Menntun – skólun: Framhaldsskóli fyrir alla Vilhjálmur Einarsson skrifar 19. desember 2013 07:00 „Aldrei breyta því sem vel hefur reynst,“ er haft eftir Sigurði Guðmundssyni, sem var skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Þetta mottó hins mikla skólamanns hefur mér oft komið í hug, þegar lærðir sem leikir fara mikinn um það snjallræði að stytta nám til stúdentsprófs. Þessu vil eg mótmæla harðlega og ætla að rökstyðja mína skoðun bæði út frá eigin skólagöngu og af reynslu minni sem skólastjórnandi:Í skólum þar sem kennt er eftir áfangakerfi útskrifast árlega nemendur eftir þrjú ár, bókhneigðir unglingar, sem ráða við að vera í mörgum fögum samtímis. Grunnskólar hafa einnig heimild að hleypa bráðgerum nemendum milli bekkja. Það þarf því enga lagabreytingu. Brottfallið er aftur á móti vandamál, sem mikilvægt er að draga úr eftir föngum. Eg óttast að ef stytting náms verður lögleidd, komi skert námsframboð niður á greinum utan hins svokallaða kjarna (stærðfræði, raungreinar, tungumál) og það auki fremur en minnki brottfallið, þar sem hin svonefndu skemmtilegu „fög“ verði ekki lengur í boði.Hinn hefðbundni framhaldsskóli ber enn mikinn keim af „Lærða skólanum“, embættismannaskóla eða skóla, sem stefnir að því fyrst og fremst að gera nemandann hæfan til háskólanáms. Vissulega er þetta mikilvægt hlutverk framhaldsskólans en alls ekki það eina, sem keppa ber að. Þróun hin síðari ár í ýmsum framhaldsskólum stefnir í rétta átt: unga fólkið getur nú í mörgum skólum fengið metnar námseiningar í ýmsum skapandi greinum. Þetta þarf að stórauka og koma þannig til móts við áhugasvið unglinganna. Takist það hef eg trú á því að brottfallið minnki.Meðal allra iðnvæddra ríkja er mikið og vaxandi vandamál fólgið í atvinnuleysi ungs fólks. Það á ekki síður við um fólk með háskólagráður en aðra. Francis páfi í Róm sagði nýlega að við þyrftum að gera okkur grein fyrir því að upp væri að vaxa kynslóð, sem að stórum hluta myndi aldrei eiga kost á launaðri vinnu. Hin sívaxandi sjálfvirkni gerir kleift að framleiða hvaðeina með sífækkandi vinnandi höndum. Þetta tel eg vera eitt alvarlegasta vandamál iðnríkjanna, minna hér á landi en víðast hvar, ennþá sem komið er, en þjóðfélagsmein sem örugglega fer vaxandi. Stytting framhaldsskólans myndi vafalaust auka á þennan vanda.Almennt fjögurra ára nám kostar mikla fjármuni. En það kostar líka mikið að unglingur fái ekki þroskaskilyrði sem vekur hann til góðrar og gagnlegrar iðju, á hvaða sviði sem er. Það er fagnaðarefni að framhaldsskólar hafa fengið aukið svigrúm til að bjóða nám eftir aðstæðum á hverjum stað og vonandi að skólafólk verði fundvíst á leiðir til að koma enn betur til móts við unga fólkið á ýmsum sviðum. Ekki vantar hæfa leiðbeinendur og kennara. Hér tel eg vera um mikilvægt forvarnarstarf að ræða, dýrt að vísu. En hvað getur vanstilltur, iðjulaus og villuráfandi unglingur ekki kostað þjóðfélagið? Aldrei skal breyta því sem vel hefur reynst. Fjögurra ára framhaldsskóli hefur reynst vel að mörgu leyti. Frammistaða Íslendinga í háskólum erlendis er dæmi um það. En skólastarf þarf alltaf að vera í athugun og endurskoðun. Stytting framhaldsskólans er ekki spor í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
„Aldrei breyta því sem vel hefur reynst,“ er haft eftir Sigurði Guðmundssyni, sem var skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Þetta mottó hins mikla skólamanns hefur mér oft komið í hug, þegar lærðir sem leikir fara mikinn um það snjallræði að stytta nám til stúdentsprófs. Þessu vil eg mótmæla harðlega og ætla að rökstyðja mína skoðun bæði út frá eigin skólagöngu og af reynslu minni sem skólastjórnandi:Í skólum þar sem kennt er eftir áfangakerfi útskrifast árlega nemendur eftir þrjú ár, bókhneigðir unglingar, sem ráða við að vera í mörgum fögum samtímis. Grunnskólar hafa einnig heimild að hleypa bráðgerum nemendum milli bekkja. Það þarf því enga lagabreytingu. Brottfallið er aftur á móti vandamál, sem mikilvægt er að draga úr eftir föngum. Eg óttast að ef stytting náms verður lögleidd, komi skert námsframboð niður á greinum utan hins svokallaða kjarna (stærðfræði, raungreinar, tungumál) og það auki fremur en minnki brottfallið, þar sem hin svonefndu skemmtilegu „fög“ verði ekki lengur í boði.Hinn hefðbundni framhaldsskóli ber enn mikinn keim af „Lærða skólanum“, embættismannaskóla eða skóla, sem stefnir að því fyrst og fremst að gera nemandann hæfan til háskólanáms. Vissulega er þetta mikilvægt hlutverk framhaldsskólans en alls ekki það eina, sem keppa ber að. Þróun hin síðari ár í ýmsum framhaldsskólum stefnir í rétta átt: unga fólkið getur nú í mörgum skólum fengið metnar námseiningar í ýmsum skapandi greinum. Þetta þarf að stórauka og koma þannig til móts við áhugasvið unglinganna. Takist það hef eg trú á því að brottfallið minnki.Meðal allra iðnvæddra ríkja er mikið og vaxandi vandamál fólgið í atvinnuleysi ungs fólks. Það á ekki síður við um fólk með háskólagráður en aðra. Francis páfi í Róm sagði nýlega að við þyrftum að gera okkur grein fyrir því að upp væri að vaxa kynslóð, sem að stórum hluta myndi aldrei eiga kost á launaðri vinnu. Hin sívaxandi sjálfvirkni gerir kleift að framleiða hvaðeina með sífækkandi vinnandi höndum. Þetta tel eg vera eitt alvarlegasta vandamál iðnríkjanna, minna hér á landi en víðast hvar, ennþá sem komið er, en þjóðfélagsmein sem örugglega fer vaxandi. Stytting framhaldsskólans myndi vafalaust auka á þennan vanda.Almennt fjögurra ára nám kostar mikla fjármuni. En það kostar líka mikið að unglingur fái ekki þroskaskilyrði sem vekur hann til góðrar og gagnlegrar iðju, á hvaða sviði sem er. Það er fagnaðarefni að framhaldsskólar hafa fengið aukið svigrúm til að bjóða nám eftir aðstæðum á hverjum stað og vonandi að skólafólk verði fundvíst á leiðir til að koma enn betur til móts við unga fólkið á ýmsum sviðum. Ekki vantar hæfa leiðbeinendur og kennara. Hér tel eg vera um mikilvægt forvarnarstarf að ræða, dýrt að vísu. En hvað getur vanstilltur, iðjulaus og villuráfandi unglingur ekki kostað þjóðfélagið? Aldrei skal breyta því sem vel hefur reynst. Fjögurra ára framhaldsskóli hefur reynst vel að mörgu leyti. Frammistaða Íslendinga í háskólum erlendis er dæmi um það. En skólastarf þarf alltaf að vera í athugun og endurskoðun. Stytting framhaldsskólans er ekki spor í rétta átt.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar