Á kafi í Evrópusamrunanum Andrés Pétursson skrifar 19. desember 2013 07:00 Ríkisstjórnin er komin í nokkra klípu vegna Evrópumála. Stórkarlalegar yfirlýsingar utanríkisráðherra um stöðu aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið urðu þess valdandi að Evrópusambandið gat ekki annað en hætt við að greiða íslenskum stofnunum, sveitarfélögum, skólum og fyrirtækjum hátt í 2 milljarða íslenskra króna af hinum svokölluðu IPA-styrkjum. Þessir peningar hefðu einkum nýst á landsbyggðinni til ýmissa uppbyggingarverkefna á sviði mennta-og byggðamála. Ljóst er að þarna hefði margt vel menntað fólk fengið áhugaverð störf en nú sjá margar þessara stofnana fram á að draga saman seglin og jafnvel að segja upp fólki. Utanríkisráðherrann hefur einnig verið einkar seinheppinn í samskiptum sínum við Alþingi, samstarfsflokk sinn í ríkisstjórninni og almenning út af Evrópumálum. Fyrir kosningarnar fóru framsóknar- og sjálfstæðismenn mikinn í yfirlýsingum um að auka ætti lýðræðið og almenningur ætti að sjálfsögðu að fá að kjósa um áframhald viðræðnanna. Þetta var sett í stjórnarsáttmálann en svo var allt í einu komið allt annað hljóð í strokkinn. Ráðherrann ákvað nánast upp á sitt eindæmi að túlka stjórnarsáttmálann þannig að það ætti alls ekki að kjósa um áframhald viðræðnanna. Þar að auki fékk hann lagaspekúlanta til að semja fyrir sig greinargerð sem mátti túlka þannig að ráðherrann þyrfti ekki einu sinni að fara að vilja Alþingis í þessu máli! Sem betur fer var ráðherrann gerður afturreka með þá túlkun sína enda forkastanlegt að framkvæmdavaldið geti einhliða hunsað lýðræðislega ákvörðun æðstu löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Enn er ekki ljóst hver verður niðurstaða þessa máls en búast má við miklum deilum um það á næstu misserum.Í sterkari stöðu Það hefur líka verið sorglegt að fylgjast með tilburðum ýmissa stjórnarliða, bæði innan þings og utan, við að blása upp makríldeilu okkar við ESB sem einhvers konar allsherjarsjálfstæðisstríð smáþjóðar við útlenskt vald. Staðreyndin er sú að deilur um makrílveiðar okkar verður að leysa, hvort sem við erum innan eða utan ESB. Reyndar er það skoðun mín að við hefðum verið í mun sterkari stöðu til að ná fram ásættanlegri lausn í þessu máli ef við hefðum verið aðildarríki Evrópusambandsins. Þá hefðum við getað beitt samningatæknilegum aðferðum með því að afla okkur bandamanna í óskyldum málum og þannig náð ásættanlegri lausn í þeim makrílkvóta sem við ættum rétt á. Hvað mikið sem Evrópuandstæðingar reyna að mála samstarf okkar við ESB dökkum litum, þá er það staðreynd að við Íslendingar erum á kafi í Evrópusamrunanum. Yfir 80% af utanríkisviðskiptum okkar eru við lönd Evrópusambandsins, við tökum í hverjum mánuði við fjölda laga og reglugerða frá ESB, rannsóknar- og fræðasamfélag landsins á í mjög öflugu samstarfi við helstu rannsóknar- og háskólastofnanir Evrópu, nánast allir leik-, grunn-, framhalds- og háskólar landsins taka af fullum krafti þátt í sameiginlegri menntaáætlun Evrópusambandsins og EES-samningurinn er viðamesti alþjóðasamningur sem Íslendingar hafa undirgengist. Við skulum ekki láta tímabundnar deilur um makríl blinda okkur. Þjóðir Evrópusambandsins eru þær þjóðir sem við munum halda áfram að eiga mest og best samskipti við í náinni framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er komin í nokkra klípu vegna Evrópumála. Stórkarlalegar yfirlýsingar utanríkisráðherra um stöðu aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið urðu þess valdandi að Evrópusambandið gat ekki annað en hætt við að greiða íslenskum stofnunum, sveitarfélögum, skólum og fyrirtækjum hátt í 2 milljarða íslenskra króna af hinum svokölluðu IPA-styrkjum. Þessir peningar hefðu einkum nýst á landsbyggðinni til ýmissa uppbyggingarverkefna á sviði mennta-og byggðamála. Ljóst er að þarna hefði margt vel menntað fólk fengið áhugaverð störf en nú sjá margar þessara stofnana fram á að draga saman seglin og jafnvel að segja upp fólki. Utanríkisráðherrann hefur einnig verið einkar seinheppinn í samskiptum sínum við Alþingi, samstarfsflokk sinn í ríkisstjórninni og almenning út af Evrópumálum. Fyrir kosningarnar fóru framsóknar- og sjálfstæðismenn mikinn í yfirlýsingum um að auka ætti lýðræðið og almenningur ætti að sjálfsögðu að fá að kjósa um áframhald viðræðnanna. Þetta var sett í stjórnarsáttmálann en svo var allt í einu komið allt annað hljóð í strokkinn. Ráðherrann ákvað nánast upp á sitt eindæmi að túlka stjórnarsáttmálann þannig að það ætti alls ekki að kjósa um áframhald viðræðnanna. Þar að auki fékk hann lagaspekúlanta til að semja fyrir sig greinargerð sem mátti túlka þannig að ráðherrann þyrfti ekki einu sinni að fara að vilja Alþingis í þessu máli! Sem betur fer var ráðherrann gerður afturreka með þá túlkun sína enda forkastanlegt að framkvæmdavaldið geti einhliða hunsað lýðræðislega ákvörðun æðstu löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Enn er ekki ljóst hver verður niðurstaða þessa máls en búast má við miklum deilum um það á næstu misserum.Í sterkari stöðu Það hefur líka verið sorglegt að fylgjast með tilburðum ýmissa stjórnarliða, bæði innan þings og utan, við að blása upp makríldeilu okkar við ESB sem einhvers konar allsherjarsjálfstæðisstríð smáþjóðar við útlenskt vald. Staðreyndin er sú að deilur um makrílveiðar okkar verður að leysa, hvort sem við erum innan eða utan ESB. Reyndar er það skoðun mín að við hefðum verið í mun sterkari stöðu til að ná fram ásættanlegri lausn í þessu máli ef við hefðum verið aðildarríki Evrópusambandsins. Þá hefðum við getað beitt samningatæknilegum aðferðum með því að afla okkur bandamanna í óskyldum málum og þannig náð ásættanlegri lausn í þeim makrílkvóta sem við ættum rétt á. Hvað mikið sem Evrópuandstæðingar reyna að mála samstarf okkar við ESB dökkum litum, þá er það staðreynd að við Íslendingar erum á kafi í Evrópusamrunanum. Yfir 80% af utanríkisviðskiptum okkar eru við lönd Evrópusambandsins, við tökum í hverjum mánuði við fjölda laga og reglugerða frá ESB, rannsóknar- og fræðasamfélag landsins á í mjög öflugu samstarfi við helstu rannsóknar- og háskólastofnanir Evrópu, nánast allir leik-, grunn-, framhalds- og háskólar landsins taka af fullum krafti þátt í sameiginlegri menntaáætlun Evrópusambandsins og EES-samningurinn er viðamesti alþjóðasamningur sem Íslendingar hafa undirgengist. Við skulum ekki láta tímabundnar deilur um makríl blinda okkur. Þjóðir Evrópusambandsins eru þær þjóðir sem við munum halda áfram að eiga mest og best samskipti við í náinni framtíð.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar