Hápólitískar hugleiðingar um manneskjuna og lýðræðið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 21. desember 2013 13:00 "Lýðræðið er ekkert unglamb frekar en leikritið okkar og við erum enn að æfa okkur í notkun þess. Við stefnum að fullkomnun þar eins og á leiksviðinu,“ segir Ragnheiður. Fréttablaðið/Stefán „Mér finnst svo stressandi þegar athyglin beinist að mér persónulega,“ segir Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona þegar við erum sestar niður baksviðs í Þjóðleikhúsinu og ég spyr hana um ferilinn á leiksviðinu. „Ég er, eins og svo margir leikarar, hræðilega feimin.“ Ragnheiður segist kunna best við sig þegar hún getur falið sig á bak við persónurnar sem hún leikur. Hún segist ekki hafa tölu á fjölda sýninga sem hún hefur tekið þátt í en þær séu örugglega hátt í hundraðið. Þessa dagana er hún á fullu við æfingar á Þingkonunum eftir Aristófanes sem verður jólasýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Eru ekki jólin undirlögð af frumsýningarkvíða? „Dálítið. Maður er ekkert sérstaklega lystugur á aðfangadag. En það fer auðvitað eftir því hversu erfitt hlutverkið er. Ég er ekkert mjög stressuð núna þar sem ég er ekki í burðarhlutverki heldur ein af kórnum, en í öllum þessum grísku verkum er kórinn samt mjög mikilvægur. Í tragedíunum er hann oft málpípa höfundar eða almúgans en í þessum gleðileik er kvennakórinn uppreisnarlið sem nær völdum undir forystu Praxagóru. Það er líka gífurlega mikið skraut að okkur.“ Verkið var frumsýnt 392 fyrir Krist, færir þessi sýning það til nútímans á einhvern hátt? „Ja, þetta er auðvitað verkið eins og við fáum það í hendur í þýðingu Kristjáns Árnasonar, með örlitlum styttingum, og ég ætla ekki að ljóstra of miklu upp um nálgunina. En auðvitað er vísað í nútímann og það er svo ótrúlega merkilegt hvað margt í þessu verki minnir á okkar tíma. Mannskepnan hefur lítið breyst í þessi 2.400 ár síðan verkið var samið. Það er með ólíkindum hvað okkur gengur illa að læra af reynslunni.“ En þetta er gleðileikur? „Já, hann er það. Þótt þetta séu auðvitað hápólitískar hugleiðingar um lýðræðið og baráttu okkar við eiginhagsmunapot og græðgi, þá tökum við þetta á léttu nótunum og dettum ekkert í þunglyndi yfir því þótt okkur gangi misvel að skipa málum farsællega. Lýðræðið er ekkert unglamb frekar en leikritið okkar og við erum enn að æfa okkur í notkun þess. Við stefnum að fullkomnun þar eins og á leiksviðinu.“Langaði að verða prestur Ragnheiður er dóttir leikaranna Steindórs Hjörleifssonar og Margrétar Ólafsdóttur, alin upp í Iðnó og hefur verið tengd leikhúsinu síðan hún í móðurkviði steig fyrst á fjalir Þjóðleikhússins. Það hefur væntanlega fátt annað komið til greina en að leggja leiklistina fyrir sig? „Jú, ég ætlaði að verða ballerína – eða prestur. Ég var í Vestmannaeyjum hjá móðurfólkinu mínu öll sumur sem barn og unglingur og fór með langafa mínum í kirkju á hverjum sunnudegi. Og þótt ég væri ung að aldri fannst mér stólræðurnar ekki alveg nógu hressandi, að fólk hlustaði ekki nógu vel og það hlyti að vera hægt að flytja þetta á áhrifaríkari hátt. En svo áttaði ég mig á því að það var auðvitað leikarinn í mér sem var að velta þessu fyrir sér og að það yrði ennþá skemmtilegra að messa yfir áhorfendum af leiksviðinu.“ En ballerínan, hvernig hvarf hún út úr myndinni? „Ég var í ballett frá sjö ára aldri og á leiðinni til Englands í inntökupróf í ballettskóla en var þá svo „heppin“ að verða veik í fótunum og var bannað að dansa. Enda hefði ég aldrei haft karakter í að verða ballerína og ekki vöxtinn heldur.“Stóllinn fyrir dyrnar Ragnheiður fór í staðinn í leiklistarnám til Englands og lærði við Bristol Old Vic-skólann sem Laurence Olivier stofnaði. Datt henni aldrei í hug að setjast að í Englandi og leita frægðarinnar þar? „Jú, jú, en landslagið var bara allt annað þá. Ekkert EES og miklu erfiðara fyrir útlendinga að komast inn í bransann. Þegar ég fékk gott hlutverk í útskriftarsýningunni þá uxu allt í einu klær á vinkonur mínar í skólanum því þeim fannst ég vera að taka spón úr þeirra aski. Ég fékk ýmis tilboð, en varð að hafa leyfi til að vinna í Bretlandi og gat ekki skrifað undir neitt svo ég ákvað að fara bara heim og sjá til. Nokkrum árum seinna réðst BBC svo í gerð sjónvarpsþáttanna Út í óvissuna eftir bók Desmonds Bagley sem að hluta til voru teknir upp hérlendis. Þeim var bent á mig, ég fór í prufu og fékk aðalkvenhlutverkið. Þættirnir gerðu mikla lukku úti og það átti að gera framhald af þeim sem tekið yrði á Spáni. Ég var búin að fá handrit og orðin voða spennt þegar breska leikarafélagið gerði athugasemdir. Framleiðendunum var gert að sanna að engin bresk leikkona gæti leikið þetta hlutverk, annars gætu þeir ekki haft mig með. Í fyrri þáttunum bjó karakterinn á Íslandi og talaði íslensku og ensku, svo það var ekki vandamál en þarna höfðu þeir ekki haft þá fyrirhyggju að skrifa íslenskuna inn í handritið. Okkur var því settur stóllinn fyrir dyrnar. Eftir þetta hætti ég alveg að hugsa um að vinna í Bretlandi, fékk nóg að gera hér heima og er mjög ánægð með mitt líf.“Lífið skiptir meira máli en leikhúsið Það líf innifelur eiginmanninn, Jón Þórisson leikmyndahönnuð, og börnin tvö, Steindór Grétar og Margréti Dórotheu. Það þarf varla að spyrja hvort þau hjónin hafi kynnst í leikhúsinu en ég spyr samt. „Já, ég var bara krakki þegar við kynntumst. Jón er fimm árum eldri en ég og var sextán ára þegar hann fór að vinna niðri í Iðnó. Mér fannst hann bara einn af köllunum þarna og var ekkert að pæla í honum. Þegar ég kom heim frá námi í Englandi hafði aldursmunurinn hins vegar snarminnkað og þá féll ég fyrir honum. Síðan höfum við verið saman.“ Spurð hvort hún sjái eftir einhverju á ferlinum verður Ragnheiður hugsi og dregur við sig svarið. „Nei, engu sem ekki er hægt að bæta úr. Ég hefði gjarnan viljað fá fleiri tækifæri til að takast á við Shakespeare. Lék reyndar lafði Macbeth í útvarpinu, lafði Önnu í Ríkharði III. í Þjóðleikhúsinu og Lúsentíó í Skassið tamið niðri í Iðnó, en langar alltaf í meira af góðgætinu. Annars er engin eftirsjá í mér. Hvorki leikhúsið né lífið fara alltaf um mann mjúkum höndum, en lífið skiptir meira máli en leikhúsið þegar upp er staðið. Ég hef verið heppin og get mjög vel við unað þegar ég lít yfir sviðið. Ég er heldur ekkert að hætta að leika, svo að það er fullt af tækifærum eftir.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
„Mér finnst svo stressandi þegar athyglin beinist að mér persónulega,“ segir Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona þegar við erum sestar niður baksviðs í Þjóðleikhúsinu og ég spyr hana um ferilinn á leiksviðinu. „Ég er, eins og svo margir leikarar, hræðilega feimin.“ Ragnheiður segist kunna best við sig þegar hún getur falið sig á bak við persónurnar sem hún leikur. Hún segist ekki hafa tölu á fjölda sýninga sem hún hefur tekið þátt í en þær séu örugglega hátt í hundraðið. Þessa dagana er hún á fullu við æfingar á Þingkonunum eftir Aristófanes sem verður jólasýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Eru ekki jólin undirlögð af frumsýningarkvíða? „Dálítið. Maður er ekkert sérstaklega lystugur á aðfangadag. En það fer auðvitað eftir því hversu erfitt hlutverkið er. Ég er ekkert mjög stressuð núna þar sem ég er ekki í burðarhlutverki heldur ein af kórnum, en í öllum þessum grísku verkum er kórinn samt mjög mikilvægur. Í tragedíunum er hann oft málpípa höfundar eða almúgans en í þessum gleðileik er kvennakórinn uppreisnarlið sem nær völdum undir forystu Praxagóru. Það er líka gífurlega mikið skraut að okkur.“ Verkið var frumsýnt 392 fyrir Krist, færir þessi sýning það til nútímans á einhvern hátt? „Ja, þetta er auðvitað verkið eins og við fáum það í hendur í þýðingu Kristjáns Árnasonar, með örlitlum styttingum, og ég ætla ekki að ljóstra of miklu upp um nálgunina. En auðvitað er vísað í nútímann og það er svo ótrúlega merkilegt hvað margt í þessu verki minnir á okkar tíma. Mannskepnan hefur lítið breyst í þessi 2.400 ár síðan verkið var samið. Það er með ólíkindum hvað okkur gengur illa að læra af reynslunni.“ En þetta er gleðileikur? „Já, hann er það. Þótt þetta séu auðvitað hápólitískar hugleiðingar um lýðræðið og baráttu okkar við eiginhagsmunapot og græðgi, þá tökum við þetta á léttu nótunum og dettum ekkert í þunglyndi yfir því þótt okkur gangi misvel að skipa málum farsællega. Lýðræðið er ekkert unglamb frekar en leikritið okkar og við erum enn að æfa okkur í notkun þess. Við stefnum að fullkomnun þar eins og á leiksviðinu.“Langaði að verða prestur Ragnheiður er dóttir leikaranna Steindórs Hjörleifssonar og Margrétar Ólafsdóttur, alin upp í Iðnó og hefur verið tengd leikhúsinu síðan hún í móðurkviði steig fyrst á fjalir Þjóðleikhússins. Það hefur væntanlega fátt annað komið til greina en að leggja leiklistina fyrir sig? „Jú, ég ætlaði að verða ballerína – eða prestur. Ég var í Vestmannaeyjum hjá móðurfólkinu mínu öll sumur sem barn og unglingur og fór með langafa mínum í kirkju á hverjum sunnudegi. Og þótt ég væri ung að aldri fannst mér stólræðurnar ekki alveg nógu hressandi, að fólk hlustaði ekki nógu vel og það hlyti að vera hægt að flytja þetta á áhrifaríkari hátt. En svo áttaði ég mig á því að það var auðvitað leikarinn í mér sem var að velta þessu fyrir sér og að það yrði ennþá skemmtilegra að messa yfir áhorfendum af leiksviðinu.“ En ballerínan, hvernig hvarf hún út úr myndinni? „Ég var í ballett frá sjö ára aldri og á leiðinni til Englands í inntökupróf í ballettskóla en var þá svo „heppin“ að verða veik í fótunum og var bannað að dansa. Enda hefði ég aldrei haft karakter í að verða ballerína og ekki vöxtinn heldur.“Stóllinn fyrir dyrnar Ragnheiður fór í staðinn í leiklistarnám til Englands og lærði við Bristol Old Vic-skólann sem Laurence Olivier stofnaði. Datt henni aldrei í hug að setjast að í Englandi og leita frægðarinnar þar? „Jú, jú, en landslagið var bara allt annað þá. Ekkert EES og miklu erfiðara fyrir útlendinga að komast inn í bransann. Þegar ég fékk gott hlutverk í útskriftarsýningunni þá uxu allt í einu klær á vinkonur mínar í skólanum því þeim fannst ég vera að taka spón úr þeirra aski. Ég fékk ýmis tilboð, en varð að hafa leyfi til að vinna í Bretlandi og gat ekki skrifað undir neitt svo ég ákvað að fara bara heim og sjá til. Nokkrum árum seinna réðst BBC svo í gerð sjónvarpsþáttanna Út í óvissuna eftir bók Desmonds Bagley sem að hluta til voru teknir upp hérlendis. Þeim var bent á mig, ég fór í prufu og fékk aðalkvenhlutverkið. Þættirnir gerðu mikla lukku úti og það átti að gera framhald af þeim sem tekið yrði á Spáni. Ég var búin að fá handrit og orðin voða spennt þegar breska leikarafélagið gerði athugasemdir. Framleiðendunum var gert að sanna að engin bresk leikkona gæti leikið þetta hlutverk, annars gætu þeir ekki haft mig með. Í fyrri þáttunum bjó karakterinn á Íslandi og talaði íslensku og ensku, svo það var ekki vandamál en þarna höfðu þeir ekki haft þá fyrirhyggju að skrifa íslenskuna inn í handritið. Okkur var því settur stóllinn fyrir dyrnar. Eftir þetta hætti ég alveg að hugsa um að vinna í Bretlandi, fékk nóg að gera hér heima og er mjög ánægð með mitt líf.“Lífið skiptir meira máli en leikhúsið Það líf innifelur eiginmanninn, Jón Þórisson leikmyndahönnuð, og börnin tvö, Steindór Grétar og Margréti Dórotheu. Það þarf varla að spyrja hvort þau hjónin hafi kynnst í leikhúsinu en ég spyr samt. „Já, ég var bara krakki þegar við kynntumst. Jón er fimm árum eldri en ég og var sextán ára þegar hann fór að vinna niðri í Iðnó. Mér fannst hann bara einn af köllunum þarna og var ekkert að pæla í honum. Þegar ég kom heim frá námi í Englandi hafði aldursmunurinn hins vegar snarminnkað og þá féll ég fyrir honum. Síðan höfum við verið saman.“ Spurð hvort hún sjái eftir einhverju á ferlinum verður Ragnheiður hugsi og dregur við sig svarið. „Nei, engu sem ekki er hægt að bæta úr. Ég hefði gjarnan viljað fá fleiri tækifæri til að takast á við Shakespeare. Lék reyndar lafði Macbeth í útvarpinu, lafði Önnu í Ríkharði III. í Þjóðleikhúsinu og Lúsentíó í Skassið tamið niðri í Iðnó, en langar alltaf í meira af góðgætinu. Annars er engin eftirsjá í mér. Hvorki leikhúsið né lífið fara alltaf um mann mjúkum höndum, en lífið skiptir meira máli en leikhúsið þegar upp er staðið. Ég hef verið heppin og get mjög vel við unað þegar ég lít yfir sviðið. Ég er heldur ekkert að hætta að leika, svo að það er fullt af tækifærum eftir.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira