Á kafi í Evrópusamrunanum Andrés Pétursson skrifar 19. desember 2013 07:00 Ríkisstjórnin er komin í nokkra klípu vegna Evrópumála. Stórkarlalegar yfirlýsingar utanríkisráðherra um stöðu aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið urðu þess valdandi að Evrópusambandið gat ekki annað en hætt við að greiða íslenskum stofnunum, sveitarfélögum, skólum og fyrirtækjum hátt í 2 milljarða íslenskra króna af hinum svokölluðu IPA-styrkjum. Þessir peningar hefðu einkum nýst á landsbyggðinni til ýmissa uppbyggingarverkefna á sviði mennta-og byggðamála. Ljóst er að þarna hefði margt vel menntað fólk fengið áhugaverð störf en nú sjá margar þessara stofnana fram á að draga saman seglin og jafnvel að segja upp fólki. Utanríkisráðherrann hefur einnig verið einkar seinheppinn í samskiptum sínum við Alþingi, samstarfsflokk sinn í ríkisstjórninni og almenning út af Evrópumálum. Fyrir kosningarnar fóru framsóknar- og sjálfstæðismenn mikinn í yfirlýsingum um að auka ætti lýðræðið og almenningur ætti að sjálfsögðu að fá að kjósa um áframhald viðræðnanna. Þetta var sett í stjórnarsáttmálann en svo var allt í einu komið allt annað hljóð í strokkinn. Ráðherrann ákvað nánast upp á sitt eindæmi að túlka stjórnarsáttmálann þannig að það ætti alls ekki að kjósa um áframhald viðræðnanna. Þar að auki fékk hann lagaspekúlanta til að semja fyrir sig greinargerð sem mátti túlka þannig að ráðherrann þyrfti ekki einu sinni að fara að vilja Alþingis í þessu máli! Sem betur fer var ráðherrann gerður afturreka með þá túlkun sína enda forkastanlegt að framkvæmdavaldið geti einhliða hunsað lýðræðislega ákvörðun æðstu löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Enn er ekki ljóst hver verður niðurstaða þessa máls en búast má við miklum deilum um það á næstu misserum.Í sterkari stöðu Það hefur líka verið sorglegt að fylgjast með tilburðum ýmissa stjórnarliða, bæði innan þings og utan, við að blása upp makríldeilu okkar við ESB sem einhvers konar allsherjarsjálfstæðisstríð smáþjóðar við útlenskt vald. Staðreyndin er sú að deilur um makrílveiðar okkar verður að leysa, hvort sem við erum innan eða utan ESB. Reyndar er það skoðun mín að við hefðum verið í mun sterkari stöðu til að ná fram ásættanlegri lausn í þessu máli ef við hefðum verið aðildarríki Evrópusambandsins. Þá hefðum við getað beitt samningatæknilegum aðferðum með því að afla okkur bandamanna í óskyldum málum og þannig náð ásættanlegri lausn í þeim makrílkvóta sem við ættum rétt á. Hvað mikið sem Evrópuandstæðingar reyna að mála samstarf okkar við ESB dökkum litum, þá er það staðreynd að við Íslendingar erum á kafi í Evrópusamrunanum. Yfir 80% af utanríkisviðskiptum okkar eru við lönd Evrópusambandsins, við tökum í hverjum mánuði við fjölda laga og reglugerða frá ESB, rannsóknar- og fræðasamfélag landsins á í mjög öflugu samstarfi við helstu rannsóknar- og háskólastofnanir Evrópu, nánast allir leik-, grunn-, framhalds- og háskólar landsins taka af fullum krafti þátt í sameiginlegri menntaáætlun Evrópusambandsins og EES-samningurinn er viðamesti alþjóðasamningur sem Íslendingar hafa undirgengist. Við skulum ekki láta tímabundnar deilur um makríl blinda okkur. Þjóðir Evrópusambandsins eru þær þjóðir sem við munum halda áfram að eiga mest og best samskipti við í náinni framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er komin í nokkra klípu vegna Evrópumála. Stórkarlalegar yfirlýsingar utanríkisráðherra um stöðu aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið urðu þess valdandi að Evrópusambandið gat ekki annað en hætt við að greiða íslenskum stofnunum, sveitarfélögum, skólum og fyrirtækjum hátt í 2 milljarða íslenskra króna af hinum svokölluðu IPA-styrkjum. Þessir peningar hefðu einkum nýst á landsbyggðinni til ýmissa uppbyggingarverkefna á sviði mennta-og byggðamála. Ljóst er að þarna hefði margt vel menntað fólk fengið áhugaverð störf en nú sjá margar þessara stofnana fram á að draga saman seglin og jafnvel að segja upp fólki. Utanríkisráðherrann hefur einnig verið einkar seinheppinn í samskiptum sínum við Alþingi, samstarfsflokk sinn í ríkisstjórninni og almenning út af Evrópumálum. Fyrir kosningarnar fóru framsóknar- og sjálfstæðismenn mikinn í yfirlýsingum um að auka ætti lýðræðið og almenningur ætti að sjálfsögðu að fá að kjósa um áframhald viðræðnanna. Þetta var sett í stjórnarsáttmálann en svo var allt í einu komið allt annað hljóð í strokkinn. Ráðherrann ákvað nánast upp á sitt eindæmi að túlka stjórnarsáttmálann þannig að það ætti alls ekki að kjósa um áframhald viðræðnanna. Þar að auki fékk hann lagaspekúlanta til að semja fyrir sig greinargerð sem mátti túlka þannig að ráðherrann þyrfti ekki einu sinni að fara að vilja Alþingis í þessu máli! Sem betur fer var ráðherrann gerður afturreka með þá túlkun sína enda forkastanlegt að framkvæmdavaldið geti einhliða hunsað lýðræðislega ákvörðun æðstu löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Enn er ekki ljóst hver verður niðurstaða þessa máls en búast má við miklum deilum um það á næstu misserum.Í sterkari stöðu Það hefur líka verið sorglegt að fylgjast með tilburðum ýmissa stjórnarliða, bæði innan þings og utan, við að blása upp makríldeilu okkar við ESB sem einhvers konar allsherjarsjálfstæðisstríð smáþjóðar við útlenskt vald. Staðreyndin er sú að deilur um makrílveiðar okkar verður að leysa, hvort sem við erum innan eða utan ESB. Reyndar er það skoðun mín að við hefðum verið í mun sterkari stöðu til að ná fram ásættanlegri lausn í þessu máli ef við hefðum verið aðildarríki Evrópusambandsins. Þá hefðum við getað beitt samningatæknilegum aðferðum með því að afla okkur bandamanna í óskyldum málum og þannig náð ásættanlegri lausn í þeim makrílkvóta sem við ættum rétt á. Hvað mikið sem Evrópuandstæðingar reyna að mála samstarf okkar við ESB dökkum litum, þá er það staðreynd að við Íslendingar erum á kafi í Evrópusamrunanum. Yfir 80% af utanríkisviðskiptum okkar eru við lönd Evrópusambandsins, við tökum í hverjum mánuði við fjölda laga og reglugerða frá ESB, rannsóknar- og fræðasamfélag landsins á í mjög öflugu samstarfi við helstu rannsóknar- og háskólastofnanir Evrópu, nánast allir leik-, grunn-, framhalds- og háskólar landsins taka af fullum krafti þátt í sameiginlegri menntaáætlun Evrópusambandsins og EES-samningurinn er viðamesti alþjóðasamningur sem Íslendingar hafa undirgengist. Við skulum ekki láta tímabundnar deilur um makríl blinda okkur. Þjóðir Evrópusambandsins eru þær þjóðir sem við munum halda áfram að eiga mest og best samskipti við í náinni framtíð.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun