginlega nóg og gátum ekki hugsað okkur að hafa líka kalkún á jólunum svo við sögðum pabba að nú ætlum við að hafa lambahrygg,“ viðurkennir Svala. „Málið er að kvenfólkið ræður á heimilinu, það bara lætur okkur karlana halda að við ráðum einhverju. En ég er matmaður og finnst hryggur góður. Svo er mun minna mál að matreiða hann en kalkúninn en ég ætla samt að reyna að gera það svolítið flókið og elda hann lengi á lágum hita. Þannig verður hann djúsí. Ég sef varla, ég er búinn að pæla svo mikið í þessu!“ upplýsir Björgvin léttur. „Svo verður hann stressaður á aðfangadag. Mamma má varla koma inn í eldhús og alls ekki færa neitt til!“ segir Svala stríðnislega. „En hann klikkar ekki í eldamennskunni. Íslenska lambið er líka svo gott.“ „Já, við hér á þessari eyju getum alveg hrósað happi yfir því að eiga frábært hráefni,“ samsinnir faðir hennar og kveðst sækja sitt hátíðakjöt í Kjötkompaníið í Hafnarfirði. Svala heldur áfram að bera lof á allt það íslenska. „Eftir að hafa búið í rúm fimm ár í Los Angeles finn ég vel hvað maturinn hér er góður - og vatnið. Ég elska líka sælgætið hér og tek alltaf með mér mörg kíló út, kókosbollur og annað,“ segir hún. „Þar þekkist heldur ekki sú menning að fara í bakarí og kaupa nýbakað.“ Eruð þið fyrir löngu byrjuð að skreyta fyrir jólin? „Nei,“ segir Svala. „Það eru svona þrír dagar síðan. Við erum með lifandi tré núna en vorum alltaf með gerfitré.“ Þetta kallar á sögu frá Björgini. „Sko, við vorum með lifandi jólatré í gamla daga en við Ragnheiður, kona mín, vorum hippar og vildum ekki höggva niður tré og láta þau svo fjúka um eftir jólin þannig að við keyptum gerfitré og vorum með það lengi, lengi. Í fyrra keyptum við lifandi tré með rót. Bróðir minn ætlaði að hjálpa mér að ganga frá því en þá komum við því engan veginn ofan í glerpottinn sem það átti að standa í og vorum eins og leirkallarnir í bíó að berjast við þetta. Það endaði með að við brutum pottinn og allt fór út um alla stofu. Að lokum fékk tréð annan pott og var sett ut á svalir með seríu og eftir jólin fórum við með það að sumarbústað bróður míns þar sem það var gróðursett og stækkar. Núna erum við með höggvið tré og það verður víst að fjúka um með hinum í janúar - en gamli hippaandinn lifir samt enn.“ Hvernig voru jólin hjá þér úti, Svala? Fékkstu íslenskan mat að heiman? „Nei, við höfðum gesti bæði jólin og fórum bara út að borða. Það eru svo margir trúarhópar í LA sem ekki halda jólin hátíðleg og allt er opið, veitingastaðir og bíóhús. En það er voða skrítið að vera þarna úti á jólunum, því það er æðislega gott veður og sól, voða rólegt og ekkert jólalegt. Allt öðru vísi en hér. Ekki sama stemning.“Sönglaði í vöggunni Svala fór ung til dvalar í Los Angeles í fyrstu, þá komin á samning hjá plötufyrirtækinu EMI Priority Records. „Ég var í eitt og hálft ár ytra en flutti aftur til Íslands 2001 og byrjaði þá að búa með manninum mínum, honum Einari Egilssyni sem ég giftist í sumar. Við kynntumst sextán ára en vorum svolítið að hætta og byrja saman aftur á menntaskólaárunum. Hann var samt alltaf sá eini sanni,“ segir Svala brosandi og segir þau Einar ekki bara hjón heldur líka samstarfsfólk. „Einar er með mér í hljómsveitinni Steed Lord sem við stofnuðum 2006, erum með eigin plötufyrirtæki og búum til tónlist, tónlistarmyndbönd, auglýsingar og föt,“ Hún segir fötin seljast vel, meðal annars hér á landi. „Ég hanna línuna sjálf og er með fólk í LA sem sér um saumaskapinn.“ „Ég hugsa að Svala hafi saumagenin frá mömmu minni, Sigríði Þorleifsdóttur, sem er í fullu fjöri, 92 ára og býr í sínu húsi í Hafnarfirði. Hún saumaði öll föt á okkur krakkana og líka blómajakkana og silkiskyrturnar á mig þegar ég var að byrja í hljómsveitunum,“ segir Björgvin og bætir við. „Pabbi var alltaf flottur í tauinu og ég hef erft það að þykja skemmtilegt að vera vel klæddur.“ Svala upplýsir að heimili hennar sé undirlagt af fínum fötum frá fyrri tímabilum sem hún safni eins og list. Hún vakti líka athygli á nýafstöðum Jólagestatónleikum föður síns fyrir fagran klæðaburð. Í framhaldinu berst talið að jólalögunum sem þau feðgin hafa gert fræg gegn um tíðina. „Pabbi er sérstaklega mikilvirkur í jólalögunum,“ segir Svala. „Ég var tekin upp fyrst þegar ég var sjö ára, þar sem ég söng með Ómari Ragnarssyni Ég ætla að skreyta jólatré. Níu ára söng ég inn lag með pabba og var ellefu ára þegar ég söng Ég hlakka svo til. Ég ólst náttúrlega upp í upptökuverum.“ „Ég á kasettu með söngli Svölu frá því hún var í vöggu enda voru hún og Krummi með tónlist í eyrunum frá því þau vöknuðu á morgnana þar til þau sofnuðu,“ segir faðir hennar. „Ég tek þó fram að við löttum þau frekar en hvöttum til að leggja tónlistina fyrir sig en þau völdu sjálf það sem hjartað bauð.“ „Pabbi og mamma klögðu samt ríka áherslu á að ég kláraði stúdentinn. Ég tók það alvarlega þó ég væri mikið í mússíkinni á sama tíma. Við systkinin gátum líka alltaf sagt foreldrum okkar hvað við vorum að gera og þurftum ekki að fela neitt fyrir þeim. Það kunnum við að meta,“ segir Svala.Gera hlutina af ástríðu Um sex þúsund manns mættu á Jólagesti Björgvins þetta árið, hann segir hlut unga fólksins þar stærri en oft áður. „Það er af því að þú ert með gestasöngvara sem eru ungir og efnilegir,“ stingur Svala að. „Já og ég svo unglegur!“ botnar pabbi hennar hlæjandi. En þó tónleikarnir séu að baki er Bjöggi ekki kominn í jólafrí því hann er úti um allt að árita nýju plötuna, þá þriðju í Duet seríunni. Eftir áramótin bíða spennandi verkefni, sólóplata og sennilega áttunda Íslandslagaplatan, auk þess sem stórtónleikar eru á döfinni í vor. „Maður verður að hafa eitthvað fyrir stafni og það er frábært að geta starfað við það sem maður hefur áhuga á,“ segir hann og Svala tekur undir það. „Já, það eru forréttindi að geta unnið við það sem maður elskar og endalaust hægt að vera þakklátur fyrir það. Ef maður gerir hlutina af ástríðu þá skilar það sér líka.“ Eittvað að lokum? „Við viljum bara óska öllum gleðilegra jóla og þakka fyrir móttökur Jólagesta og allt árið.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Þetta eru þriðju jólin í röð sem ég kem heim og syng á tónleikunum með pabba en tók mér pásu frá þeim tvenn jól áður og var bara í sólbaði úti í Los Angeles. Það er fínt að koma heim í snjóinn og helst vil ég koma tvisvar á ári, hitta ömmu og afa og alla hina. Mér finnst það mjög mikilvægt,“ segir Svala Björgvins. Hún er ásamt föður sínum, Björgvini Halldórsyni að borða í hátíðaskreyttum sal Jómfrúarinnar í Lækjargötu þegar ég hitti þau til að forvitnast um jólahefðir og fleira.Nú verður breytt til „Okkar jól eru lík jólum annarra fjölskyldna,“ byrjar Björgvin. „Allir koma saman, allir elska alla og vilja gefa gott af sér. Það breytist ekkert.“ „Pabbi byrjar snemma að elda,“ bætir Svala inn í myndina. „Þetta verður dálítið spennandi núna af því við höfum alltaf haft kalkún. Það er svolítið vesen í kringum hann en ég hef gaman af að vera í eldhúsinu og er ágætur kokkur þó ég segi sjálfur frá,“ segir Björgin. „Nú ætlum við hinsvegar að breyta til og hafa lambahrygg, gamaldags með brúnuðum og sósu. Svala og mamma hennar ákváðu það án þess að tala við mig. Í raun ætti það að fara fyrir mannréttindadómstólinn!“ „Já, mamma var hjá mér á þakkargjörðahátíðinni í haust og fór með mér í nokkur boð þar sem allsstaðar var kalkúnn og fylling á borðum. Við fengum eiginlega nóg og gátum ekki hugsað okkur að hafa líka kalkún á jólunum svo við sögðum pabba að nú ætlum við að hafa lambahrygg,“ viðurkennir Svala. „Málið er að kvenfólkið ræður á heimilinu, það bara lætur okkur karlana halda að við ráðum einhverju. En ég er matmaður og finnst hryggur góður. Svo er mun minna mál að matreiða hann en kalkúninn en ég ætla samt að reyna að gera það svolítið flókið og elda hann lengi á lágum hita. Þannig verður hann djúsí. Ég sef varla, ég er búinn að pæla svo mikið í þessu!“ upplýsir Björgvin léttur. „Svo verður hann stressaður á aðfangadag. Mamma má varla koma inn í eldhús og alls ekki færa neitt til!“ segir Svala stríðnislega. „En hann klikkar ekki í eldamennskunni. Íslenska lambið er líka svo gott.“ „Já, við hér á þessari eyju getum alveg hrósað happi yfir því að eiga frábært hráefni,“ samsinnir faðir hennar og kveðst sækja sitt hátíðakjöt í Kjötkompaníið í Hafnarfirði. Svala heldur áfram að bera lof á allt það íslenska. „Eftir að hafa búið í rúm fimm ár í Los Angeles finn ég vel hvað maturinn hér er góður - og vatnið. Ég elska líka sælgætið hér og tek alltaf með mér mörg kíló út, kókosbollur og annað,“ segir hún. „Þar þekkist heldur ekki sú menning að fara í bakarí og kaupa nýbakað.“ Eruð þið fyrir löngu byrjuð að skreyta fyrir jólin? „Nei,“ segir Svala. „Það eru svona þrír dagar síðan. Við erum með lifandi tré núna en vorum alltaf með gerfitré.“ Þetta kallar á sögu frá Björgini. „Sko, við vorum með lifandi jólatré í gamla daga en við Ragnheiður, kona mín, vorum hippar og vildum ekki höggva niður tré og láta þau svo fjúka um eftir jólin þannig að við keyptum gerfitré og vorum með það lengi, lengi. Í fyrra keyptum við lifandi tré með rót. Bróðir minn ætlaði að hjálpa mér að ganga frá því en þá komum við því engan veginn ofan í glerpottinn sem það átti að standa í og vorum eins og leirkallarnir í bíó að berjast við þetta. Það endaði með að við brutum pottinn og allt fór út um alla stofu. Að lokum fékk tréð annan pott og var sett ut á svalir með seríu og eftir jólin fórum við með það að sumarbústað bróður míns þar sem það var gróðursett og stækkar. Núna erum við með höggvið tré og það verður víst að fjúka um með hinum í janúar - en gamli hippaandinn lifir samt enn.“ Hvernig voru jólin hjá þér úti, Svala? Fékkstu íslenskan mat að heiman? „Nei, við höfðum gesti bæði jólin og fórum bara út að borða. Það eru svo margir trúarhópar í LA sem ekki halda jólin hátíðleg og allt er opið, veitingastaðir og bíóhús. En það er voða skrítið að vera þarna úti á jólunum, því það er æðislega gott veður og sól, voða rólegt og ekkert jólalegt. Allt öðru vísi en hér. Ekki sama stemning.“Sönglaði í vöggunni Svala fór ung til dvalar í Los Angeles í fyrstu, þá komin á samning hjá plötufyrirtækinu EMI Priority Records. „Ég var í eitt og hálft ár ytra en flutti aftur til Íslands 2001 og byrjaði þá að búa með manninum mínum, honum Einari Egilssyni sem ég giftist í sumar. Við kynntumst sextán ára en vorum svolítið að hætta og byrja saman aftur á menntaskólaárunum. Hann var samt alltaf sá eini sanni,“ segir Svala brosandi og segir þau Einar ekki bara hjón heldur líka samstarfsfólk. „Einar er með mér í hljómsveitinni Steed Lord sem við stofnuðum 2006, erum með eigin plötufyrirtæki og búum til tónlist, tónlistarmyndbönd, auglýsingar og föt,“ Hún segir fötin seljast vel, meðal annars hér á landi. „Ég hanna línuna sjálf og er með fólk í LA sem sér um saumaskapinn.“ „Ég hugsa að Svala hafi saumagenin frá mömmu minni, Sigríði Þorleifsdóttur, sem er í fullu fjöri, 92 ára og býr í sínu húsi í Hafnarfirði. Hún saumaði öll föt á okkur krakkana og líka blómajakkana og silkiskyrturnar á mig þegar ég var að byrja í hljómsveitunum,“ segir Björgvin og bætir við. „Pabbi var alltaf flottur í tauinu og ég hef erft það að þykja skemmtilegt að vera vel klæddur.“ Svala upplýsir að heimili hennar sé undirlagt af fínum fötum frá fyrri tímabilum sem hún safni eins og list. Hún vakti líka athygli á nýafstöðum Jólagestatónleikum föður síns fyrir fagran klæðaburð. Í framhaldinu berst talið að jólalögunum sem þau feðgin hafa gert fræg gegn um tíðina. „Pabbi er sérstaklega mikilvirkur í jólalögunum,“ segir Svala. „Ég var tekin upp fyrst þegar ég var sjö ára, þar sem ég söng með Ómari Ragnarssyni Ég ætla að skreyta jólatré. Níu ára söng ég inn lag með pabba og var ellefu ára þegar ég söng Ég hlakka svo til. Ég ólst náttúrlega upp í upptökuverum.“ „Ég á kasettu með söngli Svölu frá því hún var í vöggu enda voru hún og Krummi með tónlist í eyrunum frá því þau vöknuðu á morgnana þar til þau sofnuðu,“ segir faðir hennar. „Ég tek þó fram að við löttum þau frekar en hvöttum til að leggja tónlistina fyrir sig en þau völdu sjálf það sem hjartað bauð.“ „Pabbi og mamma klögðu samt ríka áherslu á að ég kláraði stúdentinn. Ég tók það alvarlega þó ég væri mikið í mússíkinni á sama tíma. Við systkinin gátum líka alltaf sagt foreldrum okkar hvað við vorum að gera og þurftum ekki að fela neitt fyrir þeim. Það kunnum við að meta,“ segir Svala.Gera hlutina af ástríðu Um sex þúsund manns mættu á Jólagesti Björgvins þetta árið, hann segir hlut unga fólksins þar stærri en oft áður. „Það er af því að þú ert með gestasöngvara sem eru ungir og efnilegir,“ stingur Svala að. „Já og ég svo unglegur!“ botnar pabbi hennar hlæjandi. En þó tónleikarnir séu að baki er Bjöggi ekki kominn í jólafrí því hann er úti um allt að árita nýju plötuna, þá þriðju í Duet seríunni. Eftir áramótin bíða spennandi verkefni, sólóplata og sennilega áttunda Íslandslagaplatan, auk þess sem stórtónleikar eru á döfinni í vor. „Maður verður að hafa eitthvað fyrir stafni og það er frábært að geta starfað við það sem maður hefur áhuga á,“ segir hann og Svala tekur undir það. „Já, það eru forréttindi að geta unnið við það sem maður elskar og endalaust hægt að vera þakklátur fyrir það. Ef maður gerir hlutina af ástríðu þá skilar það sér líka.“ Eittvað að lokum? „Við viljum bara óska öllum gleðilegra jóla og þakka fyrir móttökur Jólagesta og allt árið.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira