320 þúsund manna þjóð getur og verður Björg Árnadóttir skrifar 20. desember 2013 06:00 Listin er ekki kökuskraut. Hún er lyftiduft. Að skera niður til menningar og lista er eins og að hætta að borga rafmagnsreikninginn en halda áskriftinni að Stöð 2. Menningin er undirstaðan. Hjarta þjóðarlíkamans. Án hjartans, ekkert líf. Ríkisstyrkt list er þyrnir í augum margra á þeim forsendum að ekki sé þörf fyrir það sem ekki stendur undir sér. Listir eru dýrar í framleiðslu og á fárra færi að kaupa þær á raunvirði. Segjum til dæmis bækur. Bóksala sýnir að stór hluti þjóðarinnar telur að þörf sé á nýjum, íslenskum bókmenntum. Útgáfa einnar bókar skapar fjölda afleiddra starfa og virðisauka. Sama gildir um aðrar listgreinar. Vandamálið er að listamaðurinn sjálfur ber svo lítið úr býtum. Þess vegna hefur verið komið á því kerfi að hafa hverju sinni nokkra sjálfstætt starfandi embættismenn sem sjá okkur fyrir listum. Ég held að þeir sem þiggja listamannalaun geri síst minna gagn en aðrir ríkisstarfsmenn. Íslensk list er spegill fyrir Íslendinga. Það segir mér margt um sjálfa mig og þjóð mína að horfa á nýtt, íslensk leikrit. Það segir mér meira um sjálfa mig og þjóð mína að horfa á sígildan harmleik í nýrri, íslenskri uppsetningu heldur en að hlusta á eldhúsdagsumræður. Klassík er ekki sett upp til að fræða okkur um forna tíma heldur til að sýna okkur gömul gildi í nútímanum. Listin er spegill nútíðar og vegvísir til framtíðar. Listin er ekki það sem var, varla það sem er, heldur það sem verður. Listin er skrefi á undan, þess vegna er oft erfitt að skilja hana. Sköpunarkraftur er sterkt afl, það getum við til dæmis séð í börnum. Listnám snýst um að virkja sköpunarkraftinn, eignast sýn á sjálfan sig og samfélagið og þjálfa aðferðir til að klæða hugmyndir í búning. Listnemar þurfa að tileinka sér gríðarlegan sjálfsaga, sjálfsþekkingu og samvinnuhæfni. Kennsluaðferðir listaskóla hafa löngum þótt einkennilegar í öðrum skólum en eru nú að ryðja sér til rúms í allri menntun. Enn og aftur er listin í fararbroddi.Lífríki menningarinnar Eitt sinn var reynt að eitra fyrir mýflugum við stöðuvatn. Flugurnar hurfu vissulega en í kjölfarið visnaði vistkerfið allt. Menningin er lífríki. Ef eitrað er fyrir Sinfóníuhljómsveitinni deyr dægurtónlistin. Í ríkisreknum hámenningarstofnunum býr nefnilega þekking sem nærir grasrótina. Við höfum þörf fyrir hágróður jafnt sem lággróður í vistkerfi menningarinnar líkt og í vistkerfi stjórnmálanna þar sem miðstjórnarmaðurinn, ráðherrann og barnið sem ber út bæklingana eru líffæri í sama pólitíska líkamanum. Það gæti samt verið áhugaverð tilraun að skera niður það sem Íslendingar eru þekktastir fyrir. Hætta að „halda uppi“ menningu og listum. Ég held að annað tveggja myndi gerast: Að þeir sem ekki flyttu til Noregs dæju úr leiðindum – eða að sköpunarþörf fólks fyndi sér annan farveg. Kannski færu listamenn í auknum mæli að hafa bein áhrif á samfélagið í stað þeirra óbeinu. Reyndar er listin víða að færast yfir í pólitíska gjörninga af margvíslegum toga. Ég sé fyrir mér sinfóníuna setjast á þing og Íslenska dansflokkinn skipa ríkisstjórn. Grínistarnir mega alveg eiga sveitarstjórnarmálin. Við eigum afburða listafólk sem kann að vinna saman að verkefnum sem þarf að leysa. Eflum íslenskt listafólk til að vinna þá vinnu sem það er best í – að vera þjóðarspegill innanlands og skapa orðspor erlendis. Sinfóníuhljómsveitin settist á þing. Íslenski dansflokkurinn skipaði ríkisstjórn. Grínistarnir tækju alveg yfir sveitarstjórnarmálin. Sirkusinn í Vatnsmýrinni flyttist á Álftanes. Hmm, ekki svo vitlaus hugmynd. Þetta fólk hefur alla vega lært að vinna náið saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Listin er ekki kökuskraut. Hún er lyftiduft. Að skera niður til menningar og lista er eins og að hætta að borga rafmagnsreikninginn en halda áskriftinni að Stöð 2. Menningin er undirstaðan. Hjarta þjóðarlíkamans. Án hjartans, ekkert líf. Ríkisstyrkt list er þyrnir í augum margra á þeim forsendum að ekki sé þörf fyrir það sem ekki stendur undir sér. Listir eru dýrar í framleiðslu og á fárra færi að kaupa þær á raunvirði. Segjum til dæmis bækur. Bóksala sýnir að stór hluti þjóðarinnar telur að þörf sé á nýjum, íslenskum bókmenntum. Útgáfa einnar bókar skapar fjölda afleiddra starfa og virðisauka. Sama gildir um aðrar listgreinar. Vandamálið er að listamaðurinn sjálfur ber svo lítið úr býtum. Þess vegna hefur verið komið á því kerfi að hafa hverju sinni nokkra sjálfstætt starfandi embættismenn sem sjá okkur fyrir listum. Ég held að þeir sem þiggja listamannalaun geri síst minna gagn en aðrir ríkisstarfsmenn. Íslensk list er spegill fyrir Íslendinga. Það segir mér margt um sjálfa mig og þjóð mína að horfa á nýtt, íslensk leikrit. Það segir mér meira um sjálfa mig og þjóð mína að horfa á sígildan harmleik í nýrri, íslenskri uppsetningu heldur en að hlusta á eldhúsdagsumræður. Klassík er ekki sett upp til að fræða okkur um forna tíma heldur til að sýna okkur gömul gildi í nútímanum. Listin er spegill nútíðar og vegvísir til framtíðar. Listin er ekki það sem var, varla það sem er, heldur það sem verður. Listin er skrefi á undan, þess vegna er oft erfitt að skilja hana. Sköpunarkraftur er sterkt afl, það getum við til dæmis séð í börnum. Listnám snýst um að virkja sköpunarkraftinn, eignast sýn á sjálfan sig og samfélagið og þjálfa aðferðir til að klæða hugmyndir í búning. Listnemar þurfa að tileinka sér gríðarlegan sjálfsaga, sjálfsþekkingu og samvinnuhæfni. Kennsluaðferðir listaskóla hafa löngum þótt einkennilegar í öðrum skólum en eru nú að ryðja sér til rúms í allri menntun. Enn og aftur er listin í fararbroddi.Lífríki menningarinnar Eitt sinn var reynt að eitra fyrir mýflugum við stöðuvatn. Flugurnar hurfu vissulega en í kjölfarið visnaði vistkerfið allt. Menningin er lífríki. Ef eitrað er fyrir Sinfóníuhljómsveitinni deyr dægurtónlistin. Í ríkisreknum hámenningarstofnunum býr nefnilega þekking sem nærir grasrótina. Við höfum þörf fyrir hágróður jafnt sem lággróður í vistkerfi menningarinnar líkt og í vistkerfi stjórnmálanna þar sem miðstjórnarmaðurinn, ráðherrann og barnið sem ber út bæklingana eru líffæri í sama pólitíska líkamanum. Það gæti samt verið áhugaverð tilraun að skera niður það sem Íslendingar eru þekktastir fyrir. Hætta að „halda uppi“ menningu og listum. Ég held að annað tveggja myndi gerast: Að þeir sem ekki flyttu til Noregs dæju úr leiðindum – eða að sköpunarþörf fólks fyndi sér annan farveg. Kannski færu listamenn í auknum mæli að hafa bein áhrif á samfélagið í stað þeirra óbeinu. Reyndar er listin víða að færast yfir í pólitíska gjörninga af margvíslegum toga. Ég sé fyrir mér sinfóníuna setjast á þing og Íslenska dansflokkinn skipa ríkisstjórn. Grínistarnir mega alveg eiga sveitarstjórnarmálin. Við eigum afburða listafólk sem kann að vinna saman að verkefnum sem þarf að leysa. Eflum íslenskt listafólk til að vinna þá vinnu sem það er best í – að vera þjóðarspegill innanlands og skapa orðspor erlendis. Sinfóníuhljómsveitin settist á þing. Íslenski dansflokkurinn skipaði ríkisstjórn. Grínistarnir tækju alveg yfir sveitarstjórnarmálin. Sirkusinn í Vatnsmýrinni flyttist á Álftanes. Hmm, ekki svo vitlaus hugmynd. Þetta fólk hefur alla vega lært að vinna náið saman.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun