Makríll - úthlutun og uppboð veiðiheimilda Darri Gunnarsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Úthlutun heimilda til veiða á makríl hefur verið til umræðu. Útgerðamenn leggja til og telja eðlilegt að veiðiheimildum makríls verði úthlutað varanlega líkt og gert er með aðrar veiðiheimildir. Aðrir benda á að selja ætti veiðirétt á uppboði sem myndað gæti öflugan tekjustofn fyrir ríkissjóð. Framkvæmdastjóri LÍÚ, Kolbeinn Árnason og fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson ræddu þetta í Klinkinu á visir.is fyrir stuttu. Þorbjörn sótti fast að framkvæmdastjóranum með hugmyndir um uppboð makrílkvóta. Hann benti á að makrílævintýrið væri til komið vegna breytinga á göngumynstri makríls en ekki áralangrar veiðireynslu útgerða. Útflutningsverðmæti makrílafurða væri um 25 milljarðar á ári og afkoma í greininni góð. Kolbeinn Árnason tiltók rök fyrir varanlegri úthlutun. Tilkostnaður við veiðarnar væri mikill, ekki væri réttlátt að skattleggja sjávarútveg umfram aðrar greinar og að afkoma makrílveiða væri ofmetin. Fyrirtækin þurfi að skipuleggja starfsemi sína á grundvelli veiðiheimilda. Útgerðarmenn telja eðlilegt að makríllin verði felldur inn útfærslu á samningaleiðinni eins og aðrar veiðiheimildir. Heimildum verði þá úthlutað til langs tíma og afgjald ákveðið í samræmi við hagnað.Hvalrekinn Makrílgengd á Íslandsmiðum er hvalreki. Afkoma veiða og vinnslu er sú besta sem þekkist í greininni, ævintýralega góð. Þó tilkostnaður við veiðar sé mikill hefur makríllinn aukið verulega nýtingu á skipum og búnaði sem notuð eru við veiðar og vinnslu á síld og loðnu. Veiðitími skarast lítið við aðrar veiðar. Veiðar á makríl hafa því aukið nýtingu fjárfestinga í veiðum og vinnslu uppsjávarfiska. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki fjárfest í aflaheimildum á makríl. Slíkar fjárfestingar hafa verið sterkustu rökin fyrir langtímasamningum um afnot. Þau eiga ekki við hér. Makríllinn er sérstakur, og verðskuldar sérstaka aðferð við úthlutun. Það er rangt að fella veiðiheimildir í makríl að kerfi sem sett var á til hagræðingar og sniðið að öðrum forsendum en hér um ræðir. Þetta á ekki síst við nú í ljósi þröngrar stöðu ríkissjóðs. Varað er við því að stjórnvöld útdeili heimildum til lengri tíma. Uppboð veiðiheimilda eru sanngjörn og skynsamleg leið þar sem sjávarútvegsfyrirtækin ákvarða verðið í samkeppni hvert við annað. Ólíklegt er að sátt náist um að bjóða út allar veiðiheimildir í makríl. Hér er því lagt til að fara bil beggja. Hluta veiðiheimilda í makríl verði úthlutað til útgerða gegn föstu gjaldi. Hinn hluti þeirra verði seldur á uppboðum.Varfærið en árangursríkt Kostir við þetta fyrirkomulag eru margir. Samningsbundin úthlutun gæti skapað útgerðar- og vinnslufyrirtækjum grunn til að skipuleggja starfsemi sína. Ríkið hefði tekjur af uppboðum sem gætu verið fleiri en eitt. Að líkindum yrði verð á uppboðum mun hærra en gjald fyrir úthlutaðar heimildir vegna jaðaráhrifa. T.d. mætti úthluta helmingi veiðiheimilda og selja hinn helminginn á nokkrum skipulögðum uppboðum. Hér er því ekki lagt til að gjörbreyta úthlutun í einu vetfangi heldur að fara varfærna en áhrifaríka leið til þess að nota uppboðsmarkað til úthlutunar heimilda. Staða ríkissjóðs er slík að ekki leyfist að horfa fram hjá möguleikum til aukinnar tekjuöflunar. Það tímabært að innleiða samkeppni og virkan markað við úthlutun veiðiheimilda. Makríllinn er kjörinn til þessa. Tekjur og verð af uppboðssölu heimilda mundu ákvarðast af getu þeirra sem best standa sig. Þeir fengju mest í sinn hlut. Reynslan af uppboðum væri þjóðinni og útgerðunum dýrmæt reynsla. Úthlutum og bjóðum upp veiðiheimildir. Náum við sátt um það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Úthlutun heimilda til veiða á makríl hefur verið til umræðu. Útgerðamenn leggja til og telja eðlilegt að veiðiheimildum makríls verði úthlutað varanlega líkt og gert er með aðrar veiðiheimildir. Aðrir benda á að selja ætti veiðirétt á uppboði sem myndað gæti öflugan tekjustofn fyrir ríkissjóð. Framkvæmdastjóri LÍÚ, Kolbeinn Árnason og fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson ræddu þetta í Klinkinu á visir.is fyrir stuttu. Þorbjörn sótti fast að framkvæmdastjóranum með hugmyndir um uppboð makrílkvóta. Hann benti á að makrílævintýrið væri til komið vegna breytinga á göngumynstri makríls en ekki áralangrar veiðireynslu útgerða. Útflutningsverðmæti makrílafurða væri um 25 milljarðar á ári og afkoma í greininni góð. Kolbeinn Árnason tiltók rök fyrir varanlegri úthlutun. Tilkostnaður við veiðarnar væri mikill, ekki væri réttlátt að skattleggja sjávarútveg umfram aðrar greinar og að afkoma makrílveiða væri ofmetin. Fyrirtækin þurfi að skipuleggja starfsemi sína á grundvelli veiðiheimilda. Útgerðarmenn telja eðlilegt að makríllin verði felldur inn útfærslu á samningaleiðinni eins og aðrar veiðiheimildir. Heimildum verði þá úthlutað til langs tíma og afgjald ákveðið í samræmi við hagnað.Hvalrekinn Makrílgengd á Íslandsmiðum er hvalreki. Afkoma veiða og vinnslu er sú besta sem þekkist í greininni, ævintýralega góð. Þó tilkostnaður við veiðar sé mikill hefur makríllinn aukið verulega nýtingu á skipum og búnaði sem notuð eru við veiðar og vinnslu á síld og loðnu. Veiðitími skarast lítið við aðrar veiðar. Veiðar á makríl hafa því aukið nýtingu fjárfestinga í veiðum og vinnslu uppsjávarfiska. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki fjárfest í aflaheimildum á makríl. Slíkar fjárfestingar hafa verið sterkustu rökin fyrir langtímasamningum um afnot. Þau eiga ekki við hér. Makríllinn er sérstakur, og verðskuldar sérstaka aðferð við úthlutun. Það er rangt að fella veiðiheimildir í makríl að kerfi sem sett var á til hagræðingar og sniðið að öðrum forsendum en hér um ræðir. Þetta á ekki síst við nú í ljósi þröngrar stöðu ríkissjóðs. Varað er við því að stjórnvöld útdeili heimildum til lengri tíma. Uppboð veiðiheimilda eru sanngjörn og skynsamleg leið þar sem sjávarútvegsfyrirtækin ákvarða verðið í samkeppni hvert við annað. Ólíklegt er að sátt náist um að bjóða út allar veiðiheimildir í makríl. Hér er því lagt til að fara bil beggja. Hluta veiðiheimilda í makríl verði úthlutað til útgerða gegn föstu gjaldi. Hinn hluti þeirra verði seldur á uppboðum.Varfærið en árangursríkt Kostir við þetta fyrirkomulag eru margir. Samningsbundin úthlutun gæti skapað útgerðar- og vinnslufyrirtækjum grunn til að skipuleggja starfsemi sína. Ríkið hefði tekjur af uppboðum sem gætu verið fleiri en eitt. Að líkindum yrði verð á uppboðum mun hærra en gjald fyrir úthlutaðar heimildir vegna jaðaráhrifa. T.d. mætti úthluta helmingi veiðiheimilda og selja hinn helminginn á nokkrum skipulögðum uppboðum. Hér er því ekki lagt til að gjörbreyta úthlutun í einu vetfangi heldur að fara varfærna en áhrifaríka leið til þess að nota uppboðsmarkað til úthlutunar heimilda. Staða ríkissjóðs er slík að ekki leyfist að horfa fram hjá möguleikum til aukinnar tekjuöflunar. Það tímabært að innleiða samkeppni og virkan markað við úthlutun veiðiheimilda. Makríllinn er kjörinn til þessa. Tekjur og verð af uppboðssölu heimilda mundu ákvarðast af getu þeirra sem best standa sig. Þeir fengju mest í sinn hlut. Reynslan af uppboðum væri þjóðinni og útgerðunum dýrmæt reynsla. Úthlutum og bjóðum upp veiðiheimildir. Náum við sátt um það?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar