Nefnifallsfárið Þorsteinn Sæmundsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur og „áhugamaður um ástkæra, ylhýra málið“, ritar grein í Fréttablaðið 29. nóvember um það sem hann kallar nefnifallsfár. Beinir hann spjótum sínum sérstaklega að póstþjónustunni, sem á sínum tíma ákvað að nöfn póststöðva skyldi rita í nefnifalli. Séra Örn er ekki sá fyrsti sem kvartar yfir þessu. Ágæt grein um þetta efni birtist í Morgunblaðinu 28. ágúst 1985 undir fyrirsögninni „Er Stafholt í Borgarnesi?“ Höfundurinn, dr. Björn S. Stefánsson, benti á þann möguleika að sleppa nafni póststöðvar þegar svo bæri undir, en rita einungis póstnúmerið, ef til vill með stafnum P á undan (t.d. P-101). Síðan eru liðnir tæpir þrír áratugir, og flestir virðast hafa sætt sig við nefnifallið í póstáritunum. Sjálfur hef ég alla tíð verið ósáttur við þessa reglu. Ég nefni sem dæmi, að þegar ég þurfti að rita bréf til frænda míns sem býr að Núpstúni í Hrunamannahreppi, átti utanáskriftin að enda á 801 Selfoss. Burtséð frá nefnifallinu eru fullir 40 kílómetrar frá Núpstúni að Selfossi. Þetta skánaði að vísu þegar pósthús var opnað að Flúðum, sem er töluvert nær Núpstúni. Í stað 801 Selfoss kom þá 845 Flúðir, og gildir það enn þó að pósthúsið að Flúðum hafi reyndar verið lagt niður. Þótt ég skilji röksemdir póstyfirvalda fyrir nefnifallinu hef ég verið sammála Birni Stefánssyni um það að nafni póststöðvar í utanáskrift sé ofaukið. Ég hef því haft þann háttinn á að rita einungis póstnúmerið, en með IS framan við, líkt og útlendingum er ætlað að gera. Utanáskriftin til frænda míns verður þá sem hér segir:Hr. Brynjólfur GuðmundssonNúpstúniHrunamannahreppiÁrnessýsluIS-845 Íslandspóstur hlýtur að teljast fullfær um að ráða í eigin póstnúmer, og því ætti að vera óþarfi að tilgreina nafn póststöðvar (sem jafnvel er á vergangi, hafi pósthúsið verið lagt niður). Aðferð mín gæti gagnast öðrum sem þykir ankannalegt að rita póststöðvarnöfn í nefnifalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur og „áhugamaður um ástkæra, ylhýra málið“, ritar grein í Fréttablaðið 29. nóvember um það sem hann kallar nefnifallsfár. Beinir hann spjótum sínum sérstaklega að póstþjónustunni, sem á sínum tíma ákvað að nöfn póststöðva skyldi rita í nefnifalli. Séra Örn er ekki sá fyrsti sem kvartar yfir þessu. Ágæt grein um þetta efni birtist í Morgunblaðinu 28. ágúst 1985 undir fyrirsögninni „Er Stafholt í Borgarnesi?“ Höfundurinn, dr. Björn S. Stefánsson, benti á þann möguleika að sleppa nafni póststöðvar þegar svo bæri undir, en rita einungis póstnúmerið, ef til vill með stafnum P á undan (t.d. P-101). Síðan eru liðnir tæpir þrír áratugir, og flestir virðast hafa sætt sig við nefnifallið í póstáritunum. Sjálfur hef ég alla tíð verið ósáttur við þessa reglu. Ég nefni sem dæmi, að þegar ég þurfti að rita bréf til frænda míns sem býr að Núpstúni í Hrunamannahreppi, átti utanáskriftin að enda á 801 Selfoss. Burtséð frá nefnifallinu eru fullir 40 kílómetrar frá Núpstúni að Selfossi. Þetta skánaði að vísu þegar pósthús var opnað að Flúðum, sem er töluvert nær Núpstúni. Í stað 801 Selfoss kom þá 845 Flúðir, og gildir það enn þó að pósthúsið að Flúðum hafi reyndar verið lagt niður. Þótt ég skilji röksemdir póstyfirvalda fyrir nefnifallinu hef ég verið sammála Birni Stefánssyni um það að nafni póststöðvar í utanáskrift sé ofaukið. Ég hef því haft þann háttinn á að rita einungis póstnúmerið, en með IS framan við, líkt og útlendingum er ætlað að gera. Utanáskriftin til frænda míns verður þá sem hér segir:Hr. Brynjólfur GuðmundssonNúpstúniHrunamannahreppiÁrnessýsluIS-845 Íslandspóstur hlýtur að teljast fullfær um að ráða í eigin póstnúmer, og því ætti að vera óþarfi að tilgreina nafn póststöðvar (sem jafnvel er á vergangi, hafi pósthúsið verið lagt niður). Aðferð mín gæti gagnast öðrum sem þykir ankannalegt að rita póststöðvarnöfn í nefnifalli.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar